Er Reykjavík græn borg? Ómar Már Jónsson skrifar 9. maí 2022 09:01 Það er eðlilegt að menn spyrji sig að þessu nú þegar miklar samfélagsbreytingar eru að eiga sér stað í umhverfismálum. Það hefur aldrei verið eins mikilvægt fyrir stjórnvöld, sveitarfélög, íbúa og fyrirtæki að taka þátt í og skilja þá þróun sem nú er að eiga sér stað. Ríkisstjórn Íslands hefur skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sett hefur verið fram aðgerðaáætlun sem helsta tæki stjórnvalda til að tryggja að Ísland nái markmiðum Parísarsamningsins til 2030 og markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040. Um er að ræða víðtækt og metnaðarfullt verkefni, því losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbinding varðar flestar atvinnugreinar, orkumál, byggingar, samgöngur, landnotkun, neyslu o.fl. Því til viðbótar ætla stjórnvöld að ganga enn lengra í átt að sjálfbærri framtíð. Reykjavíkurborg þarf að sýna fyrirhyggju og vera í farabroddi til að ná þeim markmiðum sem henni ber í umhverfismálum og einnig í átt að sjálfbærni, hvort sem það er fjárhagsleg- eða umhverfis sjálfbærni. Það þarf margt að breytast hjá borginni Það þarf að endurskoða allan rekstur hennar með umhverfismál og sjálfbærni að leiðarljósi. Jafnframt þarf að leggja mun meiri áherslu á umhverfisvænni húsabyggingar þar sem markmiðið á að vera að kolefnisspor hverrar húseiningar sé sem minnst í samanburði við það besta sem þekkist. Það eru til lausnir Til að ná markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum og í sjálfbærni þarf m.a. að stórefla skógrækt í borgarlandinu í samræmi við aðalskipulag. Tré meðfram umferðaræðum eru einnig mikilvæg til að vinna gegn svifryki. Jafnframt er það forgangsmál að hraða orkuskiptum í samgöngum með áherslu á bíla í eigu borgarsjóðs og að hafnir borgarinnar vinni að rafvæðingu. Styðja þarf mun betur við deilihagkerfi samgöngumáta sem er í mikilli þróun og mun minnka verulega kolefnislosun. Til að teljast sjálfbær borg, þarf átak í sorpmálum og stöðva urðun sorps. Vinna skal að því í samráði við stjórnvöld og sveitarfélög að koma upp hátækni sorpstöð sem tekur allan úrgang sem ekki er hægt að endurnýta eins og Miðflokkurinn hefur lengi talað fyrir. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að standa vörð um græn og opin svæði borgarinnar og fjölga göngustígum og brautum fyrir hjólreiðafólk. Við munum styðja kröftuglega við umhverfisvænni nýsköpun á öllum sviðum og skapa aukna hvata fyrir fyrirtæki í Reykjavík til að endurnýta aukaafurðir og hráefni sem falla til við rekstur þeirra. Þannig getur Reykjavík unnið að því að verða græn og sjálfbær borg. Setjum X við M og förum í alvöru átak í grænu lausnunum. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eðlilegt að menn spyrji sig að þessu nú þegar miklar samfélagsbreytingar eru að eiga sér stað í umhverfismálum. Það hefur aldrei verið eins mikilvægt fyrir stjórnvöld, sveitarfélög, íbúa og fyrirtæki að taka þátt í og skilja þá þróun sem nú er að eiga sér stað. Ríkisstjórn Íslands hefur skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sett hefur verið fram aðgerðaáætlun sem helsta tæki stjórnvalda til að tryggja að Ísland nái markmiðum Parísarsamningsins til 2030 og markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040. Um er að ræða víðtækt og metnaðarfullt verkefni, því losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbinding varðar flestar atvinnugreinar, orkumál, byggingar, samgöngur, landnotkun, neyslu o.fl. Því til viðbótar ætla stjórnvöld að ganga enn lengra í átt að sjálfbærri framtíð. Reykjavíkurborg þarf að sýna fyrirhyggju og vera í farabroddi til að ná þeim markmiðum sem henni ber í umhverfismálum og einnig í átt að sjálfbærni, hvort sem það er fjárhagsleg- eða umhverfis sjálfbærni. Það þarf margt að breytast hjá borginni Það þarf að endurskoða allan rekstur hennar með umhverfismál og sjálfbærni að leiðarljósi. Jafnframt þarf að leggja mun meiri áherslu á umhverfisvænni húsabyggingar þar sem markmiðið á að vera að kolefnisspor hverrar húseiningar sé sem minnst í samanburði við það besta sem þekkist. Það eru til lausnir Til að ná markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum og í sjálfbærni þarf m.a. að stórefla skógrækt í borgarlandinu í samræmi við aðalskipulag. Tré meðfram umferðaræðum eru einnig mikilvæg til að vinna gegn svifryki. Jafnframt er það forgangsmál að hraða orkuskiptum í samgöngum með áherslu á bíla í eigu borgarsjóðs og að hafnir borgarinnar vinni að rafvæðingu. Styðja þarf mun betur við deilihagkerfi samgöngumáta sem er í mikilli þróun og mun minnka verulega kolefnislosun. Til að teljast sjálfbær borg, þarf átak í sorpmálum og stöðva urðun sorps. Vinna skal að því í samráði við stjórnvöld og sveitarfélög að koma upp hátækni sorpstöð sem tekur allan úrgang sem ekki er hægt að endurnýta eins og Miðflokkurinn hefur lengi talað fyrir. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að standa vörð um græn og opin svæði borgarinnar og fjölga göngustígum og brautum fyrir hjólreiðafólk. Við munum styðja kröftuglega við umhverfisvænni nýsköpun á öllum sviðum og skapa aukna hvata fyrir fyrirtæki í Reykjavík til að endurnýta aukaafurðir og hráefni sem falla til við rekstur þeirra. Þannig getur Reykjavík unnið að því að verða græn og sjálfbær borg. Setjum X við M og förum í alvöru átak í grænu lausnunum. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri.
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar