Er Reykjavík græn borg? Ómar Már Jónsson skrifar 9. maí 2022 09:01 Það er eðlilegt að menn spyrji sig að þessu nú þegar miklar samfélagsbreytingar eru að eiga sér stað í umhverfismálum. Það hefur aldrei verið eins mikilvægt fyrir stjórnvöld, sveitarfélög, íbúa og fyrirtæki að taka þátt í og skilja þá þróun sem nú er að eiga sér stað. Ríkisstjórn Íslands hefur skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sett hefur verið fram aðgerðaáætlun sem helsta tæki stjórnvalda til að tryggja að Ísland nái markmiðum Parísarsamningsins til 2030 og markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040. Um er að ræða víðtækt og metnaðarfullt verkefni, því losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbinding varðar flestar atvinnugreinar, orkumál, byggingar, samgöngur, landnotkun, neyslu o.fl. Því til viðbótar ætla stjórnvöld að ganga enn lengra í átt að sjálfbærri framtíð. Reykjavíkurborg þarf að sýna fyrirhyggju og vera í farabroddi til að ná þeim markmiðum sem henni ber í umhverfismálum og einnig í átt að sjálfbærni, hvort sem það er fjárhagsleg- eða umhverfis sjálfbærni. Það þarf margt að breytast hjá borginni Það þarf að endurskoða allan rekstur hennar með umhverfismál og sjálfbærni að leiðarljósi. Jafnframt þarf að leggja mun meiri áherslu á umhverfisvænni húsabyggingar þar sem markmiðið á að vera að kolefnisspor hverrar húseiningar sé sem minnst í samanburði við það besta sem þekkist. Það eru til lausnir Til að ná markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum og í sjálfbærni þarf m.a. að stórefla skógrækt í borgarlandinu í samræmi við aðalskipulag. Tré meðfram umferðaræðum eru einnig mikilvæg til að vinna gegn svifryki. Jafnframt er það forgangsmál að hraða orkuskiptum í samgöngum með áherslu á bíla í eigu borgarsjóðs og að hafnir borgarinnar vinni að rafvæðingu. Styðja þarf mun betur við deilihagkerfi samgöngumáta sem er í mikilli þróun og mun minnka verulega kolefnislosun. Til að teljast sjálfbær borg, þarf átak í sorpmálum og stöðva urðun sorps. Vinna skal að því í samráði við stjórnvöld og sveitarfélög að koma upp hátækni sorpstöð sem tekur allan úrgang sem ekki er hægt að endurnýta eins og Miðflokkurinn hefur lengi talað fyrir. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að standa vörð um græn og opin svæði borgarinnar og fjölga göngustígum og brautum fyrir hjólreiðafólk. Við munum styðja kröftuglega við umhverfisvænni nýsköpun á öllum sviðum og skapa aukna hvata fyrir fyrirtæki í Reykjavík til að endurnýta aukaafurðir og hráefni sem falla til við rekstur þeirra. Þannig getur Reykjavík unnið að því að verða græn og sjálfbær borg. Setjum X við M og förum í alvöru átak í grænu lausnunum. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eðlilegt að menn spyrji sig að þessu nú þegar miklar samfélagsbreytingar eru að eiga sér stað í umhverfismálum. Það hefur aldrei verið eins mikilvægt fyrir stjórnvöld, sveitarfélög, íbúa og fyrirtæki að taka þátt í og skilja þá þróun sem nú er að eiga sér stað. Ríkisstjórn Íslands hefur skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sett hefur verið fram aðgerðaáætlun sem helsta tæki stjórnvalda til að tryggja að Ísland nái markmiðum Parísarsamningsins til 2030 og markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040. Um er að ræða víðtækt og metnaðarfullt verkefni, því losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbinding varðar flestar atvinnugreinar, orkumál, byggingar, samgöngur, landnotkun, neyslu o.fl. Því til viðbótar ætla stjórnvöld að ganga enn lengra í átt að sjálfbærri framtíð. Reykjavíkurborg þarf að sýna fyrirhyggju og vera í farabroddi til að ná þeim markmiðum sem henni ber í umhverfismálum og einnig í átt að sjálfbærni, hvort sem það er fjárhagsleg- eða umhverfis sjálfbærni. Það þarf margt að breytast hjá borginni Það þarf að endurskoða allan rekstur hennar með umhverfismál og sjálfbærni að leiðarljósi. Jafnframt þarf að leggja mun meiri áherslu á umhverfisvænni húsabyggingar þar sem markmiðið á að vera að kolefnisspor hverrar húseiningar sé sem minnst í samanburði við það besta sem þekkist. Það eru til lausnir Til að ná markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum og í sjálfbærni þarf m.a. að stórefla skógrækt í borgarlandinu í samræmi við aðalskipulag. Tré meðfram umferðaræðum eru einnig mikilvæg til að vinna gegn svifryki. Jafnframt er það forgangsmál að hraða orkuskiptum í samgöngum með áherslu á bíla í eigu borgarsjóðs og að hafnir borgarinnar vinni að rafvæðingu. Styðja þarf mun betur við deilihagkerfi samgöngumáta sem er í mikilli þróun og mun minnka verulega kolefnislosun. Til að teljast sjálfbær borg, þarf átak í sorpmálum og stöðva urðun sorps. Vinna skal að því í samráði við stjórnvöld og sveitarfélög að koma upp hátækni sorpstöð sem tekur allan úrgang sem ekki er hægt að endurnýta eins og Miðflokkurinn hefur lengi talað fyrir. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að standa vörð um græn og opin svæði borgarinnar og fjölga göngustígum og brautum fyrir hjólreiðafólk. Við munum styðja kröftuglega við umhverfisvænni nýsköpun á öllum sviðum og skapa aukna hvata fyrir fyrirtæki í Reykjavík til að endurnýta aukaafurðir og hráefni sem falla til við rekstur þeirra. Þannig getur Reykjavík unnið að því að verða græn og sjálfbær borg. Setjum X við M og förum í alvöru átak í grænu lausnunum. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun