Viljum við ekki öll eldast? Guðmundur Fylkisson skrifar 28. apríl 2022 10:31 Hvað ert þú að skipta þér að málefnum eldri borgara Guðmundur, er spurning sem ég fékk iðulega fyrir um 10 árum síðan, þá á fimmtugsaldri. Þá hafði ég tekið sæti í Öldungaráði Hafnarfjarðar sem fulltrúi Framsóknarfélags Hafnarfjarðar og sat ég þar í eitt og hálft kjörtímabil. Við vorum reyndar tvö sem vorum þá í yngri kantinum í stjórn Öldungaráðs. Það er nú bara þannig að ég hef áhuga á því að verða eldri borgari í Hafnarfirði þegar ég hef aldur til. Eins er það svo að fyrrum tengdaforeldrar mínir, Magga í Burkna og Lulli, eru eldri borgarar hér í bæ og Magga er dugleg að nýta sér félagsstarf FEBH. Eins sit ég í stjórn Hollvinasamtaka Sólvangs og hef verið frá stofnun og er hvað stoltastur þar af því að við lögðum okkar lóð á vogarskálarnar með að nýi Sólvangur varð að veruleika og verið er að breyta nýtingu á gamla Sólvangi og þar með fjölga hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara. Þegar Hollvinasamtökin voru stofnuð, á sínum tíma, bar á pólitískum átökum um skipan stjórnar og vorum við tvö sem vorum utan þeirra átaka sem gáfum kost á okkur í stjórnina og varð úr að bæði uppstillingin og við skipuðum fyrstu stjórn samtakana. Á þeim tíma var tekist á um hugmyndir um nýtt hjúkrunarheimili í Skarðshlíð. Á báðum þessum vettvöngum, Öldungaráði og Hollvinasamtökunum, kemur fólk með misjafnar stjórnmálaskoðanir en þó með þá sameiginlegu sýn að bæta aðstöðu eldri borgara í bænum okkar. Á vettvangi Öldungaráðs þá beittum við okkur hressilega í ,,matarmálinu“ þegar mikil óánægja skapaðist í framhaldi af því að skipt var um þjónustuaðila þar. Við því var þá brugðist og það lagað. Þeir sem eru skilgreindir sem eldri borgarar í bænum eru um 4000 og þeim fer fjölgandi. Sumir búa heima og eru sjálfum sér nógir, aðrir þurfa aðstoð heima, enn aðrir þurfa fulla þjónustu eins og t.d. á hjúkrunarheimili. Sem betur fer er gert ráð fyrir nýju hjúkrunarheimili í skipulagi Hamranes og er þá næsta skref að fá ríkið að borðinu svo hægt verði að byggja það og reka. Á fyrra kjörtímabilinu mínu í stjórn Öldungaráðs nutum við góðs af því að hafa fundaraðstöðu í Höfn sem þá átti og rak húsin við Sólvangsveg. Eitt af því sem við fengum kynningu á voru hugmyndir Hafnar um byggingu fleiri fjölbýlishúsa fyrir eldri borgara á Sólvangsreitnum, þar sem nálægðin við heilsugæsluna væri t.d. einn af kostunum. Því miður var Höfn leyst upp sem félag en hugmyndirnar eru enn til og finnst mér rétt að þær verði skoðaðar frekar með eldri borgara í huga. Sólvangsreiturinn hentar vel fyrir ákveðinn hóp eldri borgara, sem vill búa í fjölbýli, vera í næsta nágrenni við heilsugæsluna og hjúkrunarheimilið Sólvang. Ég er t.d. þeirrar skoðunar að það megi vel bjóða eldri borgurum í öllum hverfum bæjarins að sækja sér mat í grunnskólana þar sem bærinn rekur þá þjónustu. Á það hefur verið bent að næringarþörf eldri borgara og barna fari ekki endilega vel saman en það er samt svo að einhæft fæði eða skyndibitafæði er mun verri kostur en þessi mismunur í næringu og það hlýtur að vera svo að maturinn sem við bjóðum börnunum okkar sé hollur og næringarríkur. Í dag leigir Hafnarfjarðarbær aðstöðu af Verkalýðsfélaginu Hlíf, Hraunsel við Flatahraun. Bærinn greiðir að sjálfsögðu leigu af aðstöðunni allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þessi aðstaða er mikið notuð en er því miður ekki opin nema þriðjung sólarhringsins og ekki um helgar. Eins er það svo að bærinn á skólahúsnæði í öllum hverfum þar sem eru t.d. smíðastofur sem eru ekki í notkun síðdegis, á kvöldin og um helgar. Bærinn á líka hlutdeild í Hjallabraut 33 og Sólvangshúsunum og þar var aðstaða til tómstunda. Karlar í skúrnum er skemmtilegt framtak Rauðakrossins og spurning hvort við getum ekki gert betur á því sviði. Er ekki bara best að eldast í Hafnarfirði? Höfundur skipar 6. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Eldri borgarar Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Guðmundur Fylkisson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Hvað ert þú að skipta þér að málefnum eldri borgara Guðmundur, er spurning sem ég fékk iðulega fyrir um 10 árum síðan, þá á fimmtugsaldri. Þá hafði ég tekið sæti í Öldungaráði Hafnarfjarðar sem fulltrúi Framsóknarfélags Hafnarfjarðar og sat ég þar í eitt og hálft kjörtímabil. Við vorum reyndar tvö sem vorum þá í yngri kantinum í stjórn Öldungaráðs. Það er nú bara þannig að ég hef áhuga á því að verða eldri borgari í Hafnarfirði þegar ég hef aldur til. Eins er það svo að fyrrum tengdaforeldrar mínir, Magga í Burkna og Lulli, eru eldri borgarar hér í bæ og Magga er dugleg að nýta sér félagsstarf FEBH. Eins sit ég í stjórn Hollvinasamtaka Sólvangs og hef verið frá stofnun og er hvað stoltastur þar af því að við lögðum okkar lóð á vogarskálarnar með að nýi Sólvangur varð að veruleika og verið er að breyta nýtingu á gamla Sólvangi og þar með fjölga hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara. Þegar Hollvinasamtökin voru stofnuð, á sínum tíma, bar á pólitískum átökum um skipan stjórnar og vorum við tvö sem vorum utan þeirra átaka sem gáfum kost á okkur í stjórnina og varð úr að bæði uppstillingin og við skipuðum fyrstu stjórn samtakana. Á þeim tíma var tekist á um hugmyndir um nýtt hjúkrunarheimili í Skarðshlíð. Á báðum þessum vettvöngum, Öldungaráði og Hollvinasamtökunum, kemur fólk með misjafnar stjórnmálaskoðanir en þó með þá sameiginlegu sýn að bæta aðstöðu eldri borgara í bænum okkar. Á vettvangi Öldungaráðs þá beittum við okkur hressilega í ,,matarmálinu“ þegar mikil óánægja skapaðist í framhaldi af því að skipt var um þjónustuaðila þar. Við því var þá brugðist og það lagað. Þeir sem eru skilgreindir sem eldri borgarar í bænum eru um 4000 og þeim fer fjölgandi. Sumir búa heima og eru sjálfum sér nógir, aðrir þurfa aðstoð heima, enn aðrir þurfa fulla þjónustu eins og t.d. á hjúkrunarheimili. Sem betur fer er gert ráð fyrir nýju hjúkrunarheimili í skipulagi Hamranes og er þá næsta skref að fá ríkið að borðinu svo hægt verði að byggja það og reka. Á fyrra kjörtímabilinu mínu í stjórn Öldungaráðs nutum við góðs af því að hafa fundaraðstöðu í Höfn sem þá átti og rak húsin við Sólvangsveg. Eitt af því sem við fengum kynningu á voru hugmyndir Hafnar um byggingu fleiri fjölbýlishúsa fyrir eldri borgara á Sólvangsreitnum, þar sem nálægðin við heilsugæsluna væri t.d. einn af kostunum. Því miður var Höfn leyst upp sem félag en hugmyndirnar eru enn til og finnst mér rétt að þær verði skoðaðar frekar með eldri borgara í huga. Sólvangsreiturinn hentar vel fyrir ákveðinn hóp eldri borgara, sem vill búa í fjölbýli, vera í næsta nágrenni við heilsugæsluna og hjúkrunarheimilið Sólvang. Ég er t.d. þeirrar skoðunar að það megi vel bjóða eldri borgurum í öllum hverfum bæjarins að sækja sér mat í grunnskólana þar sem bærinn rekur þá þjónustu. Á það hefur verið bent að næringarþörf eldri borgara og barna fari ekki endilega vel saman en það er samt svo að einhæft fæði eða skyndibitafæði er mun verri kostur en þessi mismunur í næringu og það hlýtur að vera svo að maturinn sem við bjóðum börnunum okkar sé hollur og næringarríkur. Í dag leigir Hafnarfjarðarbær aðstöðu af Verkalýðsfélaginu Hlíf, Hraunsel við Flatahraun. Bærinn greiðir að sjálfsögðu leigu af aðstöðunni allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þessi aðstaða er mikið notuð en er því miður ekki opin nema þriðjung sólarhringsins og ekki um helgar. Eins er það svo að bærinn á skólahúsnæði í öllum hverfum þar sem eru t.d. smíðastofur sem eru ekki í notkun síðdegis, á kvöldin og um helgar. Bærinn á líka hlutdeild í Hjallabraut 33 og Sólvangshúsunum og þar var aðstaða til tómstunda. Karlar í skúrnum er skemmtilegt framtak Rauðakrossins og spurning hvort við getum ekki gert betur á því sviði. Er ekki bara best að eldast í Hafnarfirði? Höfundur skipar 6. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun