Hversu löng eru fjögur ár? Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 11. maí 2022 13:46 Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á fjögurra ára fresti. Líf fólks getur gjörbreyst á þeim tíma, aðstæður þess og kröfur orðið aðrar og fyrir vikið getur fólk þurft að reiða sig á annars konar þjónustu en þegar það gekk síðast að kjörborðinu í sveitarstjórnarkosningum. Ef að vika er langur tími í pólitík, hversu löng eru þá fjögur ár í lífi bæjarbúa? Við Píratar störfum eftir skýrri grunnstefnu. Þar segir meðal annars að öll eigi að hafa rétt á aðkomu að ákvarðanatöku um málefni sem varða þau sjálf. Okkur finnst þetta ekkert sérstaklega flókið. Ef stjórnmálafólk er að taka ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf fólks þá á fólk að geta haft bein áhrif á þær ákvarðanir. Þetta teljum við vera sérstaklega mikilvægt í sveitarfélögum, enda veita sveitarfélögin margvíslega þjónustu sem stendur íbúum nærri. Ákvarðanir bæjarstjórnar geta haft margvísleg áhrif á líf bæjarbúa og ekkert nema eðlilegt að bæjarbúar fái að hafa áhrif á þær. Í þessu samhengi erum ekki aðeins að tala um að leyfa fólki að ákveða hvar setja eigi upp næsta ærslabelg eða róluvöll. Bæjarbúum er nefnilega fyllilega treystandi til að hafa áhrif á mikilvægari mál, með fullri virðingu fyrir ærslabelgjum. Íbúar eru fullkomlega færir um að setja mark sitt á skóla-, velferðar- og skipulagsmál, sem og forgangsröðun viðhaldsverkefna og framkvæmda í hverfunum svo eitthvað sé nefnt. Það er því óneitanlega dapurlegt að í Kópavogsbæ, næststærsta sveitarfélagi landsins með um 39 þúsund íbúa, skulu ekki vera starfrækt íbúaráð á vegum stjórnsýslunnar. Píratar í Kópavogi vilja bæta úr því. Við viljum auka samráð við bæjarbúa. Við viljum efla bæði lýðræðislega þátttöku íbúa sem og lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar og koma á fót íbúaráðum í hverju hverfi fyrir sig. Þannig væri hægt að tryggja samráð við Kópavogsbúa á öllum stigum, valdefla íbúa og gefa okkur öllum þá tilfinningu að við skiptum einhverju máli í bænum okkar. Fyrir utan það auðvitað að stjórnmálafólk veit ekkert alltaf best og því er mikilvægt að bæjarbúar geti veitt almenninlegt aðhald, oftar en á fjögurra ára fresti. Stefna bæjarstjórnar er skýr: „Kópavogur er samfélag sem byggir á lýðræðislegum ákvörðunum þar sem íbúarnir hafa áhrif á eigin mál.“ Þetta er því bara spurning um að framkvæma. Það ætlum við Píratar að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á fjögurra ára fresti. Líf fólks getur gjörbreyst á þeim tíma, aðstæður þess og kröfur orðið aðrar og fyrir vikið getur fólk þurft að reiða sig á annars konar þjónustu en þegar það gekk síðast að kjörborðinu í sveitarstjórnarkosningum. Ef að vika er langur tími í pólitík, hversu löng eru þá fjögur ár í lífi bæjarbúa? Við Píratar störfum eftir skýrri grunnstefnu. Þar segir meðal annars að öll eigi að hafa rétt á aðkomu að ákvarðanatöku um málefni sem varða þau sjálf. Okkur finnst þetta ekkert sérstaklega flókið. Ef stjórnmálafólk er að taka ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf fólks þá á fólk að geta haft bein áhrif á þær ákvarðanir. Þetta teljum við vera sérstaklega mikilvægt í sveitarfélögum, enda veita sveitarfélögin margvíslega þjónustu sem stendur íbúum nærri. Ákvarðanir bæjarstjórnar geta haft margvísleg áhrif á líf bæjarbúa og ekkert nema eðlilegt að bæjarbúar fái að hafa áhrif á þær. Í þessu samhengi erum ekki aðeins að tala um að leyfa fólki að ákveða hvar setja eigi upp næsta ærslabelg eða róluvöll. Bæjarbúum er nefnilega fyllilega treystandi til að hafa áhrif á mikilvægari mál, með fullri virðingu fyrir ærslabelgjum. Íbúar eru fullkomlega færir um að setja mark sitt á skóla-, velferðar- og skipulagsmál, sem og forgangsröðun viðhaldsverkefna og framkvæmda í hverfunum svo eitthvað sé nefnt. Það er því óneitanlega dapurlegt að í Kópavogsbæ, næststærsta sveitarfélagi landsins með um 39 þúsund íbúa, skulu ekki vera starfrækt íbúaráð á vegum stjórnsýslunnar. Píratar í Kópavogi vilja bæta úr því. Við viljum auka samráð við bæjarbúa. Við viljum efla bæði lýðræðislega þátttöku íbúa sem og lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar og koma á fót íbúaráðum í hverju hverfi fyrir sig. Þannig væri hægt að tryggja samráð við Kópavogsbúa á öllum stigum, valdefla íbúa og gefa okkur öllum þá tilfinningu að við skiptum einhverju máli í bænum okkar. Fyrir utan það auðvitað að stjórnmálafólk veit ekkert alltaf best og því er mikilvægt að bæjarbúar geti veitt almenninlegt aðhald, oftar en á fjögurra ára fresti. Stefna bæjarstjórnar er skýr: „Kópavogur er samfélag sem byggir á lýðræðislegum ákvörðunum þar sem íbúarnir hafa áhrif á eigin mál.“ Þetta er því bara spurning um að framkvæma. Það ætlum við Píratar að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun