Börn með fjölþættan vanda og vanræksla ríkisstjórnarinnar Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 3. maí 2022 19:01 Félagsmálaráðherrar Framsóknarflokksins og VG hafa á síðustu árum látið undir höfuð leggjast að taka á málum barna og ungmenna með fjölþættan vanda. Áhugaleysi ríkisstjórnarflokkanna á þessum málaflokki er sláandi. Ríkið hefur komið vandanum yfir á sveitarfélögin og þau hafa að stórum hluta útvistað þjónustunni til einkaaðila án nauðsynlegrar umræðu. Málið hefur verið til umfjöllunar á síðustu fundum fjölskylduráðs Hafnarfjarðar enda brýnt að taka þessi mál til skoðunar. Mikilvægt er að líta til öryggis skjólstæðinga og starfsmanna en fyrir skemmstu varð starfsmaður einkarekins vistunarúrræðis fyrir börn með fjölþættan vanda fyrir alvarlegri líkamsárás af hálfu skjólstæðings og það er algjörlega óásættanlegt að slíkt gerist Kostnaðaraukning lendir á sveitarfélögum Úrræði sem áður voru á hendi ríkisins hafa flust yfir til sveitarfélaganna án þess að fjármagn hafi fylgt með. Á sama tíma hefur ríkið lokað vistunarúrræðum á vegum Barnaverndarstofu án þess að nokkuð hafi komið í stað þeirra. Kostnaðaraukningin vegna vistunar barna með fjölþættan vanda hefur svo öll lent á sveitarfélögunum en á síðasta ári nam kostnaðurinn tveimur milljörðum króna. Hér er gamalkunnugt stef á ferðinni þar sem ríkið sker niður rekstur hjá sér til að bæta afkomu sína en lætur sveitarfélögin taka skellinn. Hér er á ferðinni fjármálastefna Sjálfstæðisflokksins og hún kemur niður á velferðarþjónustunni. Eðlilega hafa einkaaðilar stigið inn í þetta tómarúm og boðið upp á þessa mikilvægu þjónustu og hjá þeim er vafalítið unnið mjög gott starf af metnaði í þágu skjólstæðinganna. Engu að síður hefur þessi þróun átt sér stað án nokkurrar umræðu og það er ekki ásættanlegt. Ekki nóg að breyta heiti ráðherra í barnamálaráðherra Á síðasta kjörtímabili var Framsóknarflokkurinn með félags- jafnréttismálaráðuneytið en nafninu var breytt árið 2019 í félags- og barnamálaráðuneytið til að leggja áherslu á málefni barna. Nafnabreytingin hafði því miður ekki mikið að segja fyrir börn með fjölþættan vanda því lítið miðaði í þeim málum undir forystu Ásmundar Einars Daðasonar á síðasta kjörtímabili. Og því miður hefur staðan lítið breyst eftir að VG tók við félagsmálaráðuneytinu og ráðuneytið virðist nánast líta svo á málið sé því óviðkomandi. Meðvirkni meirihlutans með ríkisstjórninni Þetta virðingar- og skeytingarleysi gagnvart hópi í mjög viðkvæmri stöðu er ekki boðlegt. Meðvirkni núverandi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirðis gagnvart ríkisstjórninni hefur um of stýrt för hjá bæjarfélaginu. Samfylkingin mun berjast fyrir því að málin verði tekin fastari tökum og krefjast þess að ríki og sveitarfélög setjist strax niður og ræði skipulag og umgjörð þjónustunnar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Höfundur skipar 3. sætið á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Börn og uppeldi Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherrar Framsóknarflokksins og VG hafa á síðustu árum látið undir höfuð leggjast að taka á málum barna og ungmenna með fjölþættan vanda. Áhugaleysi ríkisstjórnarflokkanna á þessum málaflokki er sláandi. Ríkið hefur komið vandanum yfir á sveitarfélögin og þau hafa að stórum hluta útvistað þjónustunni til einkaaðila án nauðsynlegrar umræðu. Málið hefur verið til umfjöllunar á síðustu fundum fjölskylduráðs Hafnarfjarðar enda brýnt að taka þessi mál til skoðunar. Mikilvægt er að líta til öryggis skjólstæðinga og starfsmanna en fyrir skemmstu varð starfsmaður einkarekins vistunarúrræðis fyrir börn með fjölþættan vanda fyrir alvarlegri líkamsárás af hálfu skjólstæðings og það er algjörlega óásættanlegt að slíkt gerist Kostnaðaraukning lendir á sveitarfélögum Úrræði sem áður voru á hendi ríkisins hafa flust yfir til sveitarfélaganna án þess að fjármagn hafi fylgt með. Á sama tíma hefur ríkið lokað vistunarúrræðum á vegum Barnaverndarstofu án þess að nokkuð hafi komið í stað þeirra. Kostnaðaraukningin vegna vistunar barna með fjölþættan vanda hefur svo öll lent á sveitarfélögunum en á síðasta ári nam kostnaðurinn tveimur milljörðum króna. Hér er gamalkunnugt stef á ferðinni þar sem ríkið sker niður rekstur hjá sér til að bæta afkomu sína en lætur sveitarfélögin taka skellinn. Hér er á ferðinni fjármálastefna Sjálfstæðisflokksins og hún kemur niður á velferðarþjónustunni. Eðlilega hafa einkaaðilar stigið inn í þetta tómarúm og boðið upp á þessa mikilvægu þjónustu og hjá þeim er vafalítið unnið mjög gott starf af metnaði í þágu skjólstæðinganna. Engu að síður hefur þessi þróun átt sér stað án nokkurrar umræðu og það er ekki ásættanlegt. Ekki nóg að breyta heiti ráðherra í barnamálaráðherra Á síðasta kjörtímabili var Framsóknarflokkurinn með félags- jafnréttismálaráðuneytið en nafninu var breytt árið 2019 í félags- og barnamálaráðuneytið til að leggja áherslu á málefni barna. Nafnabreytingin hafði því miður ekki mikið að segja fyrir börn með fjölþættan vanda því lítið miðaði í þeim málum undir forystu Ásmundar Einars Daðasonar á síðasta kjörtímabili. Og því miður hefur staðan lítið breyst eftir að VG tók við félagsmálaráðuneytinu og ráðuneytið virðist nánast líta svo á málið sé því óviðkomandi. Meðvirkni meirihlutans með ríkisstjórninni Þetta virðingar- og skeytingarleysi gagnvart hópi í mjög viðkvæmri stöðu er ekki boðlegt. Meðvirkni núverandi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirðis gagnvart ríkisstjórninni hefur um of stýrt för hjá bæjarfélaginu. Samfylkingin mun berjast fyrir því að málin verði tekin fastari tökum og krefjast þess að ríki og sveitarfélög setjist strax niður og ræði skipulag og umgjörð þjónustunnar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Höfundur skipar 3. sætið á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar