Viðvaranir Sigmar Guðmundsson skrifar 28. apríl 2022 15:01 Salan á 50 milljarða hlut þjóðarinnar í Íslandsbanka verður sífellt undarlegri. Nú er komið í ljós með ummælum viðskiptaráðherra fyrr í dag að aðdragandinn í ríkisstjórn og ráðherranefndinni er sennilega furðulegasta púslið í þeirra skrípamynd sem er að teiknast upp. Fyrir páska sagði viðskiptaráðherra orðrétt: „ Ég var ekki hlynnt þeirri aðferðafræði sem varð ofan á við söluna á bréfum í Íslandsbanka.. Þessum sjónarmiðum mínum kom ég skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins,“ Önnur leið var hins vegar valin og því miður er fátt sem kemur á óvart í þessu máli og hver útkoman varð.“ Viðskiptaráðherra vildi sem sagt fara aðra leið. Lilja Alfreðsdóttir varaði við og sá þetta stórslys fyrir sem eyddi öllu trausti og kemur í veg fyrir frekari eignasölu. Það er hins vegar óverjandi að almenningur hafi ekki verið upplýstur um þetta fyrir söluna. Forsætisráðherra brást við þessu með því að sá efasemdum um frásögn viðskiptaráðherra með því að benda á að ekkert hafi verið bókað um efasemdirnar og áhyggjurnar. En bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra voru hins vegar alveg í skýjunum með útboðið fyrstu dagana eftir að því lauk. En svo birtist listinn og allt hrundi. Lilja Alfreðsdóttir opinberar svo á Alþingi í dag aðrir ráðherrar í nefndinni hafi bæði haft áhyggjur og efasemdir um þá leið sem farin var. Það þarf eiginlega að endurtaka þetta: Viðskiptaráðherra var að opinbera að bæði fjármála og forsætisráðherra höfðu efasemdir og áhyggjur af þeirri leið sem valin var, en fóru hana samt. Hvernig getur nokkur lifandi maður efast um ábyrgð ráðherrana eftir þetta? Hvernig er hægt að halda því fram að ekki þurfi að rannsaka ábyrgð ráðherrana þriggja sem allir höfðu áhyggjur af leiðinni - sem allir höfðu efasemdir um aðferðina - en ákváðu samt, áhyggjufullir og fullir efasemda, að selja bankann með þessari aðferð. Ríkisendurskoðun er ekki að rannsaka þennan aðdraganda. Ekki fjármálaeftirlitið heldur. Rannsóknarnefnd alþingis verður að fara ofan í saumana á því hvers vegna ráðherrarnir þrír völdu að selja 50 milljarða eign almennings með leið sem þeir höfðu sjálfir efasemdir um og áhyggjur af. Leið sem endaði lóðbeint ofan í skurði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Alþingi Salan á Íslandsbanka Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Salan á 50 milljarða hlut þjóðarinnar í Íslandsbanka verður sífellt undarlegri. Nú er komið í ljós með ummælum viðskiptaráðherra fyrr í dag að aðdragandinn í ríkisstjórn og ráðherranefndinni er sennilega furðulegasta púslið í þeirra skrípamynd sem er að teiknast upp. Fyrir páska sagði viðskiptaráðherra orðrétt: „ Ég var ekki hlynnt þeirri aðferðafræði sem varð ofan á við söluna á bréfum í Íslandsbanka.. Þessum sjónarmiðum mínum kom ég skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins,“ Önnur leið var hins vegar valin og því miður er fátt sem kemur á óvart í þessu máli og hver útkoman varð.“ Viðskiptaráðherra vildi sem sagt fara aðra leið. Lilja Alfreðsdóttir varaði við og sá þetta stórslys fyrir sem eyddi öllu trausti og kemur í veg fyrir frekari eignasölu. Það er hins vegar óverjandi að almenningur hafi ekki verið upplýstur um þetta fyrir söluna. Forsætisráðherra brást við þessu með því að sá efasemdum um frásögn viðskiptaráðherra með því að benda á að ekkert hafi verið bókað um efasemdirnar og áhyggjurnar. En bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra voru hins vegar alveg í skýjunum með útboðið fyrstu dagana eftir að því lauk. En svo birtist listinn og allt hrundi. Lilja Alfreðsdóttir opinberar svo á Alþingi í dag aðrir ráðherrar í nefndinni hafi bæði haft áhyggjur og efasemdir um þá leið sem farin var. Það þarf eiginlega að endurtaka þetta: Viðskiptaráðherra var að opinbera að bæði fjármála og forsætisráðherra höfðu efasemdir og áhyggjur af þeirri leið sem valin var, en fóru hana samt. Hvernig getur nokkur lifandi maður efast um ábyrgð ráðherrana eftir þetta? Hvernig er hægt að halda því fram að ekki þurfi að rannsaka ábyrgð ráðherrana þriggja sem allir höfðu áhyggjur af leiðinni - sem allir höfðu efasemdir um aðferðina - en ákváðu samt, áhyggjufullir og fullir efasemda, að selja bankann með þessari aðferð. Ríkisendurskoðun er ekki að rannsaka þennan aðdraganda. Ekki fjármálaeftirlitið heldur. Rannsóknarnefnd alþingis verður að fara ofan í saumana á því hvers vegna ráðherrarnir þrír völdu að selja 50 milljarða eign almennings með leið sem þeir höfðu sjálfir efasemdir um og áhyggjur af. Leið sem endaði lóðbeint ofan í skurði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar