Yfirlýsing formanns bæjarráðs í Sveitarfélaginu Árborg Tómas Ellert Tómasson skrifar 11. maí 2022 21:01 Ásgeir Sveinsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ lét þau ummæli falla í Dagmálum Morgunblaðsins í gær að: „Allt væri á húrrandi hausnum í Árborg“ í kjölfarið tók Morgunblaðið ummælin og notaði sem fyrirsögn á frétt. Ummælin lét hann falla í eftirfarandi samhengi: „Núna standa þeir frammi fyrir því að það er búið að fjölga gríðarlega hjá þeim en þeir hafa ekki verið að rukka nein innviðagjöld, þeir hafa ekki verið að selja þessar lóðir og núna standa þeir frammi fyrir því að allir innviðir eiga eftir að byggjast upp, skólar leikskólar og hvað annað. Og þetta er allt á húrrandi hausnum þar,“ Ekki ætla ég að fara að rita hér einhverja langloku um skuldastöðu Árborgar sem svar við þessu gaspri, en bendi hér á eina ágæta grein sem rituð er af yfirvegun um stöðu fjármála Svf. Árborgar. Greinin var rituð í dag af fyrrverandi framkvæmdastjóra Sambands sunnlenskra sveitarfélaga og fyrrverandi bæjarfulltrúa á Selfossi. Ég leyfi mér að benda á hana sem langa svarið við gaspri oddvitans í Mosfellsbæ. Og einnig ætla ég að benda oddvitanum á að kynna sér samninga okkar við landeigendur og framkvæmdaaðila í Árborg sem hluta af langa svarinu. Auk þessa vil ég benda oddvitanum á að á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga má nálgast ýmislegt talnaefni tengt rekstri sveitarfélaga þar sem hægt er að gera samanburð á milli sveitarfélaga með einföldum hætti. Stutta svarið við gasprinu er þetta. „Trúður með gyllta hálskeðju og trúður með enga hálskeðju verða alltaf trúðar í mínum augum“. Og „mind your own business!“ Ég hef aftur á móti mun meiri áhuga á því að nota tækifærið hér og lýsa „Ný“ Sjálfstæðisflokknum og vinnubrögðum hans í aðdraganda kosninga með örlítið fleiri orðum. Þannig er nú það að ég hef tekið þátt í þeim nokkrum kosningabarráttunum í gegnum tíðina og ég verð að segja að þessi kosningabarátta hefur verið sú forvitnilegasta sem ég hef tekið þátt í. Og mjög fróðlegt fyrir mig persónulega að sjá og finna fyrir vinnubrögðum minna gömlu félaga í Sjálfstæðisflokknum. Þar sem dagskipunin er að endurtaka sömu lygina aftur og aftur í þeirri von um að einhverjir fari að trúa henni. Í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins nefnist námsáfanginn „Let them deny it, 101“. Aðferðinni hefur ítrekað verið beitt nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna hér í Árborg. Og svo nú með dyggri aðstoð oddvitans í Mosfellsbæ. Þeir eru reyndar fleiri utan Árborgar þykist ég vita sem taka þátt í leiknum, ég kannast við fingraförin. Næst þegar ég hitti ykkur kæru fyrrum félagar sem eruð með fingurna á bólakafi í kosningabaráttunni í Árborg, mun ég knúsa ykkur og þakka ykkur fyrir að leyfa mér að takast á við aðferðafræðina sígildu. Og sigrast á henni! „Ný“ Sjálfstæðisflokkurinn Ég yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn (eða öfugt) þann 14. október 2017. Daginn eftir gerðist ég stofnfélagi í Miðflokknum. Þar hef ég fengið að starfa í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins, frjáls og sjálfstæður. Frjáls og sjálfstæður frá hentistefnu „Ný“ Sjálfstæðisflokksins. Gárungarnir í Árborg hafa svo sagt mér að það sé bara einn sjálfstæðismaður í bæjarstjórn Árborgar sem starfar í anda grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann hafi svo sannarlega sýnt það í verki sl. fjögur ár. Maðurinn er bara ekki í Sjálfstæðisflokknum. Hann er í Miðflokknum! Hvernig skyldi standa á því? Jú, það er vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur breyst í hentistefnuflokk á undanförnum árum og jafnvel áratugum. Svo skaðleg hefur þessi hentistefna verið fyrir þjóðina, að hún náði að leggja hana fjárhagslega á hliðina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo þróað og forherst í því að ætla bara að vera hentistefnuflokkur, sem ekkert mark er á takandi þegar að á reynir. Svo skilja flokksmenn ekkert í því af hverju fylgið hrynur af flokknum. Kæru fyrrum félagar í Sjálfstæðisflokknum, fylgið við flokkinn ykkar hrynur vegna þess að flokkurinn iðkar ekki þá trú sem hann boðar. Svo einfalt er það. Hvað ætlið þið kæru fyrrum félagar mínir, þeir sjálfstæðismenn sem enn eru eftir í flokknum, að gera í því? Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur, oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra og formaður bæjarráðs í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Mosfellsbær Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ásgeir Sveinsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ lét þau ummæli falla í Dagmálum Morgunblaðsins í gær að: „Allt væri á húrrandi hausnum í Árborg“ í kjölfarið tók Morgunblaðið ummælin og notaði sem fyrirsögn á frétt. Ummælin lét hann falla í eftirfarandi samhengi: „Núna standa þeir frammi fyrir því að það er búið að fjölga gríðarlega hjá þeim en þeir hafa ekki verið að rukka nein innviðagjöld, þeir hafa ekki verið að selja þessar lóðir og núna standa þeir frammi fyrir því að allir innviðir eiga eftir að byggjast upp, skólar leikskólar og hvað annað. Og þetta er allt á húrrandi hausnum þar,“ Ekki ætla ég að fara að rita hér einhverja langloku um skuldastöðu Árborgar sem svar við þessu gaspri, en bendi hér á eina ágæta grein sem rituð er af yfirvegun um stöðu fjármála Svf. Árborgar. Greinin var rituð í dag af fyrrverandi framkvæmdastjóra Sambands sunnlenskra sveitarfélaga og fyrrverandi bæjarfulltrúa á Selfossi. Ég leyfi mér að benda á hana sem langa svarið við gaspri oddvitans í Mosfellsbæ. Og einnig ætla ég að benda oddvitanum á að kynna sér samninga okkar við landeigendur og framkvæmdaaðila í Árborg sem hluta af langa svarinu. Auk þessa vil ég benda oddvitanum á að á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga má nálgast ýmislegt talnaefni tengt rekstri sveitarfélaga þar sem hægt er að gera samanburð á milli sveitarfélaga með einföldum hætti. Stutta svarið við gasprinu er þetta. „Trúður með gyllta hálskeðju og trúður með enga hálskeðju verða alltaf trúðar í mínum augum“. Og „mind your own business!“ Ég hef aftur á móti mun meiri áhuga á því að nota tækifærið hér og lýsa „Ný“ Sjálfstæðisflokknum og vinnubrögðum hans í aðdraganda kosninga með örlítið fleiri orðum. Þannig er nú það að ég hef tekið þátt í þeim nokkrum kosningabarráttunum í gegnum tíðina og ég verð að segja að þessi kosningabarátta hefur verið sú forvitnilegasta sem ég hef tekið þátt í. Og mjög fróðlegt fyrir mig persónulega að sjá og finna fyrir vinnubrögðum minna gömlu félaga í Sjálfstæðisflokknum. Þar sem dagskipunin er að endurtaka sömu lygina aftur og aftur í þeirri von um að einhverjir fari að trúa henni. Í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins nefnist námsáfanginn „Let them deny it, 101“. Aðferðinni hefur ítrekað verið beitt nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna hér í Árborg. Og svo nú með dyggri aðstoð oddvitans í Mosfellsbæ. Þeir eru reyndar fleiri utan Árborgar þykist ég vita sem taka þátt í leiknum, ég kannast við fingraförin. Næst þegar ég hitti ykkur kæru fyrrum félagar sem eruð með fingurna á bólakafi í kosningabaráttunni í Árborg, mun ég knúsa ykkur og þakka ykkur fyrir að leyfa mér að takast á við aðferðafræðina sígildu. Og sigrast á henni! „Ný“ Sjálfstæðisflokkurinn Ég yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn (eða öfugt) þann 14. október 2017. Daginn eftir gerðist ég stofnfélagi í Miðflokknum. Þar hef ég fengið að starfa í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins, frjáls og sjálfstæður. Frjáls og sjálfstæður frá hentistefnu „Ný“ Sjálfstæðisflokksins. Gárungarnir í Árborg hafa svo sagt mér að það sé bara einn sjálfstæðismaður í bæjarstjórn Árborgar sem starfar í anda grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann hafi svo sannarlega sýnt það í verki sl. fjögur ár. Maðurinn er bara ekki í Sjálfstæðisflokknum. Hann er í Miðflokknum! Hvernig skyldi standa á því? Jú, það er vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur breyst í hentistefnuflokk á undanförnum árum og jafnvel áratugum. Svo skaðleg hefur þessi hentistefna verið fyrir þjóðina, að hún náði að leggja hana fjárhagslega á hliðina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo þróað og forherst í því að ætla bara að vera hentistefnuflokkur, sem ekkert mark er á takandi þegar að á reynir. Svo skilja flokksmenn ekkert í því af hverju fylgið hrynur af flokknum. Kæru fyrrum félagar í Sjálfstæðisflokknum, fylgið við flokkinn ykkar hrynur vegna þess að flokkurinn iðkar ekki þá trú sem hann boðar. Svo einfalt er það. Hvað ætlið þið kæru fyrrum félagar mínir, þeir sjálfstæðismenn sem enn eru eftir í flokknum, að gera í því? Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur, oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra og formaður bæjarráðs í Svf. Árborg.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun