Samtakamáttur og baráttuandi kennara er mikill Magnús Þór Jónsson skrifar 30. apríl 2022 12:31 Við þekkjum öll textann um maísólina sem rís, vonina sem hún færir og þau hughrif sem geislar hennar veita samstöðuviljanum. Það er auðvitað engin tilviljun að ljóð Halldórs Laxness er fastur liður í samkomum á alþjóðlegum baráttudegi launafólks þann 1. maí enda ljóðlínurnar meitlaðar í þeirra vitund. Þó að ljóðið sé vissulega orðið nokkurra áratuga gamalt þá talar það enn inn í íslenskt samfélag og er mikilvægt innlegg í kjarabaráttu hvers tíma. Því að þrátt fyrir að mikill ávinningur hafi orðið í kjarabaráttu launafólks frá því að fyrsta íslenska kröfugangan var haldin árið 1923 þá eru enn ærin verkefni fyrir höndum og mikilvægi samstöðunnar og baráttuviljans hefur ekkert dvínað. Hjá okkur kennurum hefur baráttan verið þyrnum stráð og kostað blóð, svita og tár. Sagan okkar geymir átök í tengslum við satt að segja nær alla okkar kjarasamninga þó ekki hafi þeim öllum fylgt verkfallsátök eða viðlíka vinnumatsaðgerðir. Þegar þessi orð eru rituð er blek á nýgerðum kjarasamningi Félags leikskólakennara nýþornað og ekki er langt síðan undirritaðir voru samningar við Félag grunnskólakennara og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum en enn hefur ekki tekist að ljúka kjarasamningi við stjórnendafélög leik- og grunnskóla innan KÍ. Í öllum þessum samningum hafa lítil skref verið tekin í átt að bættum kjörum kennara en við vitum öll að enn er langt í land með að við náum þeim áföngum á leiðinni sem lengi hefur verið sveiflað að væri handan horns og í raun eru óuppfyllt loforð sem hanga yfir samskiptum okkar við viðsemjendur okkar, ríki og sveitarfélög. Loforð um jöfnun launa sem fylgdu jöfnun lífeyrisréttinda árið 2016 eru þar stærst. Sú sjálfsagða krafa að sérfræðingastéttin kennarar sé með launakjör sambærileg við sérfræðinga á almennum markaði var það ár sett í farveg sem enn hefur ekki skilað af sér neinu sem hönd á festir og það er einfaldlega þannig að tími funda, rannsókna og skýrslna er liðinn og kominn er tími á að taka þau skref sem lofað hefur verið að muni verða tekin. Við höfum tekið á okkur þann hlut sem okkur var ætlað og nú er komið að því að vinnuveitandinn taki sín skref. Þeir kjarasamningar sem að gerðir hafa verið að undanförnu hafa allir átt það sammerkt að þeir fylgja svonefndum lífskjarasamningi, en sá rennur út snemma árs 2023, eða á þeim tíma þar sem flestir okkar samningar renna líka út. Það er því okkur öllum ljóst að fram undan eru lykiltímar í kjarabaráttu kennara enn á ný. Í aðdraganda nýgerðra kjarasamninga mátti öllum vera ljóst að samtakamáttur og baráttuandi kennarastéttarinnar er mikill. Við höfum unnið enn eitt stórvirkið síðustu ár þar sem við náðum betri árangri í varnarbaráttu menntunar í heimsfaraldri en annars staðar í heiminum og erum tilbúin að nýta þá reynslu til að verða enn betri í störfum okkar, öllum börnum til heilla. Ég treysti því að viðsemjendur okkar standi við að þau fallegu orð sem okkur voru færð í þeirri baráttu og hafi í raun réttri sýnt þeim fram á mikilvægi kennarastéttarinnar fyrir íslenskt samfélag og tryggi henni þann aðbúnað sem hún þarf í störfum sínum. Vissulega kemur ýmislegt þar inn í en stærsti þátturinn eru að sjálfsögðu launakjör stéttarinnar og þá einfaldlega að gefin loforð verði efnd. Eins og nefnt hefur verið í umræðum kennara víða í vetur, núna er næst. Sá tími er kominn! Við skulum taka þátt í viðburðum baráttudags launafólks nú á sunnudaginn. Með því heiðrum við baráttu þeirra sem á undan okkur hafa gengið og þjöppum okkur líka saman fyrir komandi verkefni, við ætlum að bera saman fána þessa framtíðarlands! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kjaramál Magnús Þór Jónsson Verkalýðsdagurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll textann um maísólina sem rís, vonina sem hún færir og þau hughrif sem geislar hennar veita samstöðuviljanum. Það er auðvitað engin tilviljun að ljóð Halldórs Laxness er fastur liður í samkomum á alþjóðlegum baráttudegi launafólks þann 1. maí enda ljóðlínurnar meitlaðar í þeirra vitund. Þó að ljóðið sé vissulega orðið nokkurra áratuga gamalt þá talar það enn inn í íslenskt samfélag og er mikilvægt innlegg í kjarabaráttu hvers tíma. Því að þrátt fyrir að mikill ávinningur hafi orðið í kjarabaráttu launafólks frá því að fyrsta íslenska kröfugangan var haldin árið 1923 þá eru enn ærin verkefni fyrir höndum og mikilvægi samstöðunnar og baráttuviljans hefur ekkert dvínað. Hjá okkur kennurum hefur baráttan verið þyrnum stráð og kostað blóð, svita og tár. Sagan okkar geymir átök í tengslum við satt að segja nær alla okkar kjarasamninga þó ekki hafi þeim öllum fylgt verkfallsátök eða viðlíka vinnumatsaðgerðir. Þegar þessi orð eru rituð er blek á nýgerðum kjarasamningi Félags leikskólakennara nýþornað og ekki er langt síðan undirritaðir voru samningar við Félag grunnskólakennara og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum en enn hefur ekki tekist að ljúka kjarasamningi við stjórnendafélög leik- og grunnskóla innan KÍ. Í öllum þessum samningum hafa lítil skref verið tekin í átt að bættum kjörum kennara en við vitum öll að enn er langt í land með að við náum þeim áföngum á leiðinni sem lengi hefur verið sveiflað að væri handan horns og í raun eru óuppfyllt loforð sem hanga yfir samskiptum okkar við viðsemjendur okkar, ríki og sveitarfélög. Loforð um jöfnun launa sem fylgdu jöfnun lífeyrisréttinda árið 2016 eru þar stærst. Sú sjálfsagða krafa að sérfræðingastéttin kennarar sé með launakjör sambærileg við sérfræðinga á almennum markaði var það ár sett í farveg sem enn hefur ekki skilað af sér neinu sem hönd á festir og það er einfaldlega þannig að tími funda, rannsókna og skýrslna er liðinn og kominn er tími á að taka þau skref sem lofað hefur verið að muni verða tekin. Við höfum tekið á okkur þann hlut sem okkur var ætlað og nú er komið að því að vinnuveitandinn taki sín skref. Þeir kjarasamningar sem að gerðir hafa verið að undanförnu hafa allir átt það sammerkt að þeir fylgja svonefndum lífskjarasamningi, en sá rennur út snemma árs 2023, eða á þeim tíma þar sem flestir okkar samningar renna líka út. Það er því okkur öllum ljóst að fram undan eru lykiltímar í kjarabaráttu kennara enn á ný. Í aðdraganda nýgerðra kjarasamninga mátti öllum vera ljóst að samtakamáttur og baráttuandi kennarastéttarinnar er mikill. Við höfum unnið enn eitt stórvirkið síðustu ár þar sem við náðum betri árangri í varnarbaráttu menntunar í heimsfaraldri en annars staðar í heiminum og erum tilbúin að nýta þá reynslu til að verða enn betri í störfum okkar, öllum börnum til heilla. Ég treysti því að viðsemjendur okkar standi við að þau fallegu orð sem okkur voru færð í þeirri baráttu og hafi í raun réttri sýnt þeim fram á mikilvægi kennarastéttarinnar fyrir íslenskt samfélag og tryggi henni þann aðbúnað sem hún þarf í störfum sínum. Vissulega kemur ýmislegt þar inn í en stærsti þátturinn eru að sjálfsögðu launakjör stéttarinnar og þá einfaldlega að gefin loforð verði efnd. Eins og nefnt hefur verið í umræðum kennara víða í vetur, núna er næst. Sá tími er kominn! Við skulum taka þátt í viðburðum baráttudags launafólks nú á sunnudaginn. Með því heiðrum við baráttu þeirra sem á undan okkur hafa gengið og þjöppum okkur líka saman fyrir komandi verkefni, við ætlum að bera saman fána þessa framtíðarlands! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar