Þátttöku- og íbúalýðræði Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 5. maí 2022 13:46 Við hjá Áfram Árborg leggjum mikla áherslu á íbúalýðræði, virkt samtal og samráð við alla íbúa sveitarfélagsins. Lýðræði snýst um svo miklu meira en að kjósa fulltrúa á 4ja ára fresti. Virkt þátttöku- og íbúalýðræði er stöðugt samtal við íbúa í gegnum íbúafundi, íbúakosningar og einkasamtöl. Á listinn vill auka valddreifingu, við vitum að margir eru þeirrar skoðunar að framkvæmdir og fjármagn fari allt á Selfoss en aðrir verði útundan.Þannig á það ekki að vera. Til að efla íbúalýðræði í Árborg leggjum við til að kosið verði með beinum og lýðræðislegum hætti í hverfaráð allra byggðakjarna og að þau fái skýrar fjár- og valdheimildir. Þá getur nærsamfélagið ákveðið sjálft tekið hluta valdsins í sínar hendur, ákveðið að setja bekk hér, malbika þetta plan, fjárfesta í nýsköpun og skapandi greinum svo örfá dæmi séu tekin.Við viljum einnig auðvelda íbúum að krefjast íbúakosninga. Skv. sveitarstjórnarlögum þurfa 20% íbúa að krefjast íbúakosninga sem er ansi hár þröskuldur. Þar að auki er tekið fram í lögunum að niðurstöður þeirra séu aðeins ráðgefandi. Þá eru þetta ekki íbúakosningar heldur afar dýr skoðanakönnun. Við viljum lækka þakið niður í 10% í Árborg og hafa niðurstöður bindandi með samþykki og staðfestingu bæjarstjórnar. Kjörnir fulltrúar eru að þjónusta íbúa, ekki öfugt. Við styðjumst við þjónandi forystu. Íbúarnir eiga að ráða ferðinni. Kjörnir fulltrúar eru þjónar íbúa. Áfram Árborg vill auðvelda íbúum að krefjast borgarafunda um ýmis málefni. Skv. sveitarstjórnarlögum er þakið þar einnig of hátt. Við viljum að haldinn sé borgarafundur ef 5% íbúa biður um fund. Það er og á að vera sjálfsagt mál að verða við þessum beiðnum íbúa. Við ætlum að auka aðgengi að kjörnum fulltrúum, bæjarstjóra og æðstu stjórnendum sveitarfélagsins, með ákveðnum viðtalstímum, vefspjalli eða öðrum lausnum. Öllum fyrirspurnum skal svarað fljótt og vel og innan lögbundins stjórnsýslufrests. En ef öll ráð hafa verið reynd til þrautar og hvorki fást svör né þjónusta þá viljum við setja á stofn umboðsmann íbúa sem aðstoði íbúa við við samskipti sín við, oft á tíðum flókið og ógagnsætt kerfi. Við þurfum að nútímavæða og þjónustuvæða sveitarfélagið enn frekar til einföldunar bæði íbúum sem og starfsfólki stofnanna sjálfra. Forsenda þess að íbúalýðræði gangi upp er gagnsæi, vönduð vinnubrögð og fyrirmyndar upplýsingagjöf. Það er nauðsynlegt að íbúar eigi greiðan aðgang öllum upplýsingum með greiðum hætti, ekki að þræða fundargerðir nefnda og ráða sveitarfélagsins. Settu X við Á til að styrkja sjálfsákvörðunarrétt íbúa.Settu X við Á til að auka íbúalýðræðiSettu X við Á til að tryggja gagnsæi og vandaða upplýsingagjöfSettu X við Á til að fá umboðsmann íbúaSettu X við Á til að efla samráð við alla íbúa - ekkert um mig án mín Framtíðin er núna! Höfundur er oddviti Á-lista Áfram Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfheiður Eymarsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við hjá Áfram Árborg leggjum mikla áherslu á íbúalýðræði, virkt samtal og samráð við alla íbúa sveitarfélagsins. Lýðræði snýst um svo miklu meira en að kjósa fulltrúa á 4ja ára fresti. Virkt þátttöku- og íbúalýðræði er stöðugt samtal við íbúa í gegnum íbúafundi, íbúakosningar og einkasamtöl. Á listinn vill auka valddreifingu, við vitum að margir eru þeirrar skoðunar að framkvæmdir og fjármagn fari allt á Selfoss en aðrir verði útundan.Þannig á það ekki að vera. Til að efla íbúalýðræði í Árborg leggjum við til að kosið verði með beinum og lýðræðislegum hætti í hverfaráð allra byggðakjarna og að þau fái skýrar fjár- og valdheimildir. Þá getur nærsamfélagið ákveðið sjálft tekið hluta valdsins í sínar hendur, ákveðið að setja bekk hér, malbika þetta plan, fjárfesta í nýsköpun og skapandi greinum svo örfá dæmi séu tekin.Við viljum einnig auðvelda íbúum að krefjast íbúakosninga. Skv. sveitarstjórnarlögum þurfa 20% íbúa að krefjast íbúakosninga sem er ansi hár þröskuldur. Þar að auki er tekið fram í lögunum að niðurstöður þeirra séu aðeins ráðgefandi. Þá eru þetta ekki íbúakosningar heldur afar dýr skoðanakönnun. Við viljum lækka þakið niður í 10% í Árborg og hafa niðurstöður bindandi með samþykki og staðfestingu bæjarstjórnar. Kjörnir fulltrúar eru að þjónusta íbúa, ekki öfugt. Við styðjumst við þjónandi forystu. Íbúarnir eiga að ráða ferðinni. Kjörnir fulltrúar eru þjónar íbúa. Áfram Árborg vill auðvelda íbúum að krefjast borgarafunda um ýmis málefni. Skv. sveitarstjórnarlögum er þakið þar einnig of hátt. Við viljum að haldinn sé borgarafundur ef 5% íbúa biður um fund. Það er og á að vera sjálfsagt mál að verða við þessum beiðnum íbúa. Við ætlum að auka aðgengi að kjörnum fulltrúum, bæjarstjóra og æðstu stjórnendum sveitarfélagsins, með ákveðnum viðtalstímum, vefspjalli eða öðrum lausnum. Öllum fyrirspurnum skal svarað fljótt og vel og innan lögbundins stjórnsýslufrests. En ef öll ráð hafa verið reynd til þrautar og hvorki fást svör né þjónusta þá viljum við setja á stofn umboðsmann íbúa sem aðstoði íbúa við við samskipti sín við, oft á tíðum flókið og ógagnsætt kerfi. Við þurfum að nútímavæða og þjónustuvæða sveitarfélagið enn frekar til einföldunar bæði íbúum sem og starfsfólki stofnanna sjálfra. Forsenda þess að íbúalýðræði gangi upp er gagnsæi, vönduð vinnubrögð og fyrirmyndar upplýsingagjöf. Það er nauðsynlegt að íbúar eigi greiðan aðgang öllum upplýsingum með greiðum hætti, ekki að þræða fundargerðir nefnda og ráða sveitarfélagsins. Settu X við Á til að styrkja sjálfsákvörðunarrétt íbúa.Settu X við Á til að auka íbúalýðræðiSettu X við Á til að tryggja gagnsæi og vandaða upplýsingagjöfSettu X við Á til að fá umboðsmann íbúaSettu X við Á til að efla samráð við alla íbúa - ekkert um mig án mín Framtíðin er núna! Höfundur er oddviti Á-lista Áfram Árborgar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun