Tölvan sagði nei Björgvin Þór Þórhallsson skrifar 7. maí 2022 09:00 Allir vita af ástandinu í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu, ekki er ofsagt að þar sé mikil neyð. Hundruð manna eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þúsundir búa í ósamþykktu húsnæði, oft atvinnuhúsnæði, mikill fjöldi manns hefur ekki mögulega á að kaupa sér íbúð þar sem hann stenst ekki greiðslumat lánastofnanna og loks er leigumarkaðurinn stjórnlaus óhemja þar sem frumskógarlögmál og okur ríkja. Þetta er vont að svo mörgu leyti, margir eru sífellt á hrakhólum eða hrekjast á milli íbúða, ungt fólk getur ekki flutt að heiman og svo eru þeir sem eru hreinlega á götunni. Þetta er skelfilegt ástand og veldur öryggisleysi og vanlíðan, fólk missir smátt og smátt heilsuna og þetta eru óviðunandi uppeldisaðstæður fyrir börn og unglinga. Þetta er rangt, óréttlátt og óskynsamlegt. Og hvað er þá til ráða? Tillaga til lausnar Borgarfulltrúi Sósíalista lagði fram tillögu sem tekin var fyrir í borgarstjórn þann 3. maí, sl. Tillagan gengur út á að Félagsbústaðir, stofnun í eigu borgarinnar, byggi 3000 íbúðir, bæði fyrir félagslega kerfið eins og það er núna en líka fyrir aðra sem þurfa húsnæði en falla ekki undir ströng skilyrði Félagsbústaða. Skilyrðin yrðu sem sé víkkuð. Þá var lagt til að Félagsbústaðir (borgin) myndi byggja sjálf, þ.e. stofnaði byggingafélag sem héldi utan um þá starfsemi. Til að fjármagna þetta myndi stofnunin ganga á mjög ríflegt eigið fé sitt en það dugar og rúmlega það fyrir byggingu þessara þrjú þúsund íbúða. Förum aðeins yfir þetta: 1. Það er neyðarástand og lausnin er auðvitað að byggja fleiri íbúðir og hafa þær á viðráðanlegu verði eða leigu. 2. Borgin þarf að byggja sjálf, að mati Sósíalista, markaðurinn virkar ekki. Peningarnir eru til. Félagsbústaðir eiga þá og geta notað þá. 3. Reykjavíkurborg á lóðir og getur nýtt þær í þetta verkefni. Þær lóðir yrðu því ekki boðnar hæstbjóðanda og því missti borgin reyndar af heilmiklum tekjum þess vegna. 4. En á móti kæmi að nýju íbúðirnar yrðu miklu ódýrari en aðrar íbúðir hingað til vegna þess að a. lóðakaupin myndu ekki vera íþyngjandi liður og b. ekki þyrfti að borga byggingaverktökum eða fasteigna- og fjárfestingafélögum ofurhagnað. 5. Byggingarkostnaður 100 fm, 4ra herbergja íbúðar er tæplega 25 milljónir skv . byggingavísitölu byggingakostnaðar (þetta má sjá á vef Hagstofunnar). Byggingaverktakar og fasteignafélög eru að selja svona íbúðir í dag á allt að þrefalt hærra verði. Með því að borgin byggði sjálf, í gegnum Félagsbústaði, mætti bæði selja íbúðirnar á viðráðanlegu verði til almennings og leigja þær út fyrir mun lægri mánaðarleigu en tíðkast nú á almennum leigumarkaði, hjá stóru hagnaðardrifnu leigufélögunum og hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum eins og Bjargi og Félagsbústöðunum sjálfum. 6. Í dag eru Félagsbústaðir að kaupa íbúðir af verktökum á uppsprengdu verði og leigja svo út. Leigan þar er vissulega lægri en gengur og gerist en gæti verið enn lægri. Svona var tillagan sem sagt og hana má lesa hér (6. liður fundargerðarinnar): Borgarstjórn - 3.5.2022 | Reykjavik og umræður má sjá og heyra hér: Borgarstjórn í beinni | (reykjavik.is), byrjar á 4:45:36. Mótrök borgarstjóra Þetta fannst mér góð tillaga og ég er viss um að margir eru mér sammála. En hún var samt felld og það með miklum mun. Hvers vegna í ósköpunum var það? Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, reyndi að útskýra það en eftir að hafa hlustað á hann kviknuðu fleiri spurningar í kollinum á mér en hann svaraði. Í fyrsta lagi taldi hann að ekki væri ástæða til að breyta um aðferð þar sem mikið hefði verið unnið á biðlistunum undanfarin ár, þeir hefðu styst um helming hjá Félagsbústöðum og hvert metið á fætur öðru verið slegið í byggingu íbúða fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Það er gott, svo langt sem það nær en bæði er að fleiri eru í vanda heldur en einungis þeir sem sleppa í gegnum nálarauga Félagsbústaða, betur má ef duga skal hjá óhagnaðardrifnu leigufélögunum (og þar mætti leigan líka vera lægri) og svo er fjöldi manns sem er í miklum vanda, fólk sem ekki fær greiðslumat en þarf að greiða mánaðarleigu sem er mun hærri en greiðslumatið. Þarna á og getur borgin stigið inní af myndarskap og beitt sínu afli. Sú aðferð að láta verktakana um þetta og kaupa svo af þeim nokkrar íbúðir (alltof dýrt) í hverjum stigagangi, dugar ekki til. Það þarf meira. Í annan stað nefndi Dagur þá stefnu að dreifa félagslegum íbúðum um stigagangana og hverfin, til þess að forðast félagslega einsleitni, þ.e. að fátæka fólkið safnaðist saman á einn stað (af hverju er annars betra að dreifa fátæka fólkinu?). Þetta er góð hugsun að sumu leyti og á rétt á sér. En á sú stefna að vilja ekki hafa fátæklingana alla á einum stað, að koma í veg fyrir að við byggjum nógu margar íbúðir? Hvaða meinloka er það eiginlega? Ef þetta á að vera jafnaðarstefna þá er það jafnaðarstefna andskotans. Að lokum sagði Dagur að ekki væri ástæða til að borgin byggði sjálf, ekki væri ástæða til að hætta þeirri aðferð að semja við verktakana og kaupa svo af þeim íbúðir. Ekki væri ástæða til. Tölvan segir nei En hvers vegna er ekki ástæða til? Dagur nefndi engin sérstök rök fyrir því og því minnti þetta mig á atriði úr frægum grínþáttum. Maður kemur til afgreiðslukonu og biður um einhverja tiltekna þjónustu. Afgreiðslukonan lítur á tölvuskjáinn, slær nokkur slög á lyklaborðið og lítur svo aftur á manninn: “Computer say no.” Og svarar þannig öllum frekari fyrirspurnum. Engin rök, engin skýring, bara: tölvan segir nei. Mig langar að vita ástæðuna. Höfundur er í framboði fyrir Sósíalistaflokk Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum (að vísu mjög neðarlega á lista). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Sjá meira
Allir vita af ástandinu í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu, ekki er ofsagt að þar sé mikil neyð. Hundruð manna eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þúsundir búa í ósamþykktu húsnæði, oft atvinnuhúsnæði, mikill fjöldi manns hefur ekki mögulega á að kaupa sér íbúð þar sem hann stenst ekki greiðslumat lánastofnanna og loks er leigumarkaðurinn stjórnlaus óhemja þar sem frumskógarlögmál og okur ríkja. Þetta er vont að svo mörgu leyti, margir eru sífellt á hrakhólum eða hrekjast á milli íbúða, ungt fólk getur ekki flutt að heiman og svo eru þeir sem eru hreinlega á götunni. Þetta er skelfilegt ástand og veldur öryggisleysi og vanlíðan, fólk missir smátt og smátt heilsuna og þetta eru óviðunandi uppeldisaðstæður fyrir börn og unglinga. Þetta er rangt, óréttlátt og óskynsamlegt. Og hvað er þá til ráða? Tillaga til lausnar Borgarfulltrúi Sósíalista lagði fram tillögu sem tekin var fyrir í borgarstjórn þann 3. maí, sl. Tillagan gengur út á að Félagsbústaðir, stofnun í eigu borgarinnar, byggi 3000 íbúðir, bæði fyrir félagslega kerfið eins og það er núna en líka fyrir aðra sem þurfa húsnæði en falla ekki undir ströng skilyrði Félagsbústaða. Skilyrðin yrðu sem sé víkkuð. Þá var lagt til að Félagsbústaðir (borgin) myndi byggja sjálf, þ.e. stofnaði byggingafélag sem héldi utan um þá starfsemi. Til að fjármagna þetta myndi stofnunin ganga á mjög ríflegt eigið fé sitt en það dugar og rúmlega það fyrir byggingu þessara þrjú þúsund íbúða. Förum aðeins yfir þetta: 1. Það er neyðarástand og lausnin er auðvitað að byggja fleiri íbúðir og hafa þær á viðráðanlegu verði eða leigu. 2. Borgin þarf að byggja sjálf, að mati Sósíalista, markaðurinn virkar ekki. Peningarnir eru til. Félagsbústaðir eiga þá og geta notað þá. 3. Reykjavíkurborg á lóðir og getur nýtt þær í þetta verkefni. Þær lóðir yrðu því ekki boðnar hæstbjóðanda og því missti borgin reyndar af heilmiklum tekjum þess vegna. 4. En á móti kæmi að nýju íbúðirnar yrðu miklu ódýrari en aðrar íbúðir hingað til vegna þess að a. lóðakaupin myndu ekki vera íþyngjandi liður og b. ekki þyrfti að borga byggingaverktökum eða fasteigna- og fjárfestingafélögum ofurhagnað. 5. Byggingarkostnaður 100 fm, 4ra herbergja íbúðar er tæplega 25 milljónir skv . byggingavísitölu byggingakostnaðar (þetta má sjá á vef Hagstofunnar). Byggingaverktakar og fasteignafélög eru að selja svona íbúðir í dag á allt að þrefalt hærra verði. Með því að borgin byggði sjálf, í gegnum Félagsbústaði, mætti bæði selja íbúðirnar á viðráðanlegu verði til almennings og leigja þær út fyrir mun lægri mánaðarleigu en tíðkast nú á almennum leigumarkaði, hjá stóru hagnaðardrifnu leigufélögunum og hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum eins og Bjargi og Félagsbústöðunum sjálfum. 6. Í dag eru Félagsbústaðir að kaupa íbúðir af verktökum á uppsprengdu verði og leigja svo út. Leigan þar er vissulega lægri en gengur og gerist en gæti verið enn lægri. Svona var tillagan sem sagt og hana má lesa hér (6. liður fundargerðarinnar): Borgarstjórn - 3.5.2022 | Reykjavik og umræður má sjá og heyra hér: Borgarstjórn í beinni | (reykjavik.is), byrjar á 4:45:36. Mótrök borgarstjóra Þetta fannst mér góð tillaga og ég er viss um að margir eru mér sammála. En hún var samt felld og það með miklum mun. Hvers vegna í ósköpunum var það? Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, reyndi að útskýra það en eftir að hafa hlustað á hann kviknuðu fleiri spurningar í kollinum á mér en hann svaraði. Í fyrsta lagi taldi hann að ekki væri ástæða til að breyta um aðferð þar sem mikið hefði verið unnið á biðlistunum undanfarin ár, þeir hefðu styst um helming hjá Félagsbústöðum og hvert metið á fætur öðru verið slegið í byggingu íbúða fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Það er gott, svo langt sem það nær en bæði er að fleiri eru í vanda heldur en einungis þeir sem sleppa í gegnum nálarauga Félagsbústaða, betur má ef duga skal hjá óhagnaðardrifnu leigufélögunum (og þar mætti leigan líka vera lægri) og svo er fjöldi manns sem er í miklum vanda, fólk sem ekki fær greiðslumat en þarf að greiða mánaðarleigu sem er mun hærri en greiðslumatið. Þarna á og getur borgin stigið inní af myndarskap og beitt sínu afli. Sú aðferð að láta verktakana um þetta og kaupa svo af þeim nokkrar íbúðir (alltof dýrt) í hverjum stigagangi, dugar ekki til. Það þarf meira. Í annan stað nefndi Dagur þá stefnu að dreifa félagslegum íbúðum um stigagangana og hverfin, til þess að forðast félagslega einsleitni, þ.e. að fátæka fólkið safnaðist saman á einn stað (af hverju er annars betra að dreifa fátæka fólkinu?). Þetta er góð hugsun að sumu leyti og á rétt á sér. En á sú stefna að vilja ekki hafa fátæklingana alla á einum stað, að koma í veg fyrir að við byggjum nógu margar íbúðir? Hvaða meinloka er það eiginlega? Ef þetta á að vera jafnaðarstefna þá er það jafnaðarstefna andskotans. Að lokum sagði Dagur að ekki væri ástæða til að borgin byggði sjálf, ekki væri ástæða til að hætta þeirri aðferð að semja við verktakana og kaupa svo af þeim íbúðir. Ekki væri ástæða til. Tölvan segir nei En hvers vegna er ekki ástæða til? Dagur nefndi engin sérstök rök fyrir því og því minnti þetta mig á atriði úr frægum grínþáttum. Maður kemur til afgreiðslukonu og biður um einhverja tiltekna þjónustu. Afgreiðslukonan lítur á tölvuskjáinn, slær nokkur slög á lyklaborðið og lítur svo aftur á manninn: “Computer say no.” Og svarar þannig öllum frekari fyrirspurnum. Engin rök, engin skýring, bara: tölvan segir nei. Mig langar að vita ástæðuna. Höfundur er í framboði fyrir Sósíalistaflokk Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum (að vísu mjög neðarlega á lista).
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun