Reisum minnismerkið í Kjalarnesi um brostin loforð Helgi Áss Grétarsson skrifar 6. maí 2022 11:16 Í gærkvöldi var haldinn íbúafundur á Kjalarnesi. Fyrirkomulag fundarins var þannig að fyrst var fyrir fram ákveðnum spurningum beint til tíu fulltrúa einstakra framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Að því loknu gafst íbúum sem mættu á fundinn færi á að spyrja einstaka frambjóðendur um sín hugðarefni. Með fullri virðingu fyrir umræðum gærkvöldsins get ég ímyndað mér að fyrir marga fundargesti hafi fundurinn verið endurtekning á mörgum öðrum sambærilegum fundum í gegnum árin. Ástæðan er einföld, flestir frambjóðendur töluðu fallega um framtíðarmöguleika Kjalarness og samhliða því gáfu þeir út loforð um hvernig hrinda mætti þeim möguleikum í framkvæmd. Eini vandinn við þessa endurteknu atburðarrás er að lítið sem ekkert hefur gerst í veigamiklum málefnum Kjalarness síðan sameining Reykjavíkur og Kjalarness var samþykkt í kosningum í júní 1997. Um sameiningu og skipulagsmál á Kjalarnesi Við sameininguna á sínum tíma lagði Kjalarnes fram stærra land en Reykjavík. Íbúar Kjalarness voru þá 506 en Reykvíkingar 105.487. Það hefur ávallt legið fyrir að í Kjalarnesi er nægt byggingarland. Samt sem áður hefur skipulagsvaldi Reykjavíkur verið beitt með þeim hætti að lítið sem ekkert hefur verið byggt. Ólíkt því sem sumir þátttakendur í pallborðinu gáfu til kynna, þá er aðalskipulag, deiliskipulag og aðrar skipulagsáætlanir, mannanna verk en ekki óumbreytanleg smíði sem fellur að himnum ofan frá guðlegum verum. Kjarni málsins að þessu leyti er einfaldur. Núverandi meirihluti borgarstjórnar og aðrir sambærilegir vinstri meirihlutar í borgarstjórn síðan árið 1998, hafa ekki viljað byggja Kjalarnes upp með þeim hætti sem lofað var á sínum tíma. Samhengið á milli skorts á pólitískum vilja og skortinum á íbúðaruppbyggingu í Kjalarnesi, er að mínu mati augljóst. Það er sama hvaða þvælu reynslumiklir stjórnmálamenn á borð við Hjálmar Sveinsson, reyna að bera á borð, líkt og á fundinum í gærkvöldi, staðreyndin er sú að það er á ábyrgð skipulagsyfirvalda í Reykjavík að nýjasta íbúðarmannvirkið í Kjalarnesi var reist á kjörtímabilinu 2002-2006. Úr þessu þarf auðvitað að bæta. Það er gert með að framkvæma, ekki tala. Að lofa hverfisskipulagi fyrir Kjalarnes eftir tvö ár, líkt og fulltrúi Pírata gerði á fundinum í gærkvöldi, er eins og hver annar brandari. Kjalarnes þekur stærra landsvæði en Reykjavík. Það þarf ekkert hverfisskipulag til að hrinda hlutum í verk. Breytum skipulaginu strax til að ýta undir íbúðaruppbyggingu í Kjalarnesi. Sundabrautin Annað mál sem Kjalnesingar hafa verið sviknir um er Sundabrautin. Um sögu þess máls er hægt að hafa langt mál. Að mínu mati hefur Samfylkingin í raun og veru aldrei viljað beita skipulagsvaldi Reykjavíkurborgar til að liðka fyrir því að framkvæmdin verði að veruleika, sem dæmi hefur núverandi borgarstjórn á þessu kjörtímabili staðið fyrir uppbyggingu á Gufunesi sem skerðir möguleika á að vegstæði Sundabrautar sé sem hagfelldast. Svo sem stjórnmálamanna er siður, þá vísa þeir ábyrgðinni á skorti á Sundabrautinni, hver á annan. Á meðan sitja Kjalnesingar uppi með brostin loforð. Reisum minnismerkið Haustið 2019 voru haldnar íbúakosningar í Kjalarnesi sem voru hluti verkefnisins „Hverfið mitt“. Tillagan sem fékk flest atkvæði var „Minnismerki um brostin loforð Reykjavíkurborgar“. Samkvæmt tillögunni átti að reisa minnisvarða sem líkti eftir bláu bókinni, riti sem gefið var út í tengslum við sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness á sínum tíma. Þrátt fyrir fagurgala um íbúalýðræði þá settu núverandi stjórnendur Reykjavíkurborgar tillöguna ofan í skúffu og hefur hún verið í bið síðan í júní 2020. Eftir að hafa mætt á tvo íbúafundi í Kjalarnesi í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í vor og rætt við ófáa Kjalnesinga, þá held ég bara að best sé að reisa áðurnefnt minnismerki og virða vilja íbúa. Nú, eða þá bara kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi var haldinn íbúafundur á Kjalarnesi. Fyrirkomulag fundarins var þannig að fyrst var fyrir fram ákveðnum spurningum beint til tíu fulltrúa einstakra framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Að því loknu gafst íbúum sem mættu á fundinn færi á að spyrja einstaka frambjóðendur um sín hugðarefni. Með fullri virðingu fyrir umræðum gærkvöldsins get ég ímyndað mér að fyrir marga fundargesti hafi fundurinn verið endurtekning á mörgum öðrum sambærilegum fundum í gegnum árin. Ástæðan er einföld, flestir frambjóðendur töluðu fallega um framtíðarmöguleika Kjalarness og samhliða því gáfu þeir út loforð um hvernig hrinda mætti þeim möguleikum í framkvæmd. Eini vandinn við þessa endurteknu atburðarrás er að lítið sem ekkert hefur gerst í veigamiklum málefnum Kjalarness síðan sameining Reykjavíkur og Kjalarness var samþykkt í kosningum í júní 1997. Um sameiningu og skipulagsmál á Kjalarnesi Við sameininguna á sínum tíma lagði Kjalarnes fram stærra land en Reykjavík. Íbúar Kjalarness voru þá 506 en Reykvíkingar 105.487. Það hefur ávallt legið fyrir að í Kjalarnesi er nægt byggingarland. Samt sem áður hefur skipulagsvaldi Reykjavíkur verið beitt með þeim hætti að lítið sem ekkert hefur verið byggt. Ólíkt því sem sumir þátttakendur í pallborðinu gáfu til kynna, þá er aðalskipulag, deiliskipulag og aðrar skipulagsáætlanir, mannanna verk en ekki óumbreytanleg smíði sem fellur að himnum ofan frá guðlegum verum. Kjarni málsins að þessu leyti er einfaldur. Núverandi meirihluti borgarstjórnar og aðrir sambærilegir vinstri meirihlutar í borgarstjórn síðan árið 1998, hafa ekki viljað byggja Kjalarnes upp með þeim hætti sem lofað var á sínum tíma. Samhengið á milli skorts á pólitískum vilja og skortinum á íbúðaruppbyggingu í Kjalarnesi, er að mínu mati augljóst. Það er sama hvaða þvælu reynslumiklir stjórnmálamenn á borð við Hjálmar Sveinsson, reyna að bera á borð, líkt og á fundinum í gærkvöldi, staðreyndin er sú að það er á ábyrgð skipulagsyfirvalda í Reykjavík að nýjasta íbúðarmannvirkið í Kjalarnesi var reist á kjörtímabilinu 2002-2006. Úr þessu þarf auðvitað að bæta. Það er gert með að framkvæma, ekki tala. Að lofa hverfisskipulagi fyrir Kjalarnes eftir tvö ár, líkt og fulltrúi Pírata gerði á fundinum í gærkvöldi, er eins og hver annar brandari. Kjalarnes þekur stærra landsvæði en Reykjavík. Það þarf ekkert hverfisskipulag til að hrinda hlutum í verk. Breytum skipulaginu strax til að ýta undir íbúðaruppbyggingu í Kjalarnesi. Sundabrautin Annað mál sem Kjalnesingar hafa verið sviknir um er Sundabrautin. Um sögu þess máls er hægt að hafa langt mál. Að mínu mati hefur Samfylkingin í raun og veru aldrei viljað beita skipulagsvaldi Reykjavíkurborgar til að liðka fyrir því að framkvæmdin verði að veruleika, sem dæmi hefur núverandi borgarstjórn á þessu kjörtímabili staðið fyrir uppbyggingu á Gufunesi sem skerðir möguleika á að vegstæði Sundabrautar sé sem hagfelldast. Svo sem stjórnmálamanna er siður, þá vísa þeir ábyrgðinni á skorti á Sundabrautinni, hver á annan. Á meðan sitja Kjalnesingar uppi með brostin loforð. Reisum minnismerkið Haustið 2019 voru haldnar íbúakosningar í Kjalarnesi sem voru hluti verkefnisins „Hverfið mitt“. Tillagan sem fékk flest atkvæði var „Minnismerki um brostin loforð Reykjavíkurborgar“. Samkvæmt tillögunni átti að reisa minnisvarða sem líkti eftir bláu bókinni, riti sem gefið var út í tengslum við sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness á sínum tíma. Þrátt fyrir fagurgala um íbúalýðræði þá settu núverandi stjórnendur Reykjavíkurborgar tillöguna ofan í skúffu og hefur hún verið í bið síðan í júní 2020. Eftir að hafa mætt á tvo íbúafundi í Kjalarnesi í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í vor og rætt við ófáa Kjalnesinga, þá held ég bara að best sé að reisa áðurnefnt minnismerki og virða vilja íbúa. Nú, eða þá bara kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar