Viðvaranir Sigmar Guðmundsson skrifar 28. apríl 2022 15:01 Salan á 50 milljarða hlut þjóðarinnar í Íslandsbanka verður sífellt undarlegri. Nú er komið í ljós með ummælum viðskiptaráðherra fyrr í dag að aðdragandinn í ríkisstjórn og ráðherranefndinni er sennilega furðulegasta púslið í þeirra skrípamynd sem er að teiknast upp. Fyrir páska sagði viðskiptaráðherra orðrétt: „ Ég var ekki hlynnt þeirri aðferðafræði sem varð ofan á við söluna á bréfum í Íslandsbanka.. Þessum sjónarmiðum mínum kom ég skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins,“ Önnur leið var hins vegar valin og því miður er fátt sem kemur á óvart í þessu máli og hver útkoman varð.“ Viðskiptaráðherra vildi sem sagt fara aðra leið. Lilja Alfreðsdóttir varaði við og sá þetta stórslys fyrir sem eyddi öllu trausti og kemur í veg fyrir frekari eignasölu. Það er hins vegar óverjandi að almenningur hafi ekki verið upplýstur um þetta fyrir söluna. Forsætisráðherra brást við þessu með því að sá efasemdum um frásögn viðskiptaráðherra með því að benda á að ekkert hafi verið bókað um efasemdirnar og áhyggjurnar. En bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra voru hins vegar alveg í skýjunum með útboðið fyrstu dagana eftir að því lauk. En svo birtist listinn og allt hrundi. Lilja Alfreðsdóttir opinberar svo á Alþingi í dag aðrir ráðherrar í nefndinni hafi bæði haft áhyggjur og efasemdir um þá leið sem farin var. Það þarf eiginlega að endurtaka þetta: Viðskiptaráðherra var að opinbera að bæði fjármála og forsætisráðherra höfðu efasemdir og áhyggjur af þeirri leið sem valin var, en fóru hana samt. Hvernig getur nokkur lifandi maður efast um ábyrgð ráðherrana eftir þetta? Hvernig er hægt að halda því fram að ekki þurfi að rannsaka ábyrgð ráðherrana þriggja sem allir höfðu áhyggjur af leiðinni - sem allir höfðu efasemdir um aðferðina - en ákváðu samt, áhyggjufullir og fullir efasemda, að selja bankann með þessari aðferð. Ríkisendurskoðun er ekki að rannsaka þennan aðdraganda. Ekki fjármálaeftirlitið heldur. Rannsóknarnefnd alþingis verður að fara ofan í saumana á því hvers vegna ráðherrarnir þrír völdu að selja 50 milljarða eign almennings með leið sem þeir höfðu sjálfir efasemdir um og áhyggjur af. Leið sem endaði lóðbeint ofan í skurði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Alþingi Salan á Íslandsbanka Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Salan á 50 milljarða hlut þjóðarinnar í Íslandsbanka verður sífellt undarlegri. Nú er komið í ljós með ummælum viðskiptaráðherra fyrr í dag að aðdragandinn í ríkisstjórn og ráðherranefndinni er sennilega furðulegasta púslið í þeirra skrípamynd sem er að teiknast upp. Fyrir páska sagði viðskiptaráðherra orðrétt: „ Ég var ekki hlynnt þeirri aðferðafræði sem varð ofan á við söluna á bréfum í Íslandsbanka.. Þessum sjónarmiðum mínum kom ég skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins,“ Önnur leið var hins vegar valin og því miður er fátt sem kemur á óvart í þessu máli og hver útkoman varð.“ Viðskiptaráðherra vildi sem sagt fara aðra leið. Lilja Alfreðsdóttir varaði við og sá þetta stórslys fyrir sem eyddi öllu trausti og kemur í veg fyrir frekari eignasölu. Það er hins vegar óverjandi að almenningur hafi ekki verið upplýstur um þetta fyrir söluna. Forsætisráðherra brást við þessu með því að sá efasemdum um frásögn viðskiptaráðherra með því að benda á að ekkert hafi verið bókað um efasemdirnar og áhyggjurnar. En bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra voru hins vegar alveg í skýjunum með útboðið fyrstu dagana eftir að því lauk. En svo birtist listinn og allt hrundi. Lilja Alfreðsdóttir opinberar svo á Alþingi í dag aðrir ráðherrar í nefndinni hafi bæði haft áhyggjur og efasemdir um þá leið sem farin var. Það þarf eiginlega að endurtaka þetta: Viðskiptaráðherra var að opinbera að bæði fjármála og forsætisráðherra höfðu efasemdir og áhyggjur af þeirri leið sem valin var, en fóru hana samt. Hvernig getur nokkur lifandi maður efast um ábyrgð ráðherrana eftir þetta? Hvernig er hægt að halda því fram að ekki þurfi að rannsaka ábyrgð ráðherrana þriggja sem allir höfðu áhyggjur af leiðinni - sem allir höfðu efasemdir um aðferðina - en ákváðu samt, áhyggjufullir og fullir efasemda, að selja bankann með þessari aðferð. Ríkisendurskoðun er ekki að rannsaka þennan aðdraganda. Ekki fjármálaeftirlitið heldur. Rannsóknarnefnd alþingis verður að fara ofan í saumana á því hvers vegna ráðherrarnir þrír völdu að selja 50 milljarða eign almennings með leið sem þeir höfðu sjálfir efasemdir um og áhyggjur af. Leið sem endaði lóðbeint ofan í skurði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar