Við unga fólkið og kosningar Elva María Birgisdóttir skrifar 12. maí 2022 06:31 Kæru jafnaldrar. Núna á laugardaginn eru kosningar, og ekki bara hvaða kosningar sem er, heldur eru þær mjög mikilvægar og skipta sköpum fyrir okkar framtíð hér í Reykjavík. Ég er að sjálfsögðu að tala um sveitarstjórnarkosningarnar. Vissulega svolítið langt orð sem getur virkað fráhrindandi, ég veit. Það er nefnilega þannig að við unga fólkið eigum það til að mæta síður á kjörstað en foreldrar okkar og þau sem eldri eru. Það er margt í gangi en það er samt sem áður svo mikilvægt að nýta kosningaréttinn okkar. Við verðum að taka okkur á, mæta, og kjósa! Því með því höfum við áhrif á það sem koma skal, við höfum okkar atkvæði og við verðum að nýta það þar sem um framtíðina okkar og velferð er að ræða. Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur sem leggur mikla áherslu á jöfnuð í samfélaginu óháð kyni, húðlit, stöðu innan samfélagsins, uppruna, fötlunar, kynhneigðar og fl. Samfylkingin í Reykjavík vill búa til grænni, loftslagsvænni og bara almennt skemmtilegri borg þar sem Borgarlína, almenningssamgöngur, hjólandi og gangandi eru í fyrirrúmi. Við ætlum að byggja upp íbúðir á eftirsóttum svæðum í borginni af enn meiri krafti en áður, og þá sérstaklega viljum við leggja áherslu á húsnæði fyrir ungt fólk, fyrstu kaupendur og tekjulægri hópa. Síðustu ár hafa verið byggðar fleiri íbúðir en nokkurn tímann áður í Reykjavík (meira en 1.000 íbúðir á ári) en Samfylkingin ætlar að byggja 2.000 íbúðir árlega á næsta kjörtímabili til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem er á húsnæðismarkaðnum í dag. Þetta eru stór málefni sem okkur unga fólkið varðar. Ég hef gríðarlega trú á flokknum og veit að þetta eru ekki bara innantóm loforð. Það hreinlega er ekki í boði þar sem svo margt er í húfi. Mætið á kjörstað (hægt að sjá hér hvar þú átt að mæta www.reykjavik.is/kosningar), kjósið, og ef þið viljið sjá Reykjavík blómstra áfram- setjið þá x við S. Höfundur skipar 20.sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Kæru jafnaldrar. Núna á laugardaginn eru kosningar, og ekki bara hvaða kosningar sem er, heldur eru þær mjög mikilvægar og skipta sköpum fyrir okkar framtíð hér í Reykjavík. Ég er að sjálfsögðu að tala um sveitarstjórnarkosningarnar. Vissulega svolítið langt orð sem getur virkað fráhrindandi, ég veit. Það er nefnilega þannig að við unga fólkið eigum það til að mæta síður á kjörstað en foreldrar okkar og þau sem eldri eru. Það er margt í gangi en það er samt sem áður svo mikilvægt að nýta kosningaréttinn okkar. Við verðum að taka okkur á, mæta, og kjósa! Því með því höfum við áhrif á það sem koma skal, við höfum okkar atkvæði og við verðum að nýta það þar sem um framtíðina okkar og velferð er að ræða. Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur sem leggur mikla áherslu á jöfnuð í samfélaginu óháð kyni, húðlit, stöðu innan samfélagsins, uppruna, fötlunar, kynhneigðar og fl. Samfylkingin í Reykjavík vill búa til grænni, loftslagsvænni og bara almennt skemmtilegri borg þar sem Borgarlína, almenningssamgöngur, hjólandi og gangandi eru í fyrirrúmi. Við ætlum að byggja upp íbúðir á eftirsóttum svæðum í borginni af enn meiri krafti en áður, og þá sérstaklega viljum við leggja áherslu á húsnæði fyrir ungt fólk, fyrstu kaupendur og tekjulægri hópa. Síðustu ár hafa verið byggðar fleiri íbúðir en nokkurn tímann áður í Reykjavík (meira en 1.000 íbúðir á ári) en Samfylkingin ætlar að byggja 2.000 íbúðir árlega á næsta kjörtímabili til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem er á húsnæðismarkaðnum í dag. Þetta eru stór málefni sem okkur unga fólkið varðar. Ég hef gríðarlega trú á flokknum og veit að þetta eru ekki bara innantóm loforð. Það hreinlega er ekki í boði þar sem svo margt er í húfi. Mætið á kjörstað (hægt að sjá hér hvar þú átt að mæta www.reykjavik.is/kosningar), kjósið, og ef þið viljið sjá Reykjavík blómstra áfram- setjið þá x við S. Höfundur skipar 20.sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun