Opnum „kóða“ ljósastýringa í Reykjavík Ólafur Kr. Guðmundsson skrifar 13. maí 2022 16:30 Af hverju liggur ekki fyrir opinberlega hvað ræður lengd og tíðni rauðra ljósa á götum borgarinnar? Hverjar eru reglurnar sem stýra umferðarljósunum? Getum við gert betur!!! Vandræðagangur með ljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með þeim hætti að varla nokkur maður áttar sig orðið á því hvar hnífurinn stendur í kúnni. Snjallvæðing umferðarljósa er talin geta bætt umferðarflæði um 15% og dregið úr tafatíma á rauðum ljósum um amk. 40%. Fyrir marga ættu umhverfisáhrifin og minni losun gróðurhúsalofttegunda að duga sem réttlæting fyrir því að ganga strax til verksins. Fyrir aðra ætti aukinn tími með fjölskyldunni að réttlæta algeran forgang þess að koma ljósastýringum höfuðborgarsvæðisins í lag. Það var raunar svo að í framhaldsnefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar, þegar Alþingi veitti heimild til að stofna Betri samgöngur ohf. í júní 2020 samkvæmt samgöngusáttmálanum, var sérstaklega tekið á málum er varða ljósastrýringar. Í álitinu segir: „Bætt umferðarstýring með endurbættri umferðarljósastýringu er ein hagkvæmasta framkvæmdin sem ætlunin er að ráðast í og nauðsynlegt að forgangsraðað verði fyrir því verkefni strax og félagið tekur til starfa.“ Áfram er áréttað að Betri samgöngur ohf.„setji slíkar framkvæmdir í forgang, því að slík umferðarstýring hefur veruleg áhrif á umferðarflæði með hlutfallslega litlum tilkostnaði.“ En svo bara gerist ekki neitt. Mögulega vill Bragga-meirihlutinn ekki bæta umferðarflæði innan borgarinnar, enda verður þá erfiðara að réttlæta Borgarlínubrjálæðið og þörfin á sérrými minnkar. Eftir situr fólk fast í umferð, tafatíminn vex og mun vaxa enn frekar nái draumur borgarstjóra um Borgarlínu fram að ganga. Með gegnsæi í huga og þess að sækja í visku fjöldans, þá lýsi ég því hér með yfir, að mín fyrsta tillaga verði ég kosinn til setu í borgarstjórn verður þess efnis að „kóðinn“ fyrir ljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu verði opnaður og gerður aðgengilegur, þannig að allir geti skoðað hvernig ljósastýringarnar virka og um leið séð hvort mögulega sé ekki verið að nýta núverandi afkastagetu gatnakerfisins með besta hætti. Margir hafa pirrað sig á rauðum ljósum þar sem enginn er sjáanlegur, hvorki bíll, né til dæmis einstaklingur að fara yfir götuna við eldrautt gönguljós á Miklubrautinni. Opnum þessar upplýsingar og gerum þær öllum aðgengilegar. Af hverju ætti að vera feluleikur um það hvað ræður lengd og tíðni rauðra ljósa á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið á að vera að minnka tafatíma allra !!! Höfundur er umferðarsérfræðingur og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Umferð Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju liggur ekki fyrir opinberlega hvað ræður lengd og tíðni rauðra ljósa á götum borgarinnar? Hverjar eru reglurnar sem stýra umferðarljósunum? Getum við gert betur!!! Vandræðagangur með ljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með þeim hætti að varla nokkur maður áttar sig orðið á því hvar hnífurinn stendur í kúnni. Snjallvæðing umferðarljósa er talin geta bætt umferðarflæði um 15% og dregið úr tafatíma á rauðum ljósum um amk. 40%. Fyrir marga ættu umhverfisáhrifin og minni losun gróðurhúsalofttegunda að duga sem réttlæting fyrir því að ganga strax til verksins. Fyrir aðra ætti aukinn tími með fjölskyldunni að réttlæta algeran forgang þess að koma ljósastýringum höfuðborgarsvæðisins í lag. Það var raunar svo að í framhaldsnefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar, þegar Alþingi veitti heimild til að stofna Betri samgöngur ohf. í júní 2020 samkvæmt samgöngusáttmálanum, var sérstaklega tekið á málum er varða ljósastrýringar. Í álitinu segir: „Bætt umferðarstýring með endurbættri umferðarljósastýringu er ein hagkvæmasta framkvæmdin sem ætlunin er að ráðast í og nauðsynlegt að forgangsraðað verði fyrir því verkefni strax og félagið tekur til starfa.“ Áfram er áréttað að Betri samgöngur ohf.„setji slíkar framkvæmdir í forgang, því að slík umferðarstýring hefur veruleg áhrif á umferðarflæði með hlutfallslega litlum tilkostnaði.“ En svo bara gerist ekki neitt. Mögulega vill Bragga-meirihlutinn ekki bæta umferðarflæði innan borgarinnar, enda verður þá erfiðara að réttlæta Borgarlínubrjálæðið og þörfin á sérrými minnkar. Eftir situr fólk fast í umferð, tafatíminn vex og mun vaxa enn frekar nái draumur borgarstjóra um Borgarlínu fram að ganga. Með gegnsæi í huga og þess að sækja í visku fjöldans, þá lýsi ég því hér með yfir, að mín fyrsta tillaga verði ég kosinn til setu í borgarstjórn verður þess efnis að „kóðinn“ fyrir ljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu verði opnaður og gerður aðgengilegur, þannig að allir geti skoðað hvernig ljósastýringarnar virka og um leið séð hvort mögulega sé ekki verið að nýta núverandi afkastagetu gatnakerfisins með besta hætti. Margir hafa pirrað sig á rauðum ljósum þar sem enginn er sjáanlegur, hvorki bíll, né til dæmis einstaklingur að fara yfir götuna við eldrautt gönguljós á Miklubrautinni. Opnum þessar upplýsingar og gerum þær öllum aðgengilegar. Af hverju ætti að vera feluleikur um það hvað ræður lengd og tíðni rauðra ljósa á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið á að vera að minnka tafatíma allra !!! Höfundur er umferðarsérfræðingur og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Reykjavík.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar