Borgar borgarlínan sig? Jón Ingi Hákonarson skrifar 5. maí 2022 11:30 Heilbrigð þétting byggðar getur ekki orðið að veruleika án Borgarlínunnar í Hafnarfirði. Slík þétting er forsenda fyrir lifandi og áhugaverðum bæ sem getur laðað að sér fyrirtæki og fólk. Borgarlína og húsnæðisuppbygging er sitt hvor hliðin á sama peningi. Sóknarfærin í Hraun Vestur og við Flensborgarhöfn byggja á öflugum almenningssamgöngum. Það er því ljóst að án Borgarlínunnar verða ekki byggð upp spennandi borgarhverfi þar sem blönduð byggð íbúða og þjónustu verða í öndvegi. Án Borgarlínunnar er því hætt við að Hafnarfjörður þróist smám saman eingöngu í úthverfi sem getur aftur veikt miðbæinn og bæjarbraginn. Sem betur fer er allt á fleygiferð hjá fyrirtækinu Betri samgöngum við undirbúning þessarar miklu innviðafjárfestingar en það er áhyggjuefni hvað meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði sýnir þessu mikla hagsmunamáli okkar lítinn áhuga. Það er nefnilega staðreynd að Hafnarfjörður á í samkeppni við hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um að laða fyrirtæki og fólk til sín. Helstu fyrirtæki landsins keppast nú við að staðsetja sig nálægt framtíðar Borgarlínum og á meðan Borgarlínan inn í Hafnarfjörð er með síðustu áföngum á dagskrá (ca árið 2030-2032) og lítill sem engin áhugi hjá meirihlutanum, er næsta víst að fyrirtækin muni leita annað. Það er deginum ljósara að við í Hafnarfirði þurfum að vinna heimavinnuna okkar og vera búin með skipulagsvinnu okkar megin til að tefja ekki framkvæmdir og lenda undir í samkeppninni við önnur sveitarfélög. Því meira sem við trössum Borgarlínuna því meira tefjum við uppbyggingu húsnæðis í Hafnarfirði. Það er því með ólíkindum að allir flokkar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi synjað ósk okkar Viðreisnar um að hefja deiliskipulagsvinnu á þessu ári er varðar lausnir á mögulegri legu borgarlínunnar. Það skiptir máli í öllu þessu ferli að sýna frumkvæði og vera tilbúinn með allt sem snýr að Hafnarfirði því ef við tefjum og slórum munu önnur svæði verða tekin fram fyrir okkur með öllum þeim töfum á uppbyggingu húsnæðis sem því fylgir. Við höfum ekki efni á því að tefja frekari húsnæðisuppbyggingu og þéttingu byggðar hér í Hafnarfirði. Borgar Borgarlínan sig þá? Leið 1 milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur sem komin er næst því að vera Borgarlína, standur undir sér. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Borgarlína Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Heilbrigð þétting byggðar getur ekki orðið að veruleika án Borgarlínunnar í Hafnarfirði. Slík þétting er forsenda fyrir lifandi og áhugaverðum bæ sem getur laðað að sér fyrirtæki og fólk. Borgarlína og húsnæðisuppbygging er sitt hvor hliðin á sama peningi. Sóknarfærin í Hraun Vestur og við Flensborgarhöfn byggja á öflugum almenningssamgöngum. Það er því ljóst að án Borgarlínunnar verða ekki byggð upp spennandi borgarhverfi þar sem blönduð byggð íbúða og þjónustu verða í öndvegi. Án Borgarlínunnar er því hætt við að Hafnarfjörður þróist smám saman eingöngu í úthverfi sem getur aftur veikt miðbæinn og bæjarbraginn. Sem betur fer er allt á fleygiferð hjá fyrirtækinu Betri samgöngum við undirbúning þessarar miklu innviðafjárfestingar en það er áhyggjuefni hvað meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði sýnir þessu mikla hagsmunamáli okkar lítinn áhuga. Það er nefnilega staðreynd að Hafnarfjörður á í samkeppni við hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um að laða fyrirtæki og fólk til sín. Helstu fyrirtæki landsins keppast nú við að staðsetja sig nálægt framtíðar Borgarlínum og á meðan Borgarlínan inn í Hafnarfjörð er með síðustu áföngum á dagskrá (ca árið 2030-2032) og lítill sem engin áhugi hjá meirihlutanum, er næsta víst að fyrirtækin muni leita annað. Það er deginum ljósara að við í Hafnarfirði þurfum að vinna heimavinnuna okkar og vera búin með skipulagsvinnu okkar megin til að tefja ekki framkvæmdir og lenda undir í samkeppninni við önnur sveitarfélög. Því meira sem við trössum Borgarlínuna því meira tefjum við uppbyggingu húsnæðis í Hafnarfirði. Það er því með ólíkindum að allir flokkar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi synjað ósk okkar Viðreisnar um að hefja deiliskipulagsvinnu á þessu ári er varðar lausnir á mögulegri legu borgarlínunnar. Það skiptir máli í öllu þessu ferli að sýna frumkvæði og vera tilbúinn með allt sem snýr að Hafnarfirði því ef við tefjum og slórum munu önnur svæði verða tekin fram fyrir okkur með öllum þeim töfum á uppbyggingu húsnæðis sem því fylgir. Við höfum ekki efni á því að tefja frekari húsnæðisuppbyggingu og þéttingu byggðar hér í Hafnarfirði. Borgar Borgarlínan sig þá? Leið 1 milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur sem komin er næst því að vera Borgarlína, standur undir sér. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar