Hvað í fokkanum er ég að gera? Birta Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2022 19:00 Þegar ég var lítil var mamma í pólitík. Ég man óljóst eftir því þegar það voru kosningar og tvær unglingsstelpur pössuðu okkur systkinin. Þá vorum við tvö en mamma átti eftir að eignast tvö önnur börn á kjörtímabilinu. Ég man eftir að hafa verið á hliðarsvölunum í Egilsbúð og mamma var á sviðinu ásamt Smára Geirs og fleirum að syngja Öxar við ána. Ég man eftir því þegar mamma fór á fundi og við systkinin nýttum tækifærið, söfnuðum saman öllum sængum í íbúðinni, settum þær á gólfið við hjónarúmið og hoppuðum á rúminu, úr glugganum yfir í rúmið og börðumst um að hrinda hvort öðru á hrúguna af sængum. Það er ekki að því að spyrja að bæði brutum við hluti og meiddum okkur. Núna er ég í sömu stöðu og mamma, ég er með tvö börn, er í framboði og vonast eftir umboði til að vinna áfram fyrir samfélagið mitt. Ég þarf að útskýra fyrir bráðum 6 ára dóttur minni af hverju ég er svona lítið heima þessa dagana og best finnst mér að gera það með því að segja að ég sé að vona að fólk velji mig og vini mína til þess að fá að ákveða ýmsa hluti í sveitarfélaginu okkar, eins og hvað á að kosta í sund eða hvenær leikskólinn fer í sumarfrí. Við teljum upp alla kjarnanna í sveitarfélaginu svo hún viti að við erum stærri en bara Neskaupstaður. En ég viðurkenni að ég spyr mig stundum: hvað í fokkanum er ég að gera? Ég veit ekki hvernig þetta allt saman virkar. Stjórnsýsla er ótrúlega flókin og það er flókið að vita nákvæmlega hvernig hlutirnir eða innviðirnir virka, hvað er á höndum sveitarfélagsins og hvað liggur hjá ríkinu. Ég tel það þó ekki endilega slæman hlut að vita ekki nákvæmlega hvernig þetta allt virkar, og myndi ekki vilja þykjast hafa allt á hreinu. Við í pólitíkinni höfum á bakvið okkur úrval af kláru fagfólki á skrifstofu Fjarðabyggðar sem hefur starfað við stjórnsýslu í langan tíma. Kjörnir fulltrúar ákveða áherslur kerfisins en treysta á fagfólkið sem veitir ráðgjöf og sér til þess að farið sé eftir settum reglum við framkvæmd ákvarðana. Á síðustu fjórum árum, þó ég hafi „bara“ verið varabæjarfulltrúi og setið í fræðslunefnd, þá hef ég lært ótrúlega mikið. Ég veit til dæmis núna að það er ekki sveitarfélagsins að lofa nýjum Suðurfjarðarvegi þar sem gerð hans er á höndum ríkisins. Að mínu viti yrði það tómt loforð. Við getum hins vegar lofað að við munum gera allt í okkar valdi, svo sem að þrýsta á ríkið, svo farið verði fyrr í þær nauðsynlegu framkvæmdir. Öll sem starfa í stjórnmálum eiga það sameiginlegt að hafa einhvern tíma stigið sín fyrstu skref. Fólk fæðist auðvitað ekki með vitneskju um opinbera stjórnsýslu, en það fallega við lýðræðið er að hver sem er getur boðið sig fram til að starfa fyrir samfélagið sitt og rétt eins og í öllu öðru, þá öðlast fólk reynslu og þekkingu með tímanum. Ég á mikið ólært en ég held áfram að læra. Og ég held að ég geti lært mikið, mikið meira. Því þó ég viti ekki hvað í fokkanum ég er að gera þá veit ég að ég hef ákveðna sýn um það hvernig samfélag ég vil búa í og vil leita leiða til að gera þá sýn að veruleika. Ég vil búa í réttlátu samfélagi, samfélagi þar sem jöfnuður ríkir og þar sem öll hafa sömu tækifæri til þess að sækja þjónustu, stunda tómstundir og að eiga gott líf. Í mínum huga sýnir það nefnilega auðmýkt að segja opinskátt að ég viti ekki alveg hvernig stjórnsýslan virkar – en ég get lofað því að ég og vinir mínir í Fjarðalistanum erum öll af vilja gerð til þess að læra meira, skoða málin, hlusta á íbúa og vinna að því að gera samfélagið okkar enn betra. Höfundur skipar 4. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var lítil var mamma í pólitík. Ég man óljóst eftir því þegar það voru kosningar og tvær unglingsstelpur pössuðu okkur systkinin. Þá vorum við tvö en mamma átti eftir að eignast tvö önnur börn á kjörtímabilinu. Ég man eftir að hafa verið á hliðarsvölunum í Egilsbúð og mamma var á sviðinu ásamt Smára Geirs og fleirum að syngja Öxar við ána. Ég man eftir því þegar mamma fór á fundi og við systkinin nýttum tækifærið, söfnuðum saman öllum sængum í íbúðinni, settum þær á gólfið við hjónarúmið og hoppuðum á rúminu, úr glugganum yfir í rúmið og börðumst um að hrinda hvort öðru á hrúguna af sængum. Það er ekki að því að spyrja að bæði brutum við hluti og meiddum okkur. Núna er ég í sömu stöðu og mamma, ég er með tvö börn, er í framboði og vonast eftir umboði til að vinna áfram fyrir samfélagið mitt. Ég þarf að útskýra fyrir bráðum 6 ára dóttur minni af hverju ég er svona lítið heima þessa dagana og best finnst mér að gera það með því að segja að ég sé að vona að fólk velji mig og vini mína til þess að fá að ákveða ýmsa hluti í sveitarfélaginu okkar, eins og hvað á að kosta í sund eða hvenær leikskólinn fer í sumarfrí. Við teljum upp alla kjarnanna í sveitarfélaginu svo hún viti að við erum stærri en bara Neskaupstaður. En ég viðurkenni að ég spyr mig stundum: hvað í fokkanum er ég að gera? Ég veit ekki hvernig þetta allt saman virkar. Stjórnsýsla er ótrúlega flókin og það er flókið að vita nákvæmlega hvernig hlutirnir eða innviðirnir virka, hvað er á höndum sveitarfélagsins og hvað liggur hjá ríkinu. Ég tel það þó ekki endilega slæman hlut að vita ekki nákvæmlega hvernig þetta allt virkar, og myndi ekki vilja þykjast hafa allt á hreinu. Við í pólitíkinni höfum á bakvið okkur úrval af kláru fagfólki á skrifstofu Fjarðabyggðar sem hefur starfað við stjórnsýslu í langan tíma. Kjörnir fulltrúar ákveða áherslur kerfisins en treysta á fagfólkið sem veitir ráðgjöf og sér til þess að farið sé eftir settum reglum við framkvæmd ákvarðana. Á síðustu fjórum árum, þó ég hafi „bara“ verið varabæjarfulltrúi og setið í fræðslunefnd, þá hef ég lært ótrúlega mikið. Ég veit til dæmis núna að það er ekki sveitarfélagsins að lofa nýjum Suðurfjarðarvegi þar sem gerð hans er á höndum ríkisins. Að mínu viti yrði það tómt loforð. Við getum hins vegar lofað að við munum gera allt í okkar valdi, svo sem að þrýsta á ríkið, svo farið verði fyrr í þær nauðsynlegu framkvæmdir. Öll sem starfa í stjórnmálum eiga það sameiginlegt að hafa einhvern tíma stigið sín fyrstu skref. Fólk fæðist auðvitað ekki með vitneskju um opinbera stjórnsýslu, en það fallega við lýðræðið er að hver sem er getur boðið sig fram til að starfa fyrir samfélagið sitt og rétt eins og í öllu öðru, þá öðlast fólk reynslu og þekkingu með tímanum. Ég á mikið ólært en ég held áfram að læra. Og ég held að ég geti lært mikið, mikið meira. Því þó ég viti ekki hvað í fokkanum ég er að gera þá veit ég að ég hef ákveðna sýn um það hvernig samfélag ég vil búa í og vil leita leiða til að gera þá sýn að veruleika. Ég vil búa í réttlátu samfélagi, samfélagi þar sem jöfnuður ríkir og þar sem öll hafa sömu tækifæri til þess að sækja þjónustu, stunda tómstundir og að eiga gott líf. Í mínum huga sýnir það nefnilega auðmýkt að segja opinskátt að ég viti ekki alveg hvernig stjórnsýslan virkar – en ég get lofað því að ég og vinir mínir í Fjarðalistanum erum öll af vilja gerð til þess að læra meira, skoða málin, hlusta á íbúa og vinna að því að gera samfélagið okkar enn betra. Höfundur skipar 4. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun