Þankar um ferðaþjónustu í Ölfusi og á landsvísu Steingrímur Þorbjarnarson skrifar 28. apríl 2022 11:01 Nýting auðlinda Ölfusið hefur upp á margt áhugavert að bjóða og 75% erlendra ferðamanna sækja Suðurland heim. Í þessum málum sem öðrum stöndum við frammi fyrir mismunandi valkostum sem hér eru flokkaðir í tvennt. Eigum við að stefna að því að taka við eins miklum fjölda og kostur er eða eigum við að takmarka hann? Stefnan á Íslandi er augljóslega sú að beina hingað sem mestum straumi ferðamanna. Þetta á alls ekki alls staðar við. Til dæmis hafa frændur okkar Færeyingar talað um Ísland sem víti til varnaðar og farið ýmsar leiðir í þeim tilgangi að fá til sín færri, en betur borgandi, ferðamenn. Vandamálin sem við í Ölfusi stöndum frammi fyrir eru einnig tvenns konar. Annars vegar brunar fólk í gegn án þess að staldra við á leið sinni til Gullfoss eða Jökulsárlóns og hins vegar er afleggjarinn niður að Þorlákshöfn frá gatnamótunum við Eyrarbakkaveg 4-5 kílómetrar, sem hefur valdið því að fáir koma úr þeirri áttinni. Ýmis teikn eru á lofti um að breyting verði á og ferðaþjónusta á svæðinu gæti tekið að þróast með öðrum hætti en verið hefur. Eldgosið í Fagradalsfjalli, kóvid-faraldurinn og jafnvel stríðið í Úkraínu breyta ýmsu. Fleiri munu fara um Suðurstrandarveg og verður því helsti þjónustukjarni Ölfuss mun nærtækari viðkomustaður. Áhrifa faraldursins mun gæta til frambúðar, hópar verða smærri en áður, fólkið verður sjálfstæðara og sækist eftir fjölbreytilegri afþreyingu. Þar getur Ölfusið komið sterkt inn í og hefur reyndar þegar gert það með hestaleigum, hellakönnun og fjórhjólaferðum svo eitthvað sé nefnt. Tekjumöguleikar Því miður þurfum við að huga að tekjumöguleikum greinarinnar fyrir okkur þó gaman væri að geta verið sem gestrisnust og öll af vilja gerð að kynna landið okkar. Hingað koma þúsundir manna þegar stjörnubjart er yfir vetrarmánuðina til að líta norðurljósin augum og gefa lítið sem ekkert af sér í héraði. Strandarkirkja er víðfræg og staðsetning hennar er dæmigerð fyrir vinsæla áfangastaði því þar fer saman fræðsla, afþreying og útsýni. Sagan um engilinn með leiðarljósið sem bjargaði skipi frá strandi, að kirkjan hafi orðið rík vegna áheita á hana víðsvegar að úr heiminum og loks stutt ganga upp á brimgarðinn til að horfa út yfir sjóinn fyllir upp í væntingar fólks og vel það. Strandarkirkja hefur því burði til að verða mun vinsælli viðkomustaður en nú er, líkt og Kirkjufell og Reynisfjara urðu að stórstjörnum, okkur öllum að óvörum, en þá þarf líka að huga að innviðum í Selvoginum. Við ættum því að leitast við að fjölga þjónustuaðilum og ná þannig viðskiptum til okkar. Fólk sem tekur bíl á leigu er þrátt fyrir allt í skipulagðri ferð, því gisting og ýmis þjónusta er pöntuð fyrirfram. Mögulega þjónustustaði þarf að gera sýnilega á nútímalegan hátt. Upplýsingamiðstöðvar eru að vissu leyti börn síns tíma, en geta gengið í endurnýjun lífdaga með þennan nýja markhóp í huga. Hættan er hins vegar sú að þjónustan verði ekki arðbær, eða geti af sér láglaunastörf. Ferðaþjónusta býður víðast hvar í heiminum upp á lágar meðaltekjur, og nægir þá að nefna Grikkland og Kanaríeyjar. Heimamenn geta ekki haldið utan um arðbærar eignir þegar þeir standa frammi fyrir miklu öflugri aðilum sem hafa viðskiptavinina í hendi sér. Við eigum ekki að þurfa að falla í þessar gryfjur. Aðlögun að nýjum tímum Stefnumörkun í ferðaþjónustu er til staðar, við auglýsum landið í heild sinni, ríkið heldur uppi öflugu stuðningskerfi við greinina, t.d. gegn um Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, og ferðamálafulltrúa er að finna í hverjum landshluta. Staðsetning okkar hér í Ölfusinu býður upp á að í framtíðinni muni skemmtiferðaskip koma til Þorlákshafnar og þar með gjörbreyta stöðunni. Náttúrulegar aðstæður munu takmarka stærð þeirra skipa, en 200 farþega skemmtiferðaskip lagðist þó að bryggju þegar árið 2018. Ýmsir möguleikar á þróun hafnarinnar hafa ratað á teikniborð, og því stöndum við frammi fyrir vali, hvort við viljum bæta aðgengi þessara skipa og halda áfram á þeirri braut. Þær framkvæmdir sem nú er verið að vinna að, og auka m.a. athafnarými í höfninni, munu reyndar takmarka aðgengi skemmtiferðaskipa, því viðlegukanturinn sem þau geta notað styttist. Tillögur um að bæta við hafnaraðstöðu með ferðaþjónustu í huga hafa t.d. falist í því að grafa hafnarrennu inn í landið, og einnig með nýjum, löngum viðlegukanti í átt að Ölfusá. Nýtum sérstöðu okkar Þegar allir þessir þróunarmöguleikar eru skoðaðir sést fljótlega að hætt er við hagsmunaárekstrum. Skötubót gæti misst gildi sitt sem svört fjara, og þar með aðdráttaraflið sem við höfum notað okkur sem Black Beach. Svartir sandar eru sjaldgæfir í heiminum, en einkenna Suðurlandið. Brimbrettaiðkun gæti þurft að víkja einn daginn og þætti mörgum það miður. Áætlanir um byggingu mjög sérstæðs hótels í útjaðri golfvallarins við Skötubót með baðlóni þurfa líka að falla inn í heildarmyndina til lengri tíma. Erlendum ferðamönnum er jafnan kennt það að á Suðurlandi séu engar hafnir. Það varð til þess að miðhluti þess var síðast numinn, og þá að stórum hluta af fólki sem kom landleiðina frá Norðurlandi. Þetta á sér náttúrulegar skýringar, því samspil jökla og eldfjalla gefur af sér gríðarlegt magn af svörtum sandi sem gerir ströndina svo óárennilega fyrir sjófarendur sem raun ber vitni. Ef ferðamaðurinn hefur áhuga á að innbyrða meiri upplýsingar er minnst á gömlu Eyrarbakkahöfnina. Skemmtiatriðið í því samhengi er að Eyrarbakki hafi þess vegna verið stærri en Reykjavík á tímabili. Þessu gamni fylgir nokkur alvara, því Þorlákshöfn er smá saman að taka við þessu gamla hlutverki Eyrarbakka með nýjum hætti. Hvaða stefnu á að taka? Eins og fyrr segir hefur Ísland mótaða stefnu í ferðamálum. Víða annars staðar er höfð uppi annars konar stefna, sem við ættum einnig að huga að. Við þurfum að beina ferðaþjónustunni inn á brautir sjálfbærni. Sjálfbærni í ferðaþjónustu er e.t.v. óskiljanlegt hugtak, en það hljómar vel, og má skilgreina nánar. Krafan um kolefnishlutleysi er ótvíræð og mun fyrr eða síðar elta ferðaþjónustuna uppi. Óþörf ferðalög milli heimshorna verða litin hornauga. Samt mun fólk ekki hætta að ferðast, en forsendur breytast hratt. Við kynntumst gríðarlegri aukningu á heimsvísu á einum áratug, sem lauk með kóvid-faraldrinum, en er nú að ná fyrri hæðum hér á landi á ný. Allir stökkva til að ná sínum hluta af kökunni, og afleiðingin verður þá væntanlega sú sama og síðast, að á okkur verður bent sem víti til varnaðar. Ferðamenn sem rétt náðu að sjá Gullfoss með frekjunni í öllum troðningnum, bera okkur ekki að öllu leyti vel söguna. Hér erum við í Ölfusi fjarri þessum skarkala, en mörg okkar starfa samt við ferðaþjónustu, og við sjáum fram á alls kyns breytingar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við viljum að sem margbreytilegust ferðaþjónustufyrirtæki nái að dafna hér í sveitarfélaginu, haldi uppi atvinnu og færi tekjur inn í samfélagið. Ferðamálafræðingar telja nú að hér eftir muni störf og ferðalög renna meira saman í eitt, fólk muni dvelja tiltölulega lengi á sama stað og njóta fjölbreytilegri þjónustu en hingað til. Vistvæn orka á bíla til ferðalaga gefur okkur forskot á flest önnur lönd. Stöðugt bætast við meiri þægindi og öryggi með leiðsögu- og skynjaratækni, og áður en við vitum af munu bílarnir keyra sjálfvirkt mestan hluta leiðarinnar. Lærum af reynslunni Talandi um breytingar, þá stóðum við ágætlega af okkur faraldurinn, þó svo að við misstum okkar helstu útflutningsgrein í tvö ár. Ástæðurnar eru margar, m.a. sú að það kostar líka gjaldeyri að taka á móti ferðafólki. Við fórum ekki til útlanda og spöruðum einnig á því. Við vorum heppin, en virðumst ekki hafa breytt um stefnu. Við munum hvernig við gerðum þetta síðast og græddum vel á, og þess vegna ætlum við að fara sömu leiðina aftur. Við í Ölfusi getum ekki breytt miklu í þessum efnum, en þó lagt okkar lóð á eina vogarskál. Með því að sveitarfélagið leggi áherslu á sjálfbærni og fjölbreytileika í atvinnulífi, kolefnishlutleysi og hátt vistvænistig, getum við valið þá leið sem væntanlega skilar mestri hagkvæmni, ánægju og stöðugleika, bæði fyrir ferðamenn og íbúa í Ölfusinu. Við á Íbúalistanum viljum fara í markaðsátak til að byggja upp jákvæða ímynd sveitarfélagsins, kynna hina ótrúlega fjölbreytilegu náttúru þess, og hvernig við bæði nýtum hana og sýnum tilhlýðilega virðingu um leið. Höfundur er leiðsögumaður, jarð- og mannfræðingur og frambjóðandi í 8. sæti Íbúalistans í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ferðamennska á Íslandi Ölfus Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýting auðlinda Ölfusið hefur upp á margt áhugavert að bjóða og 75% erlendra ferðamanna sækja Suðurland heim. Í þessum málum sem öðrum stöndum við frammi fyrir mismunandi valkostum sem hér eru flokkaðir í tvennt. Eigum við að stefna að því að taka við eins miklum fjölda og kostur er eða eigum við að takmarka hann? Stefnan á Íslandi er augljóslega sú að beina hingað sem mestum straumi ferðamanna. Þetta á alls ekki alls staðar við. Til dæmis hafa frændur okkar Færeyingar talað um Ísland sem víti til varnaðar og farið ýmsar leiðir í þeim tilgangi að fá til sín færri, en betur borgandi, ferðamenn. Vandamálin sem við í Ölfusi stöndum frammi fyrir eru einnig tvenns konar. Annars vegar brunar fólk í gegn án þess að staldra við á leið sinni til Gullfoss eða Jökulsárlóns og hins vegar er afleggjarinn niður að Þorlákshöfn frá gatnamótunum við Eyrarbakkaveg 4-5 kílómetrar, sem hefur valdið því að fáir koma úr þeirri áttinni. Ýmis teikn eru á lofti um að breyting verði á og ferðaþjónusta á svæðinu gæti tekið að þróast með öðrum hætti en verið hefur. Eldgosið í Fagradalsfjalli, kóvid-faraldurinn og jafnvel stríðið í Úkraínu breyta ýmsu. Fleiri munu fara um Suðurstrandarveg og verður því helsti þjónustukjarni Ölfuss mun nærtækari viðkomustaður. Áhrifa faraldursins mun gæta til frambúðar, hópar verða smærri en áður, fólkið verður sjálfstæðara og sækist eftir fjölbreytilegri afþreyingu. Þar getur Ölfusið komið sterkt inn í og hefur reyndar þegar gert það með hestaleigum, hellakönnun og fjórhjólaferðum svo eitthvað sé nefnt. Tekjumöguleikar Því miður þurfum við að huga að tekjumöguleikum greinarinnar fyrir okkur þó gaman væri að geta verið sem gestrisnust og öll af vilja gerð að kynna landið okkar. Hingað koma þúsundir manna þegar stjörnubjart er yfir vetrarmánuðina til að líta norðurljósin augum og gefa lítið sem ekkert af sér í héraði. Strandarkirkja er víðfræg og staðsetning hennar er dæmigerð fyrir vinsæla áfangastaði því þar fer saman fræðsla, afþreying og útsýni. Sagan um engilinn með leiðarljósið sem bjargaði skipi frá strandi, að kirkjan hafi orðið rík vegna áheita á hana víðsvegar að úr heiminum og loks stutt ganga upp á brimgarðinn til að horfa út yfir sjóinn fyllir upp í væntingar fólks og vel það. Strandarkirkja hefur því burði til að verða mun vinsælli viðkomustaður en nú er, líkt og Kirkjufell og Reynisfjara urðu að stórstjörnum, okkur öllum að óvörum, en þá þarf líka að huga að innviðum í Selvoginum. Við ættum því að leitast við að fjölga þjónustuaðilum og ná þannig viðskiptum til okkar. Fólk sem tekur bíl á leigu er þrátt fyrir allt í skipulagðri ferð, því gisting og ýmis þjónusta er pöntuð fyrirfram. Mögulega þjónustustaði þarf að gera sýnilega á nútímalegan hátt. Upplýsingamiðstöðvar eru að vissu leyti börn síns tíma, en geta gengið í endurnýjun lífdaga með þennan nýja markhóp í huga. Hættan er hins vegar sú að þjónustan verði ekki arðbær, eða geti af sér láglaunastörf. Ferðaþjónusta býður víðast hvar í heiminum upp á lágar meðaltekjur, og nægir þá að nefna Grikkland og Kanaríeyjar. Heimamenn geta ekki haldið utan um arðbærar eignir þegar þeir standa frammi fyrir miklu öflugri aðilum sem hafa viðskiptavinina í hendi sér. Við eigum ekki að þurfa að falla í þessar gryfjur. Aðlögun að nýjum tímum Stefnumörkun í ferðaþjónustu er til staðar, við auglýsum landið í heild sinni, ríkið heldur uppi öflugu stuðningskerfi við greinina, t.d. gegn um Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, og ferðamálafulltrúa er að finna í hverjum landshluta. Staðsetning okkar hér í Ölfusinu býður upp á að í framtíðinni muni skemmtiferðaskip koma til Þorlákshafnar og þar með gjörbreyta stöðunni. Náttúrulegar aðstæður munu takmarka stærð þeirra skipa, en 200 farþega skemmtiferðaskip lagðist þó að bryggju þegar árið 2018. Ýmsir möguleikar á þróun hafnarinnar hafa ratað á teikniborð, og því stöndum við frammi fyrir vali, hvort við viljum bæta aðgengi þessara skipa og halda áfram á þeirri braut. Þær framkvæmdir sem nú er verið að vinna að, og auka m.a. athafnarými í höfninni, munu reyndar takmarka aðgengi skemmtiferðaskipa, því viðlegukanturinn sem þau geta notað styttist. Tillögur um að bæta við hafnaraðstöðu með ferðaþjónustu í huga hafa t.d. falist í því að grafa hafnarrennu inn í landið, og einnig með nýjum, löngum viðlegukanti í átt að Ölfusá. Nýtum sérstöðu okkar Þegar allir þessir þróunarmöguleikar eru skoðaðir sést fljótlega að hætt er við hagsmunaárekstrum. Skötubót gæti misst gildi sitt sem svört fjara, og þar með aðdráttaraflið sem við höfum notað okkur sem Black Beach. Svartir sandar eru sjaldgæfir í heiminum, en einkenna Suðurlandið. Brimbrettaiðkun gæti þurft að víkja einn daginn og þætti mörgum það miður. Áætlanir um byggingu mjög sérstæðs hótels í útjaðri golfvallarins við Skötubót með baðlóni þurfa líka að falla inn í heildarmyndina til lengri tíma. Erlendum ferðamönnum er jafnan kennt það að á Suðurlandi séu engar hafnir. Það varð til þess að miðhluti þess var síðast numinn, og þá að stórum hluta af fólki sem kom landleiðina frá Norðurlandi. Þetta á sér náttúrulegar skýringar, því samspil jökla og eldfjalla gefur af sér gríðarlegt magn af svörtum sandi sem gerir ströndina svo óárennilega fyrir sjófarendur sem raun ber vitni. Ef ferðamaðurinn hefur áhuga á að innbyrða meiri upplýsingar er minnst á gömlu Eyrarbakkahöfnina. Skemmtiatriðið í því samhengi er að Eyrarbakki hafi þess vegna verið stærri en Reykjavík á tímabili. Þessu gamni fylgir nokkur alvara, því Þorlákshöfn er smá saman að taka við þessu gamla hlutverki Eyrarbakka með nýjum hætti. Hvaða stefnu á að taka? Eins og fyrr segir hefur Ísland mótaða stefnu í ferðamálum. Víða annars staðar er höfð uppi annars konar stefna, sem við ættum einnig að huga að. Við þurfum að beina ferðaþjónustunni inn á brautir sjálfbærni. Sjálfbærni í ferðaþjónustu er e.t.v. óskiljanlegt hugtak, en það hljómar vel, og má skilgreina nánar. Krafan um kolefnishlutleysi er ótvíræð og mun fyrr eða síðar elta ferðaþjónustuna uppi. Óþörf ferðalög milli heimshorna verða litin hornauga. Samt mun fólk ekki hætta að ferðast, en forsendur breytast hratt. Við kynntumst gríðarlegri aukningu á heimsvísu á einum áratug, sem lauk með kóvid-faraldrinum, en er nú að ná fyrri hæðum hér á landi á ný. Allir stökkva til að ná sínum hluta af kökunni, og afleiðingin verður þá væntanlega sú sama og síðast, að á okkur verður bent sem víti til varnaðar. Ferðamenn sem rétt náðu að sjá Gullfoss með frekjunni í öllum troðningnum, bera okkur ekki að öllu leyti vel söguna. Hér erum við í Ölfusi fjarri þessum skarkala, en mörg okkar starfa samt við ferðaþjónustu, og við sjáum fram á alls kyns breytingar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við viljum að sem margbreytilegust ferðaþjónustufyrirtæki nái að dafna hér í sveitarfélaginu, haldi uppi atvinnu og færi tekjur inn í samfélagið. Ferðamálafræðingar telja nú að hér eftir muni störf og ferðalög renna meira saman í eitt, fólk muni dvelja tiltölulega lengi á sama stað og njóta fjölbreytilegri þjónustu en hingað til. Vistvæn orka á bíla til ferðalaga gefur okkur forskot á flest önnur lönd. Stöðugt bætast við meiri þægindi og öryggi með leiðsögu- og skynjaratækni, og áður en við vitum af munu bílarnir keyra sjálfvirkt mestan hluta leiðarinnar. Lærum af reynslunni Talandi um breytingar, þá stóðum við ágætlega af okkur faraldurinn, þó svo að við misstum okkar helstu útflutningsgrein í tvö ár. Ástæðurnar eru margar, m.a. sú að það kostar líka gjaldeyri að taka á móti ferðafólki. Við fórum ekki til útlanda og spöruðum einnig á því. Við vorum heppin, en virðumst ekki hafa breytt um stefnu. Við munum hvernig við gerðum þetta síðast og græddum vel á, og þess vegna ætlum við að fara sömu leiðina aftur. Við í Ölfusi getum ekki breytt miklu í þessum efnum, en þó lagt okkar lóð á eina vogarskál. Með því að sveitarfélagið leggi áherslu á sjálfbærni og fjölbreytileika í atvinnulífi, kolefnishlutleysi og hátt vistvænistig, getum við valið þá leið sem væntanlega skilar mestri hagkvæmni, ánægju og stöðugleika, bæði fyrir ferðamenn og íbúa í Ölfusinu. Við á Íbúalistanum viljum fara í markaðsátak til að byggja upp jákvæða ímynd sveitarfélagsins, kynna hina ótrúlega fjölbreytilegu náttúru þess, og hvernig við bæði nýtum hana og sýnum tilhlýðilega virðingu um leið. Höfundur er leiðsögumaður, jarð- og mannfræðingur og frambjóðandi í 8. sæti Íbúalistans í Ölfusi.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun