Úkraínuforseti ávarpar Alþingi Eyjólfur Ármannsson skrifar 10. maí 2022 12:01 Ávarp Volodímírs Selenskís, forseta Úkraínu, til alþingismanna og íslensku þjóðarinnar í gegnum fjarfundabúnað sl. föstudag við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis var sögulegt. Þetta var í fyrsta skipti sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis og markar tímamót. Úkraínska þjóðin heyr nú ein varnarstríð til að verja fósturjörð sína, sjálfstæði, frelsi og mannréttindi og þjóðerni sitt. Það er stríð í Evrópu. Innrásin í Úkraínu ógnar friði í heiminum en engin vissa er því fyrir að átökin takmarkist við Úkraínu. Innrásin er ógn við það alþjóðakerfi sem verið hefur við lýði allan lýðveldistímann, eða frá lokum síðari heimsstyrjaldar og byggir á virðingu fyrir alþjóðalögum. Ræða Selenskís Úkraínuforseta er áhrifamikil og mikilvæg. Allir eru hvattir til að lesa ræðuna, en hana má finna á vef Alþingis. Úkraínuforseti bendir okkur á að fleiri en 500.000 Úkraínumenn hafi nú verið sviptir skilríkjum sínum og fluttir á brott til Rússlands með valdi. Forsetinn segir m.a. í ræðu sinni eftirfarandi: Baráttan nú snýst um frelsið, þetta land sem við eigum með réttu, og um menningu okkar, en hún birtir þjóðareðli okkar og greinir okkur frá nágrönnum okkar, og hún varðveitir þráðinn sem liggur milli okkar, barnanna okkar og þeirra kynslóða sem á undan komu. Í upphafi ræðu sinnar minnir Úkraníuforseti okkur á að Úkraína og Ísland tengist sterkum böndum, að við höfum þekkst vel í meira en þúsund ár og að forfeður okkar hafi átt auðvelt með öll sín samskipti. Þessi sterku bönd minna okkur á siglingar norrænna manna á miðöldum til austurs, upp fljótin sem renna í Eystrasalt og niður þau til Svartahafs. Umfjöllun okkar um norræna miðaldaheiminn takmarkast um of við hinn vestnorræna heim sem Ísland var hluti af. Það takmarkar skilning okkar á mikilvægi víkingatímans og íslenskrar sagnaritunar. Fornsagan Eymundar þáttur Hringssonar minnir á tengsl Norðurlanda og Úkraínu. Sagan gerist í Garðaríki (Úkraínu) og segir frá Íslendingum og öðrum norrænum mönnum þar. Garðaríki var upphaflega stofnað af Svíum og norrænir menn og afkomendur fóru þar lengi með völd. Kænugarður (Kyiv) er við Dnépr-fljót á verslunarleiðinni á milli Skandinavíu og Miklagarðs (núverandi Istanbúl). Norðmenn hafa ætíð horft út á Atlantshafið en Svíar til austurs. Svíþjóð og Finnland ræða nú inngöngu í NATO vegna innrásar Pútíns. Eystrasaltsríkin eru í NATO. Við Íslendingar hljótum að styðja einhuga skjóta inngöngu þessara norrænu vinaþjóða okkar í NATO, kjósi þær að tryggja öryggi sitt með inngöngu. Með henni skapast forsendur til náinnar varnarsamvinnu Norðurlanda innan NATO. Innrásin í Úkraínu sýnir mikilvægi aðildar Íslands að NATO og Varnarsamningi okkar við Bandaríkin, sem eru grunnstoðir öryggis- og varnarmála okkar. Úkraína er ekki aðildarríki NATO en Íslandi á að standa þétt með vestrænum þjóðum í stuðningsaðgerðum sínum með hinni hugrökku úkraínsku þjóð á örlagatímum í sögu sinni. Við eigum að taka vel á móti Úkraínumönnum sem hingað leita og veita aðstoð flóttamönnum sem streyma frá Úkraínu til Póllands og annarra ríkja Evrópu. Það gerum við með að bjóða sérfræðiaðstoð og senda fjármagn til alþjóðastofnana og samtaka sem sinna móttöku flóttamanna. Ræða Selenskís, forseta Úkraínu, minnir okkur á mikilvægi þess að Ísland sýni samstöðu með úkraínsku þjóðinni í þessu gríðarlega mikilvæga máli sem varðar grundvöll lýðræðis, mannréttinda og sjálfstæðis þjóða. Það var vel við hæfi að hún var fyrsta ræða erlends þjóðhöfðingja á Alþingi og er vonandi upphafið á nýrri hefð á Alþingi Íslendinga. Ræðan minnir á mikilvægi virkrar þátttöku okkur sem sjálfstæðrar herlausrar smáþjóðar í samstarfi lýðræðisþjóða. Með ræðu sinni í þingsal Alþingis færði Úkraínuforseti boðskap þjóðar sinnar sem berst fyrir tilvist sinni og frelsi. Það er boðskapur sem varðar okkur öll. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Innrás Rússa í Úkraínu Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ávarp Volodímírs Selenskís, forseta Úkraínu, til alþingismanna og íslensku þjóðarinnar í gegnum fjarfundabúnað sl. föstudag við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis var sögulegt. Þetta var í fyrsta skipti sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis og markar tímamót. Úkraínska þjóðin heyr nú ein varnarstríð til að verja fósturjörð sína, sjálfstæði, frelsi og mannréttindi og þjóðerni sitt. Það er stríð í Evrópu. Innrásin í Úkraínu ógnar friði í heiminum en engin vissa er því fyrir að átökin takmarkist við Úkraínu. Innrásin er ógn við það alþjóðakerfi sem verið hefur við lýði allan lýðveldistímann, eða frá lokum síðari heimsstyrjaldar og byggir á virðingu fyrir alþjóðalögum. Ræða Selenskís Úkraínuforseta er áhrifamikil og mikilvæg. Allir eru hvattir til að lesa ræðuna, en hana má finna á vef Alþingis. Úkraínuforseti bendir okkur á að fleiri en 500.000 Úkraínumenn hafi nú verið sviptir skilríkjum sínum og fluttir á brott til Rússlands með valdi. Forsetinn segir m.a. í ræðu sinni eftirfarandi: Baráttan nú snýst um frelsið, þetta land sem við eigum með réttu, og um menningu okkar, en hún birtir þjóðareðli okkar og greinir okkur frá nágrönnum okkar, og hún varðveitir þráðinn sem liggur milli okkar, barnanna okkar og þeirra kynslóða sem á undan komu. Í upphafi ræðu sinnar minnir Úkraníuforseti okkur á að Úkraína og Ísland tengist sterkum böndum, að við höfum þekkst vel í meira en þúsund ár og að forfeður okkar hafi átt auðvelt með öll sín samskipti. Þessi sterku bönd minna okkur á siglingar norrænna manna á miðöldum til austurs, upp fljótin sem renna í Eystrasalt og niður þau til Svartahafs. Umfjöllun okkar um norræna miðaldaheiminn takmarkast um of við hinn vestnorræna heim sem Ísland var hluti af. Það takmarkar skilning okkar á mikilvægi víkingatímans og íslenskrar sagnaritunar. Fornsagan Eymundar þáttur Hringssonar minnir á tengsl Norðurlanda og Úkraínu. Sagan gerist í Garðaríki (Úkraínu) og segir frá Íslendingum og öðrum norrænum mönnum þar. Garðaríki var upphaflega stofnað af Svíum og norrænir menn og afkomendur fóru þar lengi með völd. Kænugarður (Kyiv) er við Dnépr-fljót á verslunarleiðinni á milli Skandinavíu og Miklagarðs (núverandi Istanbúl). Norðmenn hafa ætíð horft út á Atlantshafið en Svíar til austurs. Svíþjóð og Finnland ræða nú inngöngu í NATO vegna innrásar Pútíns. Eystrasaltsríkin eru í NATO. Við Íslendingar hljótum að styðja einhuga skjóta inngöngu þessara norrænu vinaþjóða okkar í NATO, kjósi þær að tryggja öryggi sitt með inngöngu. Með henni skapast forsendur til náinnar varnarsamvinnu Norðurlanda innan NATO. Innrásin í Úkraínu sýnir mikilvægi aðildar Íslands að NATO og Varnarsamningi okkar við Bandaríkin, sem eru grunnstoðir öryggis- og varnarmála okkar. Úkraína er ekki aðildarríki NATO en Íslandi á að standa þétt með vestrænum þjóðum í stuðningsaðgerðum sínum með hinni hugrökku úkraínsku þjóð á örlagatímum í sögu sinni. Við eigum að taka vel á móti Úkraínumönnum sem hingað leita og veita aðstoð flóttamönnum sem streyma frá Úkraínu til Póllands og annarra ríkja Evrópu. Það gerum við með að bjóða sérfræðiaðstoð og senda fjármagn til alþjóðastofnana og samtaka sem sinna móttöku flóttamanna. Ræða Selenskís, forseta Úkraínu, minnir okkur á mikilvægi þess að Ísland sýni samstöðu með úkraínsku þjóðinni í þessu gríðarlega mikilvæga máli sem varðar grundvöll lýðræðis, mannréttinda og sjálfstæðis þjóða. Það var vel við hæfi að hún var fyrsta ræða erlends þjóðhöfðingja á Alþingi og er vonandi upphafið á nýrri hefð á Alþingi Íslendinga. Ræðan minnir á mikilvægi virkrar þátttöku okkur sem sjálfstæðrar herlausrar smáþjóðar í samstarfi lýðræðisþjóða. Með ræðu sinni í þingsal Alþingis færði Úkraínuforseti boðskap þjóðar sinnar sem berst fyrir tilvist sinni og frelsi. Það er boðskapur sem varðar okkur öll. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar