Verður Stóra-Sandvík eyðilögð næst? Margrét Hugadóttir skrifar 6. maí 2022 13:00 Ein af þeim perlum sem er í hættu vegna virkjanaáforma er Stóra-Sandvík á Reykjanesi. Þetta er einstakt svæði með sjávarlóni og sandhólum, brimbrettaparadís og mikilvægur varpstaður kríunnar. Þarna tók Clint Eastwood upp Flag of Our Fathers. Stóra-Sandvík var sett í orkunýtingarflokk í Rammaáætlun sem þýðir að þar er talið að hagkvæmara sé að virkja en að vernda. Erum við sammála því? Í bígerð er 50 MW virkjun sem er kennd við Stóru Sandvík á iðnaðarsvæði sem mun ná yfir sjálfa víkina, gígaröðina Stampa og vinsælan áfangastað ferðamanna, „Brúna milli heimsálfa“. Sandvík á Reykjanesi.Ellert Grétarsson Einstök náttúra Íslands er gríðarlega verðmæt. Hún er verðmæt í sjálfu sér fyrir það eitt að vera til. Hún er verðmæt fyrir þjóðina og þær kynslóðir sem munu byggja þetta land. Hún er verðmæt fyrir alla Jarðarbúa því víðerni eru af skornum skammti í heiminum. Náttúra landsins er verðmæt til útivistar, lýðheilsu og aukinna lífsgæða. Náttúran er auk þess undirstaða stærstu útflutningsgreinar okkar - ferðaþjónustu. Eftirspurn eftir ódýrri orku er og verður alltaf mikil. Það er í raun eftirspurn sem verður seint hægt að mæta. Náttúra Íslands er takmörkuð auðlind. Viljum við eyðileggja hana fyrir megavött sem eru smá dropi í hafið og koma hvort sem ekki til með að nægja? Sandhólar í Stóru Sandvík.Ellert Grétarsson Á Íslandi er lögð áhersla á að selja stórnotendum raforku. Stóriðjufyrirtæki líkt og málmframleiðendur og gagnaver nota um 80 prósent orkunnar sem framleidd er á landinu. Um 5 prósent tapast í flutningskerfinu og virkjununum sjálfum. Orkutapið jafngildir raforkunotkun allra heimila í landinu, sem nota aðeins 5 prósent raforkunnar. Hvernig væri að breyta þessari forgangsröðun? Kynntu þér hvaða náttúruperlur eru í húfi vegna virkjunarhugmynda á náttúrukortinu. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Margrét Hugadóttir Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Ein af þeim perlum sem er í hættu vegna virkjanaáforma er Stóra-Sandvík á Reykjanesi. Þetta er einstakt svæði með sjávarlóni og sandhólum, brimbrettaparadís og mikilvægur varpstaður kríunnar. Þarna tók Clint Eastwood upp Flag of Our Fathers. Stóra-Sandvík var sett í orkunýtingarflokk í Rammaáætlun sem þýðir að þar er talið að hagkvæmara sé að virkja en að vernda. Erum við sammála því? Í bígerð er 50 MW virkjun sem er kennd við Stóru Sandvík á iðnaðarsvæði sem mun ná yfir sjálfa víkina, gígaröðina Stampa og vinsælan áfangastað ferðamanna, „Brúna milli heimsálfa“. Sandvík á Reykjanesi.Ellert Grétarsson Einstök náttúra Íslands er gríðarlega verðmæt. Hún er verðmæt í sjálfu sér fyrir það eitt að vera til. Hún er verðmæt fyrir þjóðina og þær kynslóðir sem munu byggja þetta land. Hún er verðmæt fyrir alla Jarðarbúa því víðerni eru af skornum skammti í heiminum. Náttúra landsins er verðmæt til útivistar, lýðheilsu og aukinna lífsgæða. Náttúran er auk þess undirstaða stærstu útflutningsgreinar okkar - ferðaþjónustu. Eftirspurn eftir ódýrri orku er og verður alltaf mikil. Það er í raun eftirspurn sem verður seint hægt að mæta. Náttúra Íslands er takmörkuð auðlind. Viljum við eyðileggja hana fyrir megavött sem eru smá dropi í hafið og koma hvort sem ekki til með að nægja? Sandhólar í Stóru Sandvík.Ellert Grétarsson Á Íslandi er lögð áhersla á að selja stórnotendum raforku. Stóriðjufyrirtæki líkt og málmframleiðendur og gagnaver nota um 80 prósent orkunnar sem framleidd er á landinu. Um 5 prósent tapast í flutningskerfinu og virkjununum sjálfum. Orkutapið jafngildir raforkunotkun allra heimila í landinu, sem nota aðeins 5 prósent raforkunnar. Hvernig væri að breyta þessari forgangsröðun? Kynntu þér hvaða náttúruperlur eru í húfi vegna virkjunarhugmynda á náttúrukortinu. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar