Hringtorg á vinstri hönd Gunnar Smári Þorsteinsson og Lísbet Sigurðardóttir skrifa 12. maí 2022 06:45 Eftir tvo daga verður gengið til sveitarstjórnarkosninga um allt land. Þær kosningar ætti allt ungt fólk að láta sig varða því þar verður kosið um málefni sem skipta okkur verulegu máli í daglegu lífi. Húsnæðismál, leikskólamál og samgöngumál hvíla að miklu leyti á herðum sveitarfélaga og þessi atriði skipta ungt fólk höfuðmáli þegar það velur hvar það vill búa. Slæm staða ungs fólks í Reykjavík Í Reykjavík hefur borgarstjórnarmeirihlutinn brugðist í því verkefni að leysa vanda ungs fólks. Fjögur ár eru liðin frá síðustu kosningum en í dag blasa við sömu vandamál og árið 2018. Heillöng bið eftir leikskóla, hækkandi húsnæðisverð og lélegar samgöngur. Þessi staðreynd virðist öllum ljós, enda enduróma sömu kosningaloforð í dag og gerðu fyrir fjórum árum með örlitlu kryddi. Við erum komin heilan hring frá síðustu kosningum, eigum við virkilega að trúa því að nú muni þeim takast ætlunarverkið? Á kjörtímabilinu hafa engar tilraunir verið gerðar til þess að leysa húsnæðisvandann með því að úthluta lóðum fyrir hagkvæmt húsnæði heldur hefur verið lögð áhersla á að byggja lúxusíbúðir í miðbænum sem ungt fólk hefur alls ekki efni á. Til þess að leysa húsnæðisvandann þarf að láta hendur standa fram úr ermum og framkvæma. Við getum ekki beðið í 10 ár á meðan reynt er að sammælast um húsnæðissáttmála, ungt fólk er þegar farið að streyma úr Reykjavík í önnur sveitarfélög. Hengiflug óvissunnar Fyrir síðustu kosningar, þegar borgarstjóri kynnti áherslumál síns flokks, átti að tryggja leikskólapláss fyrir börn 12-18 mánaða. Svo fór ekki. Meðalaldur barna sem komast inn á leikskóla er ríflega tvö ár í dag og geta reykvískir foreldrar prísað sig sæla ef börnin þeirra komast á leikskóla við 20 mánaða aldur. Biðlistar á leikskóla í Reykjavík eru einnig sögulega háir þar sem 800 börn bíða eftir leikskólaplássi. Því er ljóst að meirihlutanum hefur mistekist ætlunarverk sitt og hugmyndir þeirra fyrir næsta kjörtímabil gefa ekki tilefni til bjartsýni. Foreldrar standa frammi fyrir hengiflugi óvissunnar eftir að fæðingarorlofi lýkur. Slegist er um pláss hjá dagforeldrum og ungbarnaleikskólum, jafnvel í öðrum sveitarfélögum eða í mikilli fjarlægð frá heimili. Við slíkar aðstæður fara allar hugmyndir um fjölbreyttar samgöngur út í vind, fólk verður að vera á bíl til þess að láta dæmið ganga upp. Aðgerðarleysi meirihlutans bitnar þannig einnig á markmiðum hans í samgöngu- og umhverfismálum. Við þurfum að brúa bilið fyrir fjölskyldur og bjóða upp á fjölbreytta valkosti, sniðna að þörfum þeirra. Tryggjum ungt fólk í forystu Reykjavík þarf að vera eftirsóknarverður kostur fyrir ungt fólk og til þess þurfa hlutirnir að virka. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti er fullreyndur og tími til kominn að afhenda nýju fólki keflið. Á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skipa ungar konur efstu tvö sætin og með þeim koma raunhæfar lausnir á vanda ungs fólks í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn vill að Reykjavík verði í fararbroddi fyrir ungt fólk og fjölskyldufólk og til þess þarf nýjar áherslur. Valkostirnir eru skýrir; við getum haldið áfram á sömu braut og tekið annan hring á hringtorgi núverandi meirihluta eða við getum leitað raunhæfra lausna fyrir ungt fólk í Reykjavík og haldið áfram veginn. Lísbet Sigurðardóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og Gunnar Smári Þorsteinsson, formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir tvo daga verður gengið til sveitarstjórnarkosninga um allt land. Þær kosningar ætti allt ungt fólk að láta sig varða því þar verður kosið um málefni sem skipta okkur verulegu máli í daglegu lífi. Húsnæðismál, leikskólamál og samgöngumál hvíla að miklu leyti á herðum sveitarfélaga og þessi atriði skipta ungt fólk höfuðmáli þegar það velur hvar það vill búa. Slæm staða ungs fólks í Reykjavík Í Reykjavík hefur borgarstjórnarmeirihlutinn brugðist í því verkefni að leysa vanda ungs fólks. Fjögur ár eru liðin frá síðustu kosningum en í dag blasa við sömu vandamál og árið 2018. Heillöng bið eftir leikskóla, hækkandi húsnæðisverð og lélegar samgöngur. Þessi staðreynd virðist öllum ljós, enda enduróma sömu kosningaloforð í dag og gerðu fyrir fjórum árum með örlitlu kryddi. Við erum komin heilan hring frá síðustu kosningum, eigum við virkilega að trúa því að nú muni þeim takast ætlunarverkið? Á kjörtímabilinu hafa engar tilraunir verið gerðar til þess að leysa húsnæðisvandann með því að úthluta lóðum fyrir hagkvæmt húsnæði heldur hefur verið lögð áhersla á að byggja lúxusíbúðir í miðbænum sem ungt fólk hefur alls ekki efni á. Til þess að leysa húsnæðisvandann þarf að láta hendur standa fram úr ermum og framkvæma. Við getum ekki beðið í 10 ár á meðan reynt er að sammælast um húsnæðissáttmála, ungt fólk er þegar farið að streyma úr Reykjavík í önnur sveitarfélög. Hengiflug óvissunnar Fyrir síðustu kosningar, þegar borgarstjóri kynnti áherslumál síns flokks, átti að tryggja leikskólapláss fyrir börn 12-18 mánaða. Svo fór ekki. Meðalaldur barna sem komast inn á leikskóla er ríflega tvö ár í dag og geta reykvískir foreldrar prísað sig sæla ef börnin þeirra komast á leikskóla við 20 mánaða aldur. Biðlistar á leikskóla í Reykjavík eru einnig sögulega háir þar sem 800 börn bíða eftir leikskólaplássi. Því er ljóst að meirihlutanum hefur mistekist ætlunarverk sitt og hugmyndir þeirra fyrir næsta kjörtímabil gefa ekki tilefni til bjartsýni. Foreldrar standa frammi fyrir hengiflugi óvissunnar eftir að fæðingarorlofi lýkur. Slegist er um pláss hjá dagforeldrum og ungbarnaleikskólum, jafnvel í öðrum sveitarfélögum eða í mikilli fjarlægð frá heimili. Við slíkar aðstæður fara allar hugmyndir um fjölbreyttar samgöngur út í vind, fólk verður að vera á bíl til þess að láta dæmið ganga upp. Aðgerðarleysi meirihlutans bitnar þannig einnig á markmiðum hans í samgöngu- og umhverfismálum. Við þurfum að brúa bilið fyrir fjölskyldur og bjóða upp á fjölbreytta valkosti, sniðna að þörfum þeirra. Tryggjum ungt fólk í forystu Reykjavík þarf að vera eftirsóknarverður kostur fyrir ungt fólk og til þess þurfa hlutirnir að virka. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti er fullreyndur og tími til kominn að afhenda nýju fólki keflið. Á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skipa ungar konur efstu tvö sætin og með þeim koma raunhæfar lausnir á vanda ungs fólks í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn vill að Reykjavík verði í fararbroddi fyrir ungt fólk og fjölskyldufólk og til þess þarf nýjar áherslur. Valkostirnir eru skýrir; við getum haldið áfram á sömu braut og tekið annan hring á hringtorgi núverandi meirihluta eða við getum leitað raunhæfra lausna fyrir ungt fólk í Reykjavík og haldið áfram veginn. Lísbet Sigurðardóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og Gunnar Smári Þorsteinsson, formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun