Hverjir eru valkostirnir í vor? Helgi Áss Grétarsson skrifar 28. apríl 2022 09:00 Valið fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er skýrt. Að kjósa annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn er ávísun á að núverandi vinstri meirihluta haldi velli, eftir atvikum með einhverjum nýjum meðreiðarsveinum. Núverandi borgarstjóra mun þá sjálfsagt vera áfram við stjórnartaumana en viðkomandi hefur verið viðloðandi æðstu stjórn Reykjavíkurborgar í hér um bil 20 ár. Með því að haka X við Sjálfstæðisflokkinn er hins vegar verið að kjósa borgarstjóraefni sem vill framkvæma, ekki bara tala. Lífsnauðsynlegar breytingar við stjórn Reykjavíkurborgar gætu þá orðið að veruleika. Hvers vegna er þörf á breytingum? Sama hvaða bókhaldsbrellur núverandi meirihluta borgarstjórnar viðhefur, þá eru fjármál Reykjavíkurborgar á slæmum stað. Hér má nefna skuldastöðuna en á yfirstandandi kjörtímabili hafa heildarskuldir Reykjavíkurborgar hækkað um þriðjung. Hallarekstur af hefðbundnum rekstri Reykjavíkurborgar er viðvarandi og launakostnaðar nemur of háu hlutfalli af rekstrartekjum. Brýnt er að taka til í rekstri Reykjavíkurborgar en bættur rekstur mun skila sér til almennings, svo sem með því að arðgreiðslur úr Orkuveitunni fari fremur í að lækka þjónustugjöld á fólk og fyrirtæki í höfuðborginni stað þess að óhóflegar arðgreiðslur frá Orkuveitunni haldi áfram að renna í A-hluta borgarsjóðs. Grunnþjónusta Reykjavíkurborgar er ófullnægjandi. Snjómokstri var illa sinnt í vetur, svo dæmi sé tekið, og úthverfin bera þess vitnis að vera vanrækt. Götuþrif hafa lengi verið í ólagi og ef skattgreiðandi í Reykjavík hefði farið í heimsókn á heimasíðu Reykjavíkurborgar í síðustu viku mátti viðkomandi lesa daglega tilkynningu sem sagði m.a. að verið sé „að innleiða nýtt símkerfi í þjónustuverinu þessa dagana og búast má við truflunum og aukinni bið vegna þessa“. Og það þrátt fyrir það að borgarstjórn hafi á yfirstandandi kjörtímabili samþykkt verkefni um stafræna umbreytingu sem áætlað er að kosti yfir 10 milljarða króna. Kjarni málsins er einfaldur. Forgangsröðun við stjórn Reykjavíkurborgar er í ólestri. Fjármálin eru í ólagi og grunnþjónustan óviðunandi. Stjórnsýslan er svifasein og of mannmörg. Þess vegna er breytinga þörf. Samanburður á valkostum Sjálfstæðisflokkurinn býður fram lista frambjóðenda sem hafa allt til brunns að bera að gera Reykjavík að betri borg. Sama hvað hver segir þá er Sjálfstæðisflokkurinn eini raunhæfi valkosturinn sem tryggir að núverandi borgarstjóri fái langþráð frí frá störfum. Með réttu vali kjósenda í vor munum við fá Reykjavík sem virkar. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Valið fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er skýrt. Að kjósa annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn er ávísun á að núverandi vinstri meirihluta haldi velli, eftir atvikum með einhverjum nýjum meðreiðarsveinum. Núverandi borgarstjóra mun þá sjálfsagt vera áfram við stjórnartaumana en viðkomandi hefur verið viðloðandi æðstu stjórn Reykjavíkurborgar í hér um bil 20 ár. Með því að haka X við Sjálfstæðisflokkinn er hins vegar verið að kjósa borgarstjóraefni sem vill framkvæma, ekki bara tala. Lífsnauðsynlegar breytingar við stjórn Reykjavíkurborgar gætu þá orðið að veruleika. Hvers vegna er þörf á breytingum? Sama hvaða bókhaldsbrellur núverandi meirihluta borgarstjórnar viðhefur, þá eru fjármál Reykjavíkurborgar á slæmum stað. Hér má nefna skuldastöðuna en á yfirstandandi kjörtímabili hafa heildarskuldir Reykjavíkurborgar hækkað um þriðjung. Hallarekstur af hefðbundnum rekstri Reykjavíkurborgar er viðvarandi og launakostnaðar nemur of háu hlutfalli af rekstrartekjum. Brýnt er að taka til í rekstri Reykjavíkurborgar en bættur rekstur mun skila sér til almennings, svo sem með því að arðgreiðslur úr Orkuveitunni fari fremur í að lækka þjónustugjöld á fólk og fyrirtæki í höfuðborginni stað þess að óhóflegar arðgreiðslur frá Orkuveitunni haldi áfram að renna í A-hluta borgarsjóðs. Grunnþjónusta Reykjavíkurborgar er ófullnægjandi. Snjómokstri var illa sinnt í vetur, svo dæmi sé tekið, og úthverfin bera þess vitnis að vera vanrækt. Götuþrif hafa lengi verið í ólagi og ef skattgreiðandi í Reykjavík hefði farið í heimsókn á heimasíðu Reykjavíkurborgar í síðustu viku mátti viðkomandi lesa daglega tilkynningu sem sagði m.a. að verið sé „að innleiða nýtt símkerfi í þjónustuverinu þessa dagana og búast má við truflunum og aukinni bið vegna þessa“. Og það þrátt fyrir það að borgarstjórn hafi á yfirstandandi kjörtímabili samþykkt verkefni um stafræna umbreytingu sem áætlað er að kosti yfir 10 milljarða króna. Kjarni málsins er einfaldur. Forgangsröðun við stjórn Reykjavíkurborgar er í ólestri. Fjármálin eru í ólagi og grunnþjónustan óviðunandi. Stjórnsýslan er svifasein og of mannmörg. Þess vegna er breytinga þörf. Samanburður á valkostum Sjálfstæðisflokkurinn býður fram lista frambjóðenda sem hafa allt til brunns að bera að gera Reykjavík að betri borg. Sama hvað hver segir þá er Sjálfstæðisflokkurinn eini raunhæfi valkosturinn sem tryggir að núverandi borgarstjóri fái langþráð frí frá störfum. Með réttu vali kjósenda í vor munum við fá Reykjavík sem virkar. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar