Hvað vilja borgarbúar? Sigríður Svavarsdóttir skrifar 5. maí 2022 11:01 Vilja þeir óbreytt skipulag? Vilja þeir fleiri þrengingar á götum borgarinnar? Vilja þeir fleiri umferðar- og gönguljós? Vilja þeir að flugvöllurinn fari? Vilja þeir fleiri leiðir út úr borginni? Vill fólk fá borgarlínu og stokk á Miklubraut og Sæbraut? Vill fólk láta rífa niður byggð til að byggja nýja með tvöföldum kostnaði? Ábyrg framtíð hugsar til framtíðar. Við viljum flæðandi umferð í borginni með því að fækka gönguljósum sem auðvelt er að breyta yfir í göngubrýr eða undirgöng. Við ætlum að fækka umferðaljósum á t.d. á Bústaðavegi, setja í stað þeirra lítil hringtorg eða sjálfstýrandi ljós og „ná þannig flæði“. Víðar um borgina eru ljós sem bara tefja umferð og má leysa af hólmi með smáum hringtorgum til að liðka fyrir umferð. Við ætlum að stilla saman umferðaljósin á öllum hellstu stofnbrautum í borginni þannig bílar séu ekki alltaf stopp á rauðu. Við sjáum fyrir okkur mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og víðar þar sem hægt er með góðu móti að koma þeim fyrir. Við ætlum að fækka þrengingum og hraðahindrunum á götum borgarinnar á tímum umhverfismengunar. Við treystum fólki til að keyra á réttum hraða. Flugvöllurinn verður áfram þar sem hann er, hægt verður að auka umferð um hann m.a. með millilandaflugi til að bæta rekstur hans og lækka fluggjald út á landsbyggðina. Flugvöllurinn er lífæð landsbyggðarinnar og ekki síst þeirra sem veikjast eða slasast úti á landi. Við lækkum verð á nýbyggingum. Borgin á nóg af landi til að byggja á og það þarf ekki að rífa eldri byggð til að byggja nýtt. Við eigum nóg af byggingarlandi innan seilingar og byggjum þar. Við ætlum að byggja upp gott og skilvirkt kerfi fyrir alla aldurshópa. Margir fatlaðir eru einangraðir heima, settir í daggæslu eða skóla á meðan það býðst og margur einangrast þar vegna fötlunar sinnar. Nú einangrast eldra fólk á heimilum sínum sem hefur misst heilsu á öllum aldri, auralítið og að mestu afskipt. Margur á ekkert heimili eða skjól vegna plássleysis því það virðist ekki vera gert ráð fyrir þeim í kerfinu. Biðlistar hjá greiningarkerfinu lengast og alltof fáir komast á rétta braut, oft vegna fjárhagslegra þrenginga í kerfunum. Grípum inn í fyrr og gerum fólki kleift að lifa hamingjusamt. Við viljum hreina borg og vel mokaða. Höfundur skipar 6. sætið í framboði fyrir Ábyrga framtíð í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ábyrg framtíð Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Vilja þeir óbreytt skipulag? Vilja þeir fleiri þrengingar á götum borgarinnar? Vilja þeir fleiri umferðar- og gönguljós? Vilja þeir að flugvöllurinn fari? Vilja þeir fleiri leiðir út úr borginni? Vill fólk fá borgarlínu og stokk á Miklubraut og Sæbraut? Vill fólk láta rífa niður byggð til að byggja nýja með tvöföldum kostnaði? Ábyrg framtíð hugsar til framtíðar. Við viljum flæðandi umferð í borginni með því að fækka gönguljósum sem auðvelt er að breyta yfir í göngubrýr eða undirgöng. Við ætlum að fækka umferðaljósum á t.d. á Bústaðavegi, setja í stað þeirra lítil hringtorg eða sjálfstýrandi ljós og „ná þannig flæði“. Víðar um borgina eru ljós sem bara tefja umferð og má leysa af hólmi með smáum hringtorgum til að liðka fyrir umferð. Við ætlum að stilla saman umferðaljósin á öllum hellstu stofnbrautum í borginni þannig bílar séu ekki alltaf stopp á rauðu. Við sjáum fyrir okkur mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og víðar þar sem hægt er með góðu móti að koma þeim fyrir. Við ætlum að fækka þrengingum og hraðahindrunum á götum borgarinnar á tímum umhverfismengunar. Við treystum fólki til að keyra á réttum hraða. Flugvöllurinn verður áfram þar sem hann er, hægt verður að auka umferð um hann m.a. með millilandaflugi til að bæta rekstur hans og lækka fluggjald út á landsbyggðina. Flugvöllurinn er lífæð landsbyggðarinnar og ekki síst þeirra sem veikjast eða slasast úti á landi. Við lækkum verð á nýbyggingum. Borgin á nóg af landi til að byggja á og það þarf ekki að rífa eldri byggð til að byggja nýtt. Við eigum nóg af byggingarlandi innan seilingar og byggjum þar. Við ætlum að byggja upp gott og skilvirkt kerfi fyrir alla aldurshópa. Margir fatlaðir eru einangraðir heima, settir í daggæslu eða skóla á meðan það býðst og margur einangrast þar vegna fötlunar sinnar. Nú einangrast eldra fólk á heimilum sínum sem hefur misst heilsu á öllum aldri, auralítið og að mestu afskipt. Margur á ekkert heimili eða skjól vegna plássleysis því það virðist ekki vera gert ráð fyrir þeim í kerfinu. Biðlistar hjá greiningarkerfinu lengast og alltof fáir komast á rétta braut, oft vegna fjárhagslegra þrenginga í kerfunum. Grípum inn í fyrr og gerum fólki kleift að lifa hamingjusamt. Við viljum hreina borg og vel mokaða. Höfundur skipar 6. sætið í framboði fyrir Ábyrga framtíð í Reykjavík.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar