Hvað í fokkanum er ég að gera? Birta Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2022 19:00 Þegar ég var lítil var mamma í pólitík. Ég man óljóst eftir því þegar það voru kosningar og tvær unglingsstelpur pössuðu okkur systkinin. Þá vorum við tvö en mamma átti eftir að eignast tvö önnur börn á kjörtímabilinu. Ég man eftir að hafa verið á hliðarsvölunum í Egilsbúð og mamma var á sviðinu ásamt Smára Geirs og fleirum að syngja Öxar við ána. Ég man eftir því þegar mamma fór á fundi og við systkinin nýttum tækifærið, söfnuðum saman öllum sængum í íbúðinni, settum þær á gólfið við hjónarúmið og hoppuðum á rúminu, úr glugganum yfir í rúmið og börðumst um að hrinda hvort öðru á hrúguna af sængum. Það er ekki að því að spyrja að bæði brutum við hluti og meiddum okkur. Núna er ég í sömu stöðu og mamma, ég er með tvö börn, er í framboði og vonast eftir umboði til að vinna áfram fyrir samfélagið mitt. Ég þarf að útskýra fyrir bráðum 6 ára dóttur minni af hverju ég er svona lítið heima þessa dagana og best finnst mér að gera það með því að segja að ég sé að vona að fólk velji mig og vini mína til þess að fá að ákveða ýmsa hluti í sveitarfélaginu okkar, eins og hvað á að kosta í sund eða hvenær leikskólinn fer í sumarfrí. Við teljum upp alla kjarnanna í sveitarfélaginu svo hún viti að við erum stærri en bara Neskaupstaður. En ég viðurkenni að ég spyr mig stundum: hvað í fokkanum er ég að gera? Ég veit ekki hvernig þetta allt saman virkar. Stjórnsýsla er ótrúlega flókin og það er flókið að vita nákvæmlega hvernig hlutirnir eða innviðirnir virka, hvað er á höndum sveitarfélagsins og hvað liggur hjá ríkinu. Ég tel það þó ekki endilega slæman hlut að vita ekki nákvæmlega hvernig þetta allt virkar, og myndi ekki vilja þykjast hafa allt á hreinu. Við í pólitíkinni höfum á bakvið okkur úrval af kláru fagfólki á skrifstofu Fjarðabyggðar sem hefur starfað við stjórnsýslu í langan tíma. Kjörnir fulltrúar ákveða áherslur kerfisins en treysta á fagfólkið sem veitir ráðgjöf og sér til þess að farið sé eftir settum reglum við framkvæmd ákvarðana. Á síðustu fjórum árum, þó ég hafi „bara“ verið varabæjarfulltrúi og setið í fræðslunefnd, þá hef ég lært ótrúlega mikið. Ég veit til dæmis núna að það er ekki sveitarfélagsins að lofa nýjum Suðurfjarðarvegi þar sem gerð hans er á höndum ríkisins. Að mínu viti yrði það tómt loforð. Við getum hins vegar lofað að við munum gera allt í okkar valdi, svo sem að þrýsta á ríkið, svo farið verði fyrr í þær nauðsynlegu framkvæmdir. Öll sem starfa í stjórnmálum eiga það sameiginlegt að hafa einhvern tíma stigið sín fyrstu skref. Fólk fæðist auðvitað ekki með vitneskju um opinbera stjórnsýslu, en það fallega við lýðræðið er að hver sem er getur boðið sig fram til að starfa fyrir samfélagið sitt og rétt eins og í öllu öðru, þá öðlast fólk reynslu og þekkingu með tímanum. Ég á mikið ólært en ég held áfram að læra. Og ég held að ég geti lært mikið, mikið meira. Því þó ég viti ekki hvað í fokkanum ég er að gera þá veit ég að ég hef ákveðna sýn um það hvernig samfélag ég vil búa í og vil leita leiða til að gera þá sýn að veruleika. Ég vil búa í réttlátu samfélagi, samfélagi þar sem jöfnuður ríkir og þar sem öll hafa sömu tækifæri til þess að sækja þjónustu, stunda tómstundir og að eiga gott líf. Í mínum huga sýnir það nefnilega auðmýkt að segja opinskátt að ég viti ekki alveg hvernig stjórnsýslan virkar – en ég get lofað því að ég og vinir mínir í Fjarðalistanum erum öll af vilja gerð til þess að læra meira, skoða málin, hlusta á íbúa og vinna að því að gera samfélagið okkar enn betra. Höfundur skipar 4. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var lítil var mamma í pólitík. Ég man óljóst eftir því þegar það voru kosningar og tvær unglingsstelpur pössuðu okkur systkinin. Þá vorum við tvö en mamma átti eftir að eignast tvö önnur börn á kjörtímabilinu. Ég man eftir að hafa verið á hliðarsvölunum í Egilsbúð og mamma var á sviðinu ásamt Smára Geirs og fleirum að syngja Öxar við ána. Ég man eftir því þegar mamma fór á fundi og við systkinin nýttum tækifærið, söfnuðum saman öllum sængum í íbúðinni, settum þær á gólfið við hjónarúmið og hoppuðum á rúminu, úr glugganum yfir í rúmið og börðumst um að hrinda hvort öðru á hrúguna af sængum. Það er ekki að því að spyrja að bæði brutum við hluti og meiddum okkur. Núna er ég í sömu stöðu og mamma, ég er með tvö börn, er í framboði og vonast eftir umboði til að vinna áfram fyrir samfélagið mitt. Ég þarf að útskýra fyrir bráðum 6 ára dóttur minni af hverju ég er svona lítið heima þessa dagana og best finnst mér að gera það með því að segja að ég sé að vona að fólk velji mig og vini mína til þess að fá að ákveða ýmsa hluti í sveitarfélaginu okkar, eins og hvað á að kosta í sund eða hvenær leikskólinn fer í sumarfrí. Við teljum upp alla kjarnanna í sveitarfélaginu svo hún viti að við erum stærri en bara Neskaupstaður. En ég viðurkenni að ég spyr mig stundum: hvað í fokkanum er ég að gera? Ég veit ekki hvernig þetta allt saman virkar. Stjórnsýsla er ótrúlega flókin og það er flókið að vita nákvæmlega hvernig hlutirnir eða innviðirnir virka, hvað er á höndum sveitarfélagsins og hvað liggur hjá ríkinu. Ég tel það þó ekki endilega slæman hlut að vita ekki nákvæmlega hvernig þetta allt virkar, og myndi ekki vilja þykjast hafa allt á hreinu. Við í pólitíkinni höfum á bakvið okkur úrval af kláru fagfólki á skrifstofu Fjarðabyggðar sem hefur starfað við stjórnsýslu í langan tíma. Kjörnir fulltrúar ákveða áherslur kerfisins en treysta á fagfólkið sem veitir ráðgjöf og sér til þess að farið sé eftir settum reglum við framkvæmd ákvarðana. Á síðustu fjórum árum, þó ég hafi „bara“ verið varabæjarfulltrúi og setið í fræðslunefnd, þá hef ég lært ótrúlega mikið. Ég veit til dæmis núna að það er ekki sveitarfélagsins að lofa nýjum Suðurfjarðarvegi þar sem gerð hans er á höndum ríkisins. Að mínu viti yrði það tómt loforð. Við getum hins vegar lofað að við munum gera allt í okkar valdi, svo sem að þrýsta á ríkið, svo farið verði fyrr í þær nauðsynlegu framkvæmdir. Öll sem starfa í stjórnmálum eiga það sameiginlegt að hafa einhvern tíma stigið sín fyrstu skref. Fólk fæðist auðvitað ekki með vitneskju um opinbera stjórnsýslu, en það fallega við lýðræðið er að hver sem er getur boðið sig fram til að starfa fyrir samfélagið sitt og rétt eins og í öllu öðru, þá öðlast fólk reynslu og þekkingu með tímanum. Ég á mikið ólært en ég held áfram að læra. Og ég held að ég geti lært mikið, mikið meira. Því þó ég viti ekki hvað í fokkanum ég er að gera þá veit ég að ég hef ákveðna sýn um það hvernig samfélag ég vil búa í og vil leita leiða til að gera þá sýn að veruleika. Ég vil búa í réttlátu samfélagi, samfélagi þar sem jöfnuður ríkir og þar sem öll hafa sömu tækifæri til þess að sækja þjónustu, stunda tómstundir og að eiga gott líf. Í mínum huga sýnir það nefnilega auðmýkt að segja opinskátt að ég viti ekki alveg hvernig stjórnsýslan virkar – en ég get lofað því að ég og vinir mínir í Fjarðalistanum erum öll af vilja gerð til þess að læra meira, skoða málin, hlusta á íbúa og vinna að því að gera samfélagið okkar enn betra. Höfundur skipar 4. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun