Við unga fólkið og kosningar Elva María Birgisdóttir skrifar 12. maí 2022 06:31 Kæru jafnaldrar. Núna á laugardaginn eru kosningar, og ekki bara hvaða kosningar sem er, heldur eru þær mjög mikilvægar og skipta sköpum fyrir okkar framtíð hér í Reykjavík. Ég er að sjálfsögðu að tala um sveitarstjórnarkosningarnar. Vissulega svolítið langt orð sem getur virkað fráhrindandi, ég veit. Það er nefnilega þannig að við unga fólkið eigum það til að mæta síður á kjörstað en foreldrar okkar og þau sem eldri eru. Það er margt í gangi en það er samt sem áður svo mikilvægt að nýta kosningaréttinn okkar. Við verðum að taka okkur á, mæta, og kjósa! Því með því höfum við áhrif á það sem koma skal, við höfum okkar atkvæði og við verðum að nýta það þar sem um framtíðina okkar og velferð er að ræða. Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur sem leggur mikla áherslu á jöfnuð í samfélaginu óháð kyni, húðlit, stöðu innan samfélagsins, uppruna, fötlunar, kynhneigðar og fl. Samfylkingin í Reykjavík vill búa til grænni, loftslagsvænni og bara almennt skemmtilegri borg þar sem Borgarlína, almenningssamgöngur, hjólandi og gangandi eru í fyrirrúmi. Við ætlum að byggja upp íbúðir á eftirsóttum svæðum í borginni af enn meiri krafti en áður, og þá sérstaklega viljum við leggja áherslu á húsnæði fyrir ungt fólk, fyrstu kaupendur og tekjulægri hópa. Síðustu ár hafa verið byggðar fleiri íbúðir en nokkurn tímann áður í Reykjavík (meira en 1.000 íbúðir á ári) en Samfylkingin ætlar að byggja 2.000 íbúðir árlega á næsta kjörtímabili til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem er á húsnæðismarkaðnum í dag. Þetta eru stór málefni sem okkur unga fólkið varðar. Ég hef gríðarlega trú á flokknum og veit að þetta eru ekki bara innantóm loforð. Það hreinlega er ekki í boði þar sem svo margt er í húfi. Mætið á kjörstað (hægt að sjá hér hvar þú átt að mæta www.reykjavik.is/kosningar), kjósið, og ef þið viljið sjá Reykjavík blómstra áfram- setjið þá x við S. Höfundur skipar 20.sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Kæru jafnaldrar. Núna á laugardaginn eru kosningar, og ekki bara hvaða kosningar sem er, heldur eru þær mjög mikilvægar og skipta sköpum fyrir okkar framtíð hér í Reykjavík. Ég er að sjálfsögðu að tala um sveitarstjórnarkosningarnar. Vissulega svolítið langt orð sem getur virkað fráhrindandi, ég veit. Það er nefnilega þannig að við unga fólkið eigum það til að mæta síður á kjörstað en foreldrar okkar og þau sem eldri eru. Það er margt í gangi en það er samt sem áður svo mikilvægt að nýta kosningaréttinn okkar. Við verðum að taka okkur á, mæta, og kjósa! Því með því höfum við áhrif á það sem koma skal, við höfum okkar atkvæði og við verðum að nýta það þar sem um framtíðina okkar og velferð er að ræða. Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur sem leggur mikla áherslu á jöfnuð í samfélaginu óháð kyni, húðlit, stöðu innan samfélagsins, uppruna, fötlunar, kynhneigðar og fl. Samfylkingin í Reykjavík vill búa til grænni, loftslagsvænni og bara almennt skemmtilegri borg þar sem Borgarlína, almenningssamgöngur, hjólandi og gangandi eru í fyrirrúmi. Við ætlum að byggja upp íbúðir á eftirsóttum svæðum í borginni af enn meiri krafti en áður, og þá sérstaklega viljum við leggja áherslu á húsnæði fyrir ungt fólk, fyrstu kaupendur og tekjulægri hópa. Síðustu ár hafa verið byggðar fleiri íbúðir en nokkurn tímann áður í Reykjavík (meira en 1.000 íbúðir á ári) en Samfylkingin ætlar að byggja 2.000 íbúðir árlega á næsta kjörtímabili til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem er á húsnæðismarkaðnum í dag. Þetta eru stór málefni sem okkur unga fólkið varðar. Ég hef gríðarlega trú á flokknum og veit að þetta eru ekki bara innantóm loforð. Það hreinlega er ekki í boði þar sem svo margt er í húfi. Mætið á kjörstað (hægt að sjá hér hvar þú átt að mæta www.reykjavik.is/kosningar), kjósið, og ef þið viljið sjá Reykjavík blómstra áfram- setjið þá x við S. Höfundur skipar 20.sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar