Fjárfestum markvisst í hverfum Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Einar Þorvarðarson skrifa 29. apríl 2022 10:30 Síðustu ár höfum við í Viðreisn lagt áherslu á að framtíðarsýn Kópavogsbæjar sé skýr. Að bæjarstjórn og starfsfólk sveitarfélagsins gangi í takt með ábyrgum rekstri, ábyrgum ákvörðunum og skýrum stefnum fyrir öll meginsvið í rekstri sveitarfélagsins. Þessar áherslur hafa þegar skilað sér með breytingum og endurspeglast áhersla okkar m.a. í nýstofnuðu fjármálasviði þar sem markvisst mat fer fram á nýtingu fjármagns og ákvarðanir eru teknar á grundvelli stefnumarkandi áætlana. Við mælum svo frammistöðu okkar stöðugt í nákvæmu upplýsingakerfi sem er sýnilegt öllum Kópavogsbúum á grundvelli gagnsæis. Fækkum nefndum og stofnum umhverfisráð allra hverfa. Til að fylgja vinnu okkar eftir leggjum við nú einnig til einföldun á nefndarkerfi sveitarélagsins til aukinnar skilvirkni. Þannig viljum við fækka nefndum innan stjórnsýslunnar og færa verkefni þeirra til ráðanna sem þegar eru starfandi. Við viljum einnig stofna umhverfisráð í öllum hverfum þar sem íbúar fá greitt fyrir vinnu sína til að tryggja aukna samvinnu á milli íbúa og bæjarins. Markmiðið er að tryggja að viðhald eldri hverfa verði í takti við þarfir og væntingar íbúa og að vistvæn og heilsueflandi hverfi verði þróuð í víðtæku og metnaðarfullu samráði. Við boðum einnig róttækar breytingar á undirbúningi skipulagsmála þar sem samráð við íbúa verði tryggt á fyrstu stigum. Nú bíður okkar að gera hverfisáætlanir fyrir öll fimm hverfi Kópavogs. Við viljum efla nærþjónustu og styrkja miðsvæði sem hjörtu hverfanna. Breyta þarf flokkun á úrgangi og tryggja nýjar lausnir við úrgangsstjórnun. Við ætlum að tryggja betur öryggi á svæðum í umsjón bæjarins og koma hundagerðum í öll hverfi. Þá þarf að auka og bæta viðhald gatna, stíga og leiksvæða. Umhverfi og lýðheilsa eru samtvinnuð. Við í Viðreisn teljum mikilvægt að vinna lýðheilsuáætlanir fyrir öll skólahverfi sem m.a. byggja á mælingum sem birtar eru í mælaborði barna. Við leggjum áherslu á viðhald og varðveislu grænna svæða til leiks, íþrótta, samvista og útiveru og viljum leitast við að skapa aðstæður sem hjálpa börnum jafnt sem fullorðnum til að stunda hreyfingu, leik og útivist í sínu nánasta umhverfi. Viljum hugsa hið byggða umhverfi sem hringrás þar sem samgöngur, skipulag og húsnæði er hugsað sem ein heild og að fólk hafi val um að sækja verslun, þjónustu og atvinnu með virkum ferðamátum. Mikil uppbygging framundan Það er gríðarlega mikilvæg uppbygging framundan í Kópavogi. Má þar nefna þéttingarverkefni eins og seinni hluta Glaðheima þar sem verðlaunahugmynd gerir ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði lögð í stokk og Linda- og Smárahverfi tengd saman með göngu- og hjólastígum og grænum svæðum. Við viljum hefja þegar í stað undirbúning deiliskipulags á nýrri íbúabyggð í Vatnsendahlíð til að þar sé unnt að byrja að byggja um leið og færi gefst. Skipulag við Vatnsendahvarf þarf hins vegar að endurskoða og vinna þarf nýja skipulagslýsingu fyrir Kársnes áður en frekari ákvarðanir verða teknar fyrir það svæði. Við viljum standa að hugmyndasamkeppni fyrir íþrótta- og útivistarsvæðin okkar í Smáranum og Kórnum þar sem m.a. þarf að vinna með samgöngulausnir og horfa þarf til möguleika á menntaskóla á þeim svæðum og annari framtíðaruppbyggingu í samráði við íbúa og íþróttafélögin. Viðreisn í Kópavogi vill fjárfesta til framtíðar með íbúum! Theodóra S. Þorsteinsdóttir - Oddviti Viðreisnar í KópavogiEinar Þorvarðarson - Skipar annað sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Theódóra S. Þorsteinsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár höfum við í Viðreisn lagt áherslu á að framtíðarsýn Kópavogsbæjar sé skýr. Að bæjarstjórn og starfsfólk sveitarfélagsins gangi í takt með ábyrgum rekstri, ábyrgum ákvörðunum og skýrum stefnum fyrir öll meginsvið í rekstri sveitarfélagsins. Þessar áherslur hafa þegar skilað sér með breytingum og endurspeglast áhersla okkar m.a. í nýstofnuðu fjármálasviði þar sem markvisst mat fer fram á nýtingu fjármagns og ákvarðanir eru teknar á grundvelli stefnumarkandi áætlana. Við mælum svo frammistöðu okkar stöðugt í nákvæmu upplýsingakerfi sem er sýnilegt öllum Kópavogsbúum á grundvelli gagnsæis. Fækkum nefndum og stofnum umhverfisráð allra hverfa. Til að fylgja vinnu okkar eftir leggjum við nú einnig til einföldun á nefndarkerfi sveitarélagsins til aukinnar skilvirkni. Þannig viljum við fækka nefndum innan stjórnsýslunnar og færa verkefni þeirra til ráðanna sem þegar eru starfandi. Við viljum einnig stofna umhverfisráð í öllum hverfum þar sem íbúar fá greitt fyrir vinnu sína til að tryggja aukna samvinnu á milli íbúa og bæjarins. Markmiðið er að tryggja að viðhald eldri hverfa verði í takti við þarfir og væntingar íbúa og að vistvæn og heilsueflandi hverfi verði þróuð í víðtæku og metnaðarfullu samráði. Við boðum einnig róttækar breytingar á undirbúningi skipulagsmála þar sem samráð við íbúa verði tryggt á fyrstu stigum. Nú bíður okkar að gera hverfisáætlanir fyrir öll fimm hverfi Kópavogs. Við viljum efla nærþjónustu og styrkja miðsvæði sem hjörtu hverfanna. Breyta þarf flokkun á úrgangi og tryggja nýjar lausnir við úrgangsstjórnun. Við ætlum að tryggja betur öryggi á svæðum í umsjón bæjarins og koma hundagerðum í öll hverfi. Þá þarf að auka og bæta viðhald gatna, stíga og leiksvæða. Umhverfi og lýðheilsa eru samtvinnuð. Við í Viðreisn teljum mikilvægt að vinna lýðheilsuáætlanir fyrir öll skólahverfi sem m.a. byggja á mælingum sem birtar eru í mælaborði barna. Við leggjum áherslu á viðhald og varðveislu grænna svæða til leiks, íþrótta, samvista og útiveru og viljum leitast við að skapa aðstæður sem hjálpa börnum jafnt sem fullorðnum til að stunda hreyfingu, leik og útivist í sínu nánasta umhverfi. Viljum hugsa hið byggða umhverfi sem hringrás þar sem samgöngur, skipulag og húsnæði er hugsað sem ein heild og að fólk hafi val um að sækja verslun, þjónustu og atvinnu með virkum ferðamátum. Mikil uppbygging framundan Það er gríðarlega mikilvæg uppbygging framundan í Kópavogi. Má þar nefna þéttingarverkefni eins og seinni hluta Glaðheima þar sem verðlaunahugmynd gerir ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði lögð í stokk og Linda- og Smárahverfi tengd saman með göngu- og hjólastígum og grænum svæðum. Við viljum hefja þegar í stað undirbúning deiliskipulags á nýrri íbúabyggð í Vatnsendahlíð til að þar sé unnt að byrja að byggja um leið og færi gefst. Skipulag við Vatnsendahvarf þarf hins vegar að endurskoða og vinna þarf nýja skipulagslýsingu fyrir Kársnes áður en frekari ákvarðanir verða teknar fyrir það svæði. Við viljum standa að hugmyndasamkeppni fyrir íþrótta- og útivistarsvæðin okkar í Smáranum og Kórnum þar sem m.a. þarf að vinna með samgöngulausnir og horfa þarf til möguleika á menntaskóla á þeim svæðum og annari framtíðaruppbyggingu í samráði við íbúa og íþróttafélögin. Viðreisn í Kópavogi vill fjárfesta til framtíðar með íbúum! Theodóra S. Þorsteinsdóttir - Oddviti Viðreisnar í KópavogiEinar Þorvarðarson - Skipar annað sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar