Slökkvum á iPodinum í Reykjavík Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 13. maí 2022 09:21 Ég er 22 ára gömul, og þekki ekkert annað en að Reykjavík sé stjórnað af Degi B. Eggertssyni og félögum. Borgarstjórinn hefur verið í áhrifastöðu í borginni – með örstuttum hléum – í tuttugu ár. Þegar hann tók fyrst sæti sem aðalmaður í borgarstjórn árið 2002 var ég nýhætt á bleyju, og Apple hafði nýverið kynnt iPodinn til sögunnar. Tilkynnt var á dögunum að Apple ætlaði að hætta framleiðslu á spilaranum vinsæla eftir tuttugu ára framleiðslusögu. Allt hefur víst sinn tíma. Það gildir um stjórnmálafólk, rétt eins og raftæki sem einu sinni þóttu nýmóðins. Öfluga konu í borgina Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ung og öflug þriggja barna móðir sem þekkir raunveruleika ungs fólks í borginni á eigin skinni. Hún þekkir brasið sem fylgir því að vera með leikskólabörn í Reykjavík, og man eftir því hindrunarhlaupi sem húsnæðismarkaðurinn er fyrir fyrstu kaupendur. Fyrir okkur unga fólkið er mikilvægt að eiga fyrirmyndir. Fólk sem ryður brautinu og gefur okkur beinharðar sannanir fyrir því að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Hildur stendur svo sannarlega undir því. Hún er tilbúin að taka við keflinu. Ekki síður er mikilvægt að þeir – oft á tíðum miðaldra karlar – sem fyrir eru á fleti þekki sinn vitjunartíma. Sagan af iPodinum er ágætis áminning um það. Framtíð verður einhvern tíma fortíð. Það er hollt að breyta reglulega til. Hleypa nýjum og ferskum andlitum að. Nú er tíminn kominn í Reykjavík. Valið er skýrt Borgarstjóra má gefa að hann hefur sýnt fádæma klókindi við að halda völdum. Honum hefur ítrekað tekist að snúa tapaðri stöðu sér í hag og kippt inn nýjum samstarfsflokkum eftir hentugleika. Kosningarnar nú á laugardaginn snúast um nákvæmlega þetta. Valið er skýrt á laugardag. Sjálfstæðisflokkinn – og glæsilega unga, öfluga konu - eða enn eina útgáfuna af því sama. Höfundur er háskólanemi og skipar 34. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Birta Karen Tryggvadóttir Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Sjá meira
Ég er 22 ára gömul, og þekki ekkert annað en að Reykjavík sé stjórnað af Degi B. Eggertssyni og félögum. Borgarstjórinn hefur verið í áhrifastöðu í borginni – með örstuttum hléum – í tuttugu ár. Þegar hann tók fyrst sæti sem aðalmaður í borgarstjórn árið 2002 var ég nýhætt á bleyju, og Apple hafði nýverið kynnt iPodinn til sögunnar. Tilkynnt var á dögunum að Apple ætlaði að hætta framleiðslu á spilaranum vinsæla eftir tuttugu ára framleiðslusögu. Allt hefur víst sinn tíma. Það gildir um stjórnmálafólk, rétt eins og raftæki sem einu sinni þóttu nýmóðins. Öfluga konu í borgina Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ung og öflug þriggja barna móðir sem þekkir raunveruleika ungs fólks í borginni á eigin skinni. Hún þekkir brasið sem fylgir því að vera með leikskólabörn í Reykjavík, og man eftir því hindrunarhlaupi sem húsnæðismarkaðurinn er fyrir fyrstu kaupendur. Fyrir okkur unga fólkið er mikilvægt að eiga fyrirmyndir. Fólk sem ryður brautinu og gefur okkur beinharðar sannanir fyrir því að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Hildur stendur svo sannarlega undir því. Hún er tilbúin að taka við keflinu. Ekki síður er mikilvægt að þeir – oft á tíðum miðaldra karlar – sem fyrir eru á fleti þekki sinn vitjunartíma. Sagan af iPodinum er ágætis áminning um það. Framtíð verður einhvern tíma fortíð. Það er hollt að breyta reglulega til. Hleypa nýjum og ferskum andlitum að. Nú er tíminn kominn í Reykjavík. Valið er skýrt Borgarstjóra má gefa að hann hefur sýnt fádæma klókindi við að halda völdum. Honum hefur ítrekað tekist að snúa tapaðri stöðu sér í hag og kippt inn nýjum samstarfsflokkum eftir hentugleika. Kosningarnar nú á laugardaginn snúast um nákvæmlega þetta. Valið er skýrt á laugardag. Sjálfstæðisflokkinn – og glæsilega unga, öfluga konu - eða enn eina útgáfuna af því sama. Höfundur er háskólanemi og skipar 34. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar