Börn með fjölþættan vanda og vanræksla ríkisstjórnarinnar Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 3. maí 2022 19:01 Félagsmálaráðherrar Framsóknarflokksins og VG hafa á síðustu árum látið undir höfuð leggjast að taka á málum barna og ungmenna með fjölþættan vanda. Áhugaleysi ríkisstjórnarflokkanna á þessum málaflokki er sláandi. Ríkið hefur komið vandanum yfir á sveitarfélögin og þau hafa að stórum hluta útvistað þjónustunni til einkaaðila án nauðsynlegrar umræðu. Málið hefur verið til umfjöllunar á síðustu fundum fjölskylduráðs Hafnarfjarðar enda brýnt að taka þessi mál til skoðunar. Mikilvægt er að líta til öryggis skjólstæðinga og starfsmanna en fyrir skemmstu varð starfsmaður einkarekins vistunarúrræðis fyrir börn með fjölþættan vanda fyrir alvarlegri líkamsárás af hálfu skjólstæðings og það er algjörlega óásættanlegt að slíkt gerist Kostnaðaraukning lendir á sveitarfélögum Úrræði sem áður voru á hendi ríkisins hafa flust yfir til sveitarfélaganna án þess að fjármagn hafi fylgt með. Á sama tíma hefur ríkið lokað vistunarúrræðum á vegum Barnaverndarstofu án þess að nokkuð hafi komið í stað þeirra. Kostnaðaraukningin vegna vistunar barna með fjölþættan vanda hefur svo öll lent á sveitarfélögunum en á síðasta ári nam kostnaðurinn tveimur milljörðum króna. Hér er gamalkunnugt stef á ferðinni þar sem ríkið sker niður rekstur hjá sér til að bæta afkomu sína en lætur sveitarfélögin taka skellinn. Hér er á ferðinni fjármálastefna Sjálfstæðisflokksins og hún kemur niður á velferðarþjónustunni. Eðlilega hafa einkaaðilar stigið inn í þetta tómarúm og boðið upp á þessa mikilvægu þjónustu og hjá þeim er vafalítið unnið mjög gott starf af metnaði í þágu skjólstæðinganna. Engu að síður hefur þessi þróun átt sér stað án nokkurrar umræðu og það er ekki ásættanlegt. Ekki nóg að breyta heiti ráðherra í barnamálaráðherra Á síðasta kjörtímabili var Framsóknarflokkurinn með félags- jafnréttismálaráðuneytið en nafninu var breytt árið 2019 í félags- og barnamálaráðuneytið til að leggja áherslu á málefni barna. Nafnabreytingin hafði því miður ekki mikið að segja fyrir börn með fjölþættan vanda því lítið miðaði í þeim málum undir forystu Ásmundar Einars Daðasonar á síðasta kjörtímabili. Og því miður hefur staðan lítið breyst eftir að VG tók við félagsmálaráðuneytinu og ráðuneytið virðist nánast líta svo á málið sé því óviðkomandi. Meðvirkni meirihlutans með ríkisstjórninni Þetta virðingar- og skeytingarleysi gagnvart hópi í mjög viðkvæmri stöðu er ekki boðlegt. Meðvirkni núverandi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirðis gagnvart ríkisstjórninni hefur um of stýrt för hjá bæjarfélaginu. Samfylkingin mun berjast fyrir því að málin verði tekin fastari tökum og krefjast þess að ríki og sveitarfélög setjist strax niður og ræði skipulag og umgjörð þjónustunnar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Höfundur skipar 3. sætið á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Börn og uppeldi Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherrar Framsóknarflokksins og VG hafa á síðustu árum látið undir höfuð leggjast að taka á málum barna og ungmenna með fjölþættan vanda. Áhugaleysi ríkisstjórnarflokkanna á þessum málaflokki er sláandi. Ríkið hefur komið vandanum yfir á sveitarfélögin og þau hafa að stórum hluta útvistað þjónustunni til einkaaðila án nauðsynlegrar umræðu. Málið hefur verið til umfjöllunar á síðustu fundum fjölskylduráðs Hafnarfjarðar enda brýnt að taka þessi mál til skoðunar. Mikilvægt er að líta til öryggis skjólstæðinga og starfsmanna en fyrir skemmstu varð starfsmaður einkarekins vistunarúrræðis fyrir börn með fjölþættan vanda fyrir alvarlegri líkamsárás af hálfu skjólstæðings og það er algjörlega óásættanlegt að slíkt gerist Kostnaðaraukning lendir á sveitarfélögum Úrræði sem áður voru á hendi ríkisins hafa flust yfir til sveitarfélaganna án þess að fjármagn hafi fylgt með. Á sama tíma hefur ríkið lokað vistunarúrræðum á vegum Barnaverndarstofu án þess að nokkuð hafi komið í stað þeirra. Kostnaðaraukningin vegna vistunar barna með fjölþættan vanda hefur svo öll lent á sveitarfélögunum en á síðasta ári nam kostnaðurinn tveimur milljörðum króna. Hér er gamalkunnugt stef á ferðinni þar sem ríkið sker niður rekstur hjá sér til að bæta afkomu sína en lætur sveitarfélögin taka skellinn. Hér er á ferðinni fjármálastefna Sjálfstæðisflokksins og hún kemur niður á velferðarþjónustunni. Eðlilega hafa einkaaðilar stigið inn í þetta tómarúm og boðið upp á þessa mikilvægu þjónustu og hjá þeim er vafalítið unnið mjög gott starf af metnaði í þágu skjólstæðinganna. Engu að síður hefur þessi þróun átt sér stað án nokkurrar umræðu og það er ekki ásættanlegt. Ekki nóg að breyta heiti ráðherra í barnamálaráðherra Á síðasta kjörtímabili var Framsóknarflokkurinn með félags- jafnréttismálaráðuneytið en nafninu var breytt árið 2019 í félags- og barnamálaráðuneytið til að leggja áherslu á málefni barna. Nafnabreytingin hafði því miður ekki mikið að segja fyrir börn með fjölþættan vanda því lítið miðaði í þeim málum undir forystu Ásmundar Einars Daðasonar á síðasta kjörtímabili. Og því miður hefur staðan lítið breyst eftir að VG tók við félagsmálaráðuneytinu og ráðuneytið virðist nánast líta svo á málið sé því óviðkomandi. Meðvirkni meirihlutans með ríkisstjórninni Þetta virðingar- og skeytingarleysi gagnvart hópi í mjög viðkvæmri stöðu er ekki boðlegt. Meðvirkni núverandi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirðis gagnvart ríkisstjórninni hefur um of stýrt för hjá bæjarfélaginu. Samfylkingin mun berjast fyrir því að málin verði tekin fastari tökum og krefjast þess að ríki og sveitarfélög setjist strax niður og ræði skipulag og umgjörð þjónustunnar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Höfundur skipar 3. sætið á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun