Tölvan sagði nei Björgvin Þór Þórhallsson skrifar 7. maí 2022 09:00 Allir vita af ástandinu í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu, ekki er ofsagt að þar sé mikil neyð. Hundruð manna eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þúsundir búa í ósamþykktu húsnæði, oft atvinnuhúsnæði, mikill fjöldi manns hefur ekki mögulega á að kaupa sér íbúð þar sem hann stenst ekki greiðslumat lánastofnanna og loks er leigumarkaðurinn stjórnlaus óhemja þar sem frumskógarlögmál og okur ríkja. Þetta er vont að svo mörgu leyti, margir eru sífellt á hrakhólum eða hrekjast á milli íbúða, ungt fólk getur ekki flutt að heiman og svo eru þeir sem eru hreinlega á götunni. Þetta er skelfilegt ástand og veldur öryggisleysi og vanlíðan, fólk missir smátt og smátt heilsuna og þetta eru óviðunandi uppeldisaðstæður fyrir börn og unglinga. Þetta er rangt, óréttlátt og óskynsamlegt. Og hvað er þá til ráða? Tillaga til lausnar Borgarfulltrúi Sósíalista lagði fram tillögu sem tekin var fyrir í borgarstjórn þann 3. maí, sl. Tillagan gengur út á að Félagsbústaðir, stofnun í eigu borgarinnar, byggi 3000 íbúðir, bæði fyrir félagslega kerfið eins og það er núna en líka fyrir aðra sem þurfa húsnæði en falla ekki undir ströng skilyrði Félagsbústaða. Skilyrðin yrðu sem sé víkkuð. Þá var lagt til að Félagsbústaðir (borgin) myndi byggja sjálf, þ.e. stofnaði byggingafélag sem héldi utan um þá starfsemi. Til að fjármagna þetta myndi stofnunin ganga á mjög ríflegt eigið fé sitt en það dugar og rúmlega það fyrir byggingu þessara þrjú þúsund íbúða. Förum aðeins yfir þetta: 1. Það er neyðarástand og lausnin er auðvitað að byggja fleiri íbúðir og hafa þær á viðráðanlegu verði eða leigu. 2. Borgin þarf að byggja sjálf, að mati Sósíalista, markaðurinn virkar ekki. Peningarnir eru til. Félagsbústaðir eiga þá og geta notað þá. 3. Reykjavíkurborg á lóðir og getur nýtt þær í þetta verkefni. Þær lóðir yrðu því ekki boðnar hæstbjóðanda og því missti borgin reyndar af heilmiklum tekjum þess vegna. 4. En á móti kæmi að nýju íbúðirnar yrðu miklu ódýrari en aðrar íbúðir hingað til vegna þess að a. lóðakaupin myndu ekki vera íþyngjandi liður og b. ekki þyrfti að borga byggingaverktökum eða fasteigna- og fjárfestingafélögum ofurhagnað. 5. Byggingarkostnaður 100 fm, 4ra herbergja íbúðar er tæplega 25 milljónir skv . byggingavísitölu byggingakostnaðar (þetta má sjá á vef Hagstofunnar). Byggingaverktakar og fasteignafélög eru að selja svona íbúðir í dag á allt að þrefalt hærra verði. Með því að borgin byggði sjálf, í gegnum Félagsbústaði, mætti bæði selja íbúðirnar á viðráðanlegu verði til almennings og leigja þær út fyrir mun lægri mánaðarleigu en tíðkast nú á almennum leigumarkaði, hjá stóru hagnaðardrifnu leigufélögunum og hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum eins og Bjargi og Félagsbústöðunum sjálfum. 6. Í dag eru Félagsbústaðir að kaupa íbúðir af verktökum á uppsprengdu verði og leigja svo út. Leigan þar er vissulega lægri en gengur og gerist en gæti verið enn lægri. Svona var tillagan sem sagt og hana má lesa hér (6. liður fundargerðarinnar): Borgarstjórn - 3.5.2022 | Reykjavik og umræður má sjá og heyra hér: Borgarstjórn í beinni | (reykjavik.is), byrjar á 4:45:36. Mótrök borgarstjóra Þetta fannst mér góð tillaga og ég er viss um að margir eru mér sammála. En hún var samt felld og það með miklum mun. Hvers vegna í ósköpunum var það? Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, reyndi að útskýra það en eftir að hafa hlustað á hann kviknuðu fleiri spurningar í kollinum á mér en hann svaraði. Í fyrsta lagi taldi hann að ekki væri ástæða til að breyta um aðferð þar sem mikið hefði verið unnið á biðlistunum undanfarin ár, þeir hefðu styst um helming hjá Félagsbústöðum og hvert metið á fætur öðru verið slegið í byggingu íbúða fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Það er gott, svo langt sem það nær en bæði er að fleiri eru í vanda heldur en einungis þeir sem sleppa í gegnum nálarauga Félagsbústaða, betur má ef duga skal hjá óhagnaðardrifnu leigufélögunum (og þar mætti leigan líka vera lægri) og svo er fjöldi manns sem er í miklum vanda, fólk sem ekki fær greiðslumat en þarf að greiða mánaðarleigu sem er mun hærri en greiðslumatið. Þarna á og getur borgin stigið inní af myndarskap og beitt sínu afli. Sú aðferð að láta verktakana um þetta og kaupa svo af þeim nokkrar íbúðir (alltof dýrt) í hverjum stigagangi, dugar ekki til. Það þarf meira. Í annan stað nefndi Dagur þá stefnu að dreifa félagslegum íbúðum um stigagangana og hverfin, til þess að forðast félagslega einsleitni, þ.e. að fátæka fólkið safnaðist saman á einn stað (af hverju er annars betra að dreifa fátæka fólkinu?). Þetta er góð hugsun að sumu leyti og á rétt á sér. En á sú stefna að vilja ekki hafa fátæklingana alla á einum stað, að koma í veg fyrir að við byggjum nógu margar íbúðir? Hvaða meinloka er það eiginlega? Ef þetta á að vera jafnaðarstefna þá er það jafnaðarstefna andskotans. Að lokum sagði Dagur að ekki væri ástæða til að borgin byggði sjálf, ekki væri ástæða til að hætta þeirri aðferð að semja við verktakana og kaupa svo af þeim íbúðir. Ekki væri ástæða til. Tölvan segir nei En hvers vegna er ekki ástæða til? Dagur nefndi engin sérstök rök fyrir því og því minnti þetta mig á atriði úr frægum grínþáttum. Maður kemur til afgreiðslukonu og biður um einhverja tiltekna þjónustu. Afgreiðslukonan lítur á tölvuskjáinn, slær nokkur slög á lyklaborðið og lítur svo aftur á manninn: “Computer say no.” Og svarar þannig öllum frekari fyrirspurnum. Engin rök, engin skýring, bara: tölvan segir nei. Mig langar að vita ástæðuna. Höfundur er í framboði fyrir Sósíalistaflokk Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum (að vísu mjög neðarlega á lista). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Allir vita af ástandinu í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu, ekki er ofsagt að þar sé mikil neyð. Hundruð manna eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þúsundir búa í ósamþykktu húsnæði, oft atvinnuhúsnæði, mikill fjöldi manns hefur ekki mögulega á að kaupa sér íbúð þar sem hann stenst ekki greiðslumat lánastofnanna og loks er leigumarkaðurinn stjórnlaus óhemja þar sem frumskógarlögmál og okur ríkja. Þetta er vont að svo mörgu leyti, margir eru sífellt á hrakhólum eða hrekjast á milli íbúða, ungt fólk getur ekki flutt að heiman og svo eru þeir sem eru hreinlega á götunni. Þetta er skelfilegt ástand og veldur öryggisleysi og vanlíðan, fólk missir smátt og smátt heilsuna og þetta eru óviðunandi uppeldisaðstæður fyrir börn og unglinga. Þetta er rangt, óréttlátt og óskynsamlegt. Og hvað er þá til ráða? Tillaga til lausnar Borgarfulltrúi Sósíalista lagði fram tillögu sem tekin var fyrir í borgarstjórn þann 3. maí, sl. Tillagan gengur út á að Félagsbústaðir, stofnun í eigu borgarinnar, byggi 3000 íbúðir, bæði fyrir félagslega kerfið eins og það er núna en líka fyrir aðra sem þurfa húsnæði en falla ekki undir ströng skilyrði Félagsbústaða. Skilyrðin yrðu sem sé víkkuð. Þá var lagt til að Félagsbústaðir (borgin) myndi byggja sjálf, þ.e. stofnaði byggingafélag sem héldi utan um þá starfsemi. Til að fjármagna þetta myndi stofnunin ganga á mjög ríflegt eigið fé sitt en það dugar og rúmlega það fyrir byggingu þessara þrjú þúsund íbúða. Förum aðeins yfir þetta: 1. Það er neyðarástand og lausnin er auðvitað að byggja fleiri íbúðir og hafa þær á viðráðanlegu verði eða leigu. 2. Borgin þarf að byggja sjálf, að mati Sósíalista, markaðurinn virkar ekki. Peningarnir eru til. Félagsbústaðir eiga þá og geta notað þá. 3. Reykjavíkurborg á lóðir og getur nýtt þær í þetta verkefni. Þær lóðir yrðu því ekki boðnar hæstbjóðanda og því missti borgin reyndar af heilmiklum tekjum þess vegna. 4. En á móti kæmi að nýju íbúðirnar yrðu miklu ódýrari en aðrar íbúðir hingað til vegna þess að a. lóðakaupin myndu ekki vera íþyngjandi liður og b. ekki þyrfti að borga byggingaverktökum eða fasteigna- og fjárfestingafélögum ofurhagnað. 5. Byggingarkostnaður 100 fm, 4ra herbergja íbúðar er tæplega 25 milljónir skv . byggingavísitölu byggingakostnaðar (þetta má sjá á vef Hagstofunnar). Byggingaverktakar og fasteignafélög eru að selja svona íbúðir í dag á allt að þrefalt hærra verði. Með því að borgin byggði sjálf, í gegnum Félagsbústaði, mætti bæði selja íbúðirnar á viðráðanlegu verði til almennings og leigja þær út fyrir mun lægri mánaðarleigu en tíðkast nú á almennum leigumarkaði, hjá stóru hagnaðardrifnu leigufélögunum og hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum eins og Bjargi og Félagsbústöðunum sjálfum. 6. Í dag eru Félagsbústaðir að kaupa íbúðir af verktökum á uppsprengdu verði og leigja svo út. Leigan þar er vissulega lægri en gengur og gerist en gæti verið enn lægri. Svona var tillagan sem sagt og hana má lesa hér (6. liður fundargerðarinnar): Borgarstjórn - 3.5.2022 | Reykjavik og umræður má sjá og heyra hér: Borgarstjórn í beinni | (reykjavik.is), byrjar á 4:45:36. Mótrök borgarstjóra Þetta fannst mér góð tillaga og ég er viss um að margir eru mér sammála. En hún var samt felld og það með miklum mun. Hvers vegna í ósköpunum var það? Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, reyndi að útskýra það en eftir að hafa hlustað á hann kviknuðu fleiri spurningar í kollinum á mér en hann svaraði. Í fyrsta lagi taldi hann að ekki væri ástæða til að breyta um aðferð þar sem mikið hefði verið unnið á biðlistunum undanfarin ár, þeir hefðu styst um helming hjá Félagsbústöðum og hvert metið á fætur öðru verið slegið í byggingu íbúða fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Það er gott, svo langt sem það nær en bæði er að fleiri eru í vanda heldur en einungis þeir sem sleppa í gegnum nálarauga Félagsbústaða, betur má ef duga skal hjá óhagnaðardrifnu leigufélögunum (og þar mætti leigan líka vera lægri) og svo er fjöldi manns sem er í miklum vanda, fólk sem ekki fær greiðslumat en þarf að greiða mánaðarleigu sem er mun hærri en greiðslumatið. Þarna á og getur borgin stigið inní af myndarskap og beitt sínu afli. Sú aðferð að láta verktakana um þetta og kaupa svo af þeim nokkrar íbúðir (alltof dýrt) í hverjum stigagangi, dugar ekki til. Það þarf meira. Í annan stað nefndi Dagur þá stefnu að dreifa félagslegum íbúðum um stigagangana og hverfin, til þess að forðast félagslega einsleitni, þ.e. að fátæka fólkið safnaðist saman á einn stað (af hverju er annars betra að dreifa fátæka fólkinu?). Þetta er góð hugsun að sumu leyti og á rétt á sér. En á sú stefna að vilja ekki hafa fátæklingana alla á einum stað, að koma í veg fyrir að við byggjum nógu margar íbúðir? Hvaða meinloka er það eiginlega? Ef þetta á að vera jafnaðarstefna þá er það jafnaðarstefna andskotans. Að lokum sagði Dagur að ekki væri ástæða til að borgin byggði sjálf, ekki væri ástæða til að hætta þeirri aðferð að semja við verktakana og kaupa svo af þeim íbúðir. Ekki væri ástæða til. Tölvan segir nei En hvers vegna er ekki ástæða til? Dagur nefndi engin sérstök rök fyrir því og því minnti þetta mig á atriði úr frægum grínþáttum. Maður kemur til afgreiðslukonu og biður um einhverja tiltekna þjónustu. Afgreiðslukonan lítur á tölvuskjáinn, slær nokkur slög á lyklaborðið og lítur svo aftur á manninn: “Computer say no.” Og svarar þannig öllum frekari fyrirspurnum. Engin rök, engin skýring, bara: tölvan segir nei. Mig langar að vita ástæðuna. Höfundur er í framboði fyrir Sósíalistaflokk Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum (að vísu mjög neðarlega á lista).
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar