Er eitthvað til í frískápnum? Inga Þyrí Kjartansdóttir skrifar 4. maí 2022 15:01 Við Bergþórugötu 20 er að finna heldur meinlausan ísskáp, hann lætur ekki mikið fyrir sér fara, bara stendur þarna í rólegheitunum. Hann, líkt og Clark Kent áður en hann tekur niður gleraugun, á sér leyndarmál. Hann er nefnilega enginn venjulegur ísskápur! Téður ísskápur er svokallaður frískápur sem líkt og áður nefnt ofurmenni berst linnulaust gegn illum öflum. Það er sorgleg staðreynd að á meðan sífellt vaxandi hópur fólks á ekki nægan mat fyrir sjálft sig og börnin sín þá fer vaxandi hluti þess matar sem framleiddur er í ruslið. Og þrátt fyrir mikla eftirspurn gengur illa að endurvinna allt það lífræna sorp sem af þessu sprettur í nothæfa moltu. Frískápurinn á Bergþórugötunni var settur upp af framsæknum aðilum sem vissu af samskonar verkefnum erlendis í heimalöndum sínum og ákváðu að láta reyna á verkefnið hérlendis. Þangað getur hver sem er komið með mat sem það sér ekki fram á að nota og hver sem er farið með mat sem hann vantar. Og verkefnið hefur slegið í gegn! Allt að vinna, allir græða - umhverfið, fólkið sem gefur og fólkið sem þiggur. Það var mér kappsmál að koma því í stefnu Framsóknar í Reykjavík að koma fyrir frískáp í öllum hverfum borgarinnar. Þar var tekið vel með málaflokknum og öll boðin og búin til þess að aðstoða eins og kostur gafst. Frá því í janúar á þessu ári hefur farið fram leit í Smáíbúðahverfinu að góðum stað fyrir frískáp. Að endingu var það Hjálpræðisherinn sem tók að sér að hýsa skápinn í fallega nýja húsinu sínu og undirbúningur á opnun hans er á lokastigi. Í Breiðholtinu tók það bara nokkra daga að finna stað fyrir frískáp, það var hann Valdi sem skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík og stjórnar Brúnni í Völvufelli sem tók að sér að hýsa hann. Frískápurinn hefur verið opinn fyrir matargjafir og þiggjendur í bráðum mánuð núna. Þangað fara afgangar frá heimilum, veitingahúsum, jafnvel fermingarveislu og hverfa jafnóðum. Fleiri staðir eru í undirbúningi, misjafnlega langt komnir. Allt þetta er unnið í sjálfboðavinnu enda er þetta sjálfsprottin samvinna af umhyggju fyrir umhverfinu og náunganum. Ein getum við litlu breytt, en saman getum við breytt heiminum. Er ekki kominn tími á meiri samvinnu í borginni? Höfundur skipar 17. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við Bergþórugötu 20 er að finna heldur meinlausan ísskáp, hann lætur ekki mikið fyrir sér fara, bara stendur þarna í rólegheitunum. Hann, líkt og Clark Kent áður en hann tekur niður gleraugun, á sér leyndarmál. Hann er nefnilega enginn venjulegur ísskápur! Téður ísskápur er svokallaður frískápur sem líkt og áður nefnt ofurmenni berst linnulaust gegn illum öflum. Það er sorgleg staðreynd að á meðan sífellt vaxandi hópur fólks á ekki nægan mat fyrir sjálft sig og börnin sín þá fer vaxandi hluti þess matar sem framleiddur er í ruslið. Og þrátt fyrir mikla eftirspurn gengur illa að endurvinna allt það lífræna sorp sem af þessu sprettur í nothæfa moltu. Frískápurinn á Bergþórugötunni var settur upp af framsæknum aðilum sem vissu af samskonar verkefnum erlendis í heimalöndum sínum og ákváðu að láta reyna á verkefnið hérlendis. Þangað getur hver sem er komið með mat sem það sér ekki fram á að nota og hver sem er farið með mat sem hann vantar. Og verkefnið hefur slegið í gegn! Allt að vinna, allir græða - umhverfið, fólkið sem gefur og fólkið sem þiggur. Það var mér kappsmál að koma því í stefnu Framsóknar í Reykjavík að koma fyrir frískáp í öllum hverfum borgarinnar. Þar var tekið vel með málaflokknum og öll boðin og búin til þess að aðstoða eins og kostur gafst. Frá því í janúar á þessu ári hefur farið fram leit í Smáíbúðahverfinu að góðum stað fyrir frískáp. Að endingu var það Hjálpræðisherinn sem tók að sér að hýsa skápinn í fallega nýja húsinu sínu og undirbúningur á opnun hans er á lokastigi. Í Breiðholtinu tók það bara nokkra daga að finna stað fyrir frískáp, það var hann Valdi sem skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík og stjórnar Brúnni í Völvufelli sem tók að sér að hýsa hann. Frískápurinn hefur verið opinn fyrir matargjafir og þiggjendur í bráðum mánuð núna. Þangað fara afgangar frá heimilum, veitingahúsum, jafnvel fermingarveislu og hverfa jafnóðum. Fleiri staðir eru í undirbúningi, misjafnlega langt komnir. Allt þetta er unnið í sjálfboðavinnu enda er þetta sjálfsprottin samvinna af umhyggju fyrir umhverfinu og náunganum. Ein getum við litlu breytt, en saman getum við breytt heiminum. Er ekki kominn tími á meiri samvinnu í borginni? Höfundur skipar 17. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun