Börn með fjölþættan vanda og vanræksla ríkisstjórnarinnar Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 3. maí 2022 19:01 Félagsmálaráðherrar Framsóknarflokksins og VG hafa á síðustu árum látið undir höfuð leggjast að taka á málum barna og ungmenna með fjölþættan vanda. Áhugaleysi ríkisstjórnarflokkanna á þessum málaflokki er sláandi. Ríkið hefur komið vandanum yfir á sveitarfélögin og þau hafa að stórum hluta útvistað þjónustunni til einkaaðila án nauðsynlegrar umræðu. Málið hefur verið til umfjöllunar á síðustu fundum fjölskylduráðs Hafnarfjarðar enda brýnt að taka þessi mál til skoðunar. Mikilvægt er að líta til öryggis skjólstæðinga og starfsmanna en fyrir skemmstu varð starfsmaður einkarekins vistunarúrræðis fyrir börn með fjölþættan vanda fyrir alvarlegri líkamsárás af hálfu skjólstæðings og það er algjörlega óásættanlegt að slíkt gerist Kostnaðaraukning lendir á sveitarfélögum Úrræði sem áður voru á hendi ríkisins hafa flust yfir til sveitarfélaganna án þess að fjármagn hafi fylgt með. Á sama tíma hefur ríkið lokað vistunarúrræðum á vegum Barnaverndarstofu án þess að nokkuð hafi komið í stað þeirra. Kostnaðaraukningin vegna vistunar barna með fjölþættan vanda hefur svo öll lent á sveitarfélögunum en á síðasta ári nam kostnaðurinn tveimur milljörðum króna. Hér er gamalkunnugt stef á ferðinni þar sem ríkið sker niður rekstur hjá sér til að bæta afkomu sína en lætur sveitarfélögin taka skellinn. Hér er á ferðinni fjármálastefna Sjálfstæðisflokksins og hún kemur niður á velferðarþjónustunni. Eðlilega hafa einkaaðilar stigið inn í þetta tómarúm og boðið upp á þessa mikilvægu þjónustu og hjá þeim er vafalítið unnið mjög gott starf af metnaði í þágu skjólstæðinganna. Engu að síður hefur þessi þróun átt sér stað án nokkurrar umræðu og það er ekki ásættanlegt. Ekki nóg að breyta heiti ráðherra í barnamálaráðherra Á síðasta kjörtímabili var Framsóknarflokkurinn með félags- jafnréttismálaráðuneytið en nafninu var breytt árið 2019 í félags- og barnamálaráðuneytið til að leggja áherslu á málefni barna. Nafnabreytingin hafði því miður ekki mikið að segja fyrir börn með fjölþættan vanda því lítið miðaði í þeim málum undir forystu Ásmundar Einars Daðasonar á síðasta kjörtímabili. Og því miður hefur staðan lítið breyst eftir að VG tók við félagsmálaráðuneytinu og ráðuneytið virðist nánast líta svo á málið sé því óviðkomandi. Meðvirkni meirihlutans með ríkisstjórninni Þetta virðingar- og skeytingarleysi gagnvart hópi í mjög viðkvæmri stöðu er ekki boðlegt. Meðvirkni núverandi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirðis gagnvart ríkisstjórninni hefur um of stýrt för hjá bæjarfélaginu. Samfylkingin mun berjast fyrir því að málin verði tekin fastari tökum og krefjast þess að ríki og sveitarfélög setjist strax niður og ræði skipulag og umgjörð þjónustunnar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Höfundur skipar 3. sætið á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Börn og uppeldi Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherrar Framsóknarflokksins og VG hafa á síðustu árum látið undir höfuð leggjast að taka á málum barna og ungmenna með fjölþættan vanda. Áhugaleysi ríkisstjórnarflokkanna á þessum málaflokki er sláandi. Ríkið hefur komið vandanum yfir á sveitarfélögin og þau hafa að stórum hluta útvistað þjónustunni til einkaaðila án nauðsynlegrar umræðu. Málið hefur verið til umfjöllunar á síðustu fundum fjölskylduráðs Hafnarfjarðar enda brýnt að taka þessi mál til skoðunar. Mikilvægt er að líta til öryggis skjólstæðinga og starfsmanna en fyrir skemmstu varð starfsmaður einkarekins vistunarúrræðis fyrir börn með fjölþættan vanda fyrir alvarlegri líkamsárás af hálfu skjólstæðings og það er algjörlega óásættanlegt að slíkt gerist Kostnaðaraukning lendir á sveitarfélögum Úrræði sem áður voru á hendi ríkisins hafa flust yfir til sveitarfélaganna án þess að fjármagn hafi fylgt með. Á sama tíma hefur ríkið lokað vistunarúrræðum á vegum Barnaverndarstofu án þess að nokkuð hafi komið í stað þeirra. Kostnaðaraukningin vegna vistunar barna með fjölþættan vanda hefur svo öll lent á sveitarfélögunum en á síðasta ári nam kostnaðurinn tveimur milljörðum króna. Hér er gamalkunnugt stef á ferðinni þar sem ríkið sker niður rekstur hjá sér til að bæta afkomu sína en lætur sveitarfélögin taka skellinn. Hér er á ferðinni fjármálastefna Sjálfstæðisflokksins og hún kemur niður á velferðarþjónustunni. Eðlilega hafa einkaaðilar stigið inn í þetta tómarúm og boðið upp á þessa mikilvægu þjónustu og hjá þeim er vafalítið unnið mjög gott starf af metnaði í þágu skjólstæðinganna. Engu að síður hefur þessi þróun átt sér stað án nokkurrar umræðu og það er ekki ásættanlegt. Ekki nóg að breyta heiti ráðherra í barnamálaráðherra Á síðasta kjörtímabili var Framsóknarflokkurinn með félags- jafnréttismálaráðuneytið en nafninu var breytt árið 2019 í félags- og barnamálaráðuneytið til að leggja áherslu á málefni barna. Nafnabreytingin hafði því miður ekki mikið að segja fyrir börn með fjölþættan vanda því lítið miðaði í þeim málum undir forystu Ásmundar Einars Daðasonar á síðasta kjörtímabili. Og því miður hefur staðan lítið breyst eftir að VG tók við félagsmálaráðuneytinu og ráðuneytið virðist nánast líta svo á málið sé því óviðkomandi. Meðvirkni meirihlutans með ríkisstjórninni Þetta virðingar- og skeytingarleysi gagnvart hópi í mjög viðkvæmri stöðu er ekki boðlegt. Meðvirkni núverandi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirðis gagnvart ríkisstjórninni hefur um of stýrt för hjá bæjarfélaginu. Samfylkingin mun berjast fyrir því að málin verði tekin fastari tökum og krefjast þess að ríki og sveitarfélög setjist strax niður og ræði skipulag og umgjörð þjónustunnar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Höfundur skipar 3. sætið á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar