Sköpum pláss fyrir mannlíf Birkir Ingibjartsson skrifar 28. apríl 2022 18:00 Mikil uppbygging hefur átt sér stað í miðborginni síðustu ár, við Hverfisgötu, Hafnartorg og Austurhöfn og víðar. Þá eru ótalin fyrirhuguð uppbyggingarsvæði í jaðri miðborgarinnar. Má þar nefna uppbyggingu Nýs Landspítala, þróun svæðis Háskóla Íslands, Vesturbugt, Héðinsreit og stjórnarráðsreitinn við Skúlagötuna. Allt reitir sem munu í raun stækka miðborgina en einnig ramma inn elsta hluta hennar. Að tryggja gott aðgengi inn í miðborgina og innan hennar verður því sífellt meiri áskorun, ekki síst þegar minnst skilvirki samgöngumátinn, einkabíllinn, fær eins mikið pláss til yfirráða og hann gerir í dag. Við getum verið stolt af því að eiga loks okkar eigin göngugötu en víða um heim eru borgir að taka enn stærri skref í þá átt að skilgreina stór bíllaus svæði innan borgarmarkanna. Ekki síst á þetta við um elstu kjarna þessara borga, svæði sem byggðust upp á forsendum hins gangandi vegfaranda og voru mörg bíllaus í tugi ef ekki hundruð ára áður en bílnum var gefið þar tækifæri. Við eigum að fylgja fordæmi nágrannaborga okkar og taka af skarið með að skilgreina stærri svæði innan miðborgar Reykjavíkur þar sem virkir ferðamátar og almenningssamgöngur njóta skýrs forgangs. Þá á ég ekki við að við bönnum umferð bíla með öllu heldur búum þannig um hnútana að umhverfið sé hannað á forsendum fólksins í borginni en ekki bílsins. Þannig var þetta hér áður fyrr. Kvosin, hornsteinn borgarbyggðar á Íslandi, byggðist að stærstu leyti upp áður en bíllinn kom til skjalanna. Það sama má segja um Laugaveg, Lækjargötu og fleiri götur í miðborginni. Breyttum aðstæðum þarf að mæta með nýjum lausnum. Auknum fólksfjölda í miðborginni þarf að svara með öflugum almenningssamgöngum sem íbúar, gestir og fólk sem starfar í miðborginni geta treyst á. Þar kemur Borgarlínan til skjalanna sem lang skilvirkasti samgöngumátinn. Bæði hvað rýmisnotkun varðar en ekki síst fjölda farþega sem hún getur borið. Borgarlínan mun þannig minnka þörfina á umferð bíla inn í miðborgina sem temprar óþarfa bílaumferð á svæðinu. Í því felast tækifæri til skilgreina stærri svæði þar sem bíllinn er víkjandi sem gefur færi á að bæta öryggi og upplifun þess vaxandi hóps gangandi vegfarenda sem fer um miðborgina á hverjum degi. Götur borgarinnar eru vettvangur mannlífsins sama í hvaða erindagjörðum við erum. Hvort sem við erum íbúar, ferðamenn, störfum í miðborginni eða erum einfaldlega að fá okkur einn kaldan á Austurvelli. Gatan er okkar sameiginlega rými og því meira pláss sem mannlífið fær til umráða því skemmtilegra. Það er fólkið í borginni sem vekur áhuga okkar og athygli, ekki bílarnir. Við eigum að taka þeim umbreytingum sem eru að verða á umhverfi borgarinnar fagnandi. Horfa til langs tíma og nýta tækifærið sem fylgir fyrirhuguðum framkvæmdum við Borgarlínu til að betrumbæta borgarumhverfið í átt til grænni framtíðar. Við eigum að forgangsraða nýtingu almannarýmisins í þágu mannlífsins og endurhugsa borgarrými sem bíllinn hefur einokað í lengri tíma. Er til dæmis einhver sem saknar bílastæðanna á Óðinstorgi, framan við Tollhúsið eða á Ingólfstorgi, sem eldri kynslóðir þekktu sem Hallærisplanið. Þar stóðu áður bílar hreyfingarlausir yfir daginn en í dag förum við þangað til að fá okkur ís, drekka hvítvín með vinkonum eða á skauta fyrir jólin. Þar er núna pláss fyrir mannlíf. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Skipulag Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Skoðun Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Sjá meira
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í miðborginni síðustu ár, við Hverfisgötu, Hafnartorg og Austurhöfn og víðar. Þá eru ótalin fyrirhuguð uppbyggingarsvæði í jaðri miðborgarinnar. Má þar nefna uppbyggingu Nýs Landspítala, þróun svæðis Háskóla Íslands, Vesturbugt, Héðinsreit og stjórnarráðsreitinn við Skúlagötuna. Allt reitir sem munu í raun stækka miðborgina en einnig ramma inn elsta hluta hennar. Að tryggja gott aðgengi inn í miðborgina og innan hennar verður því sífellt meiri áskorun, ekki síst þegar minnst skilvirki samgöngumátinn, einkabíllinn, fær eins mikið pláss til yfirráða og hann gerir í dag. Við getum verið stolt af því að eiga loks okkar eigin göngugötu en víða um heim eru borgir að taka enn stærri skref í þá átt að skilgreina stór bíllaus svæði innan borgarmarkanna. Ekki síst á þetta við um elstu kjarna þessara borga, svæði sem byggðust upp á forsendum hins gangandi vegfaranda og voru mörg bíllaus í tugi ef ekki hundruð ára áður en bílnum var gefið þar tækifæri. Við eigum að fylgja fordæmi nágrannaborga okkar og taka af skarið með að skilgreina stærri svæði innan miðborgar Reykjavíkur þar sem virkir ferðamátar og almenningssamgöngur njóta skýrs forgangs. Þá á ég ekki við að við bönnum umferð bíla með öllu heldur búum þannig um hnútana að umhverfið sé hannað á forsendum fólksins í borginni en ekki bílsins. Þannig var þetta hér áður fyrr. Kvosin, hornsteinn borgarbyggðar á Íslandi, byggðist að stærstu leyti upp áður en bíllinn kom til skjalanna. Það sama má segja um Laugaveg, Lækjargötu og fleiri götur í miðborginni. Breyttum aðstæðum þarf að mæta með nýjum lausnum. Auknum fólksfjölda í miðborginni þarf að svara með öflugum almenningssamgöngum sem íbúar, gestir og fólk sem starfar í miðborginni geta treyst á. Þar kemur Borgarlínan til skjalanna sem lang skilvirkasti samgöngumátinn. Bæði hvað rýmisnotkun varðar en ekki síst fjölda farþega sem hún getur borið. Borgarlínan mun þannig minnka þörfina á umferð bíla inn í miðborgina sem temprar óþarfa bílaumferð á svæðinu. Í því felast tækifæri til skilgreina stærri svæði þar sem bíllinn er víkjandi sem gefur færi á að bæta öryggi og upplifun þess vaxandi hóps gangandi vegfarenda sem fer um miðborgina á hverjum degi. Götur borgarinnar eru vettvangur mannlífsins sama í hvaða erindagjörðum við erum. Hvort sem við erum íbúar, ferðamenn, störfum í miðborginni eða erum einfaldlega að fá okkur einn kaldan á Austurvelli. Gatan er okkar sameiginlega rými og því meira pláss sem mannlífið fær til umráða því skemmtilegra. Það er fólkið í borginni sem vekur áhuga okkar og athygli, ekki bílarnir. Við eigum að taka þeim umbreytingum sem eru að verða á umhverfi borgarinnar fagnandi. Horfa til langs tíma og nýta tækifærið sem fylgir fyrirhuguðum framkvæmdum við Borgarlínu til að betrumbæta borgarumhverfið í átt til grænni framtíðar. Við eigum að forgangsraða nýtingu almannarýmisins í þágu mannlífsins og endurhugsa borgarrými sem bíllinn hefur einokað í lengri tíma. Er til dæmis einhver sem saknar bílastæðanna á Óðinstorgi, framan við Tollhúsið eða á Ingólfstorgi, sem eldri kynslóðir þekktu sem Hallærisplanið. Þar stóðu áður bílar hreyfingarlausir yfir daginn en í dag förum við þangað til að fá okkur ís, drekka hvítvín með vinkonum eða á skauta fyrir jólin. Þar er núna pláss fyrir mannlíf. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun