Vellíðan barna er ekki meðaltal Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifar 22. apríl 2022 11:31 Eitt mikilvægasta hlutverkið sem við tökum að okkur í lífinu er að vera foreldri. Okkur foreldrum ber að annast barn okkar, sýna því umhyggju og virðingu og gegna uppeldisskyldum svo best henti hag þess og þörfum. Það er eitt að bera ábyrgð sem foreldri en þegar kemur að skólagöngu barnanna okkar þá leggjum við fullt traust á samstarf við skólakerfið. Við treystum því að börnin okkar fái þá umhyggju, stuðning og menntun sem þau hafa þörf fyrir og eiga rétt á. Á sama tíma og gerum við þær væntingar að fjölskyldu okkar sé mætt af skilningi. Ábyrgð sveitarfélaga Í flestum tilvikum er traust okkar byggt á stöðugum grunni. Því miður er það þó ekki alltaf svo. Það er þó ekki við kennara að sakast því ég gef mér það að enginn kennari fari inn í daginn í þeim tilgangi að mismuna eða mæta ekki þörfum allra barnanna sem eru í þeirra umsjá og á þeirra ábyrgð. Ábyrgðin er sveitarfélaganna. Sveitarfélögin bera ábyrgð á að sjá til þess að starfsumhverfið sé í stakk búið að mæta þörfum allra barna. Eins sorglegt og það er þá virðist oftast halla á þau börn sem passa ekki inn í hinn hefðbundna menntakassa - börn sem glíma við fötlun, námsörðugleika og/eða eru með greiningar líkt og lesblindu, ADHD, einhverfu, asperger eða aðrar greiningar. Börn og unglingar, sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika og/eða fötlunar, eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi, samkvæmt grunnskólalögum. En hver fylgir því eftir að þessum lögum sé framfylgt? Hver leggur mat á hvað telst viðunandi stuðningur? Hver styður við þá foreldra sem þurfa að berjast við kerfið til að berjast fyrir tilverurétti barnanna sinna? Hver grípur þau börn sem fá ekki þann stuðning sem þau þurfa sannarlega á að halda? Hver grípur þau börn sem upplifa sig jafnvel ekki þess verðug? Nær öll börn er ekki nóg Í Lýðheilsu- og forvarnarstefna Garðabæjar 2021 kemur fram túlkun á könnunum á högum og líðan barna og ungmenna í Garðabæ. Þar segir að kannanir sýni að börnum og ungmennum líði „almennt vel“ og að „nær öll“ börn og ungmenni séu jákvæð í námi og leik. En hvað þýðir það að börnum líði „almennt vel“ og að „nær öll börn“ taki þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi? Eru það 99% allra barna í Garðabæ eða jafnvel minna? Það er af fenginn reynslu sem ég brenn fyrir velferð barna og að stutt sé við þau börn sem passa ekki inn í það norm sem menntakerfið hefur sniðið þeim. Sjálf er ég týpískur ADHD einstaklingur sem lenti á flestum þeim veggjum sem hægt er að lenda á í gegnum skólagönguna mína. Það var því þyngra en tárum taki að upplifa börnin mín lenda á sömu veggjum í gegnum sína skólagöngu hér í Garðabænum okkar. Því miður hafa margir foreldrar svipaðar sögur að segja þrátt fyrir að hér séu öflugir skólar með metnaðarfullum kennurum. Foreldrum sem hafa þurft að berjast við kerfið gagnast ekkert að lesa um að „nær öll börn“ eða að börnum líði „almennt vel“ í Garðabæ. Ef kerfið bregst þá ætti það ekki að krefjast baráttu af hálfu foreldra. Foreldrarnir eru sjálfir að miklum líkindum komnir út í horn og andlega bugaðir við að reyna að hjálpa barninu sínu. Kerfið á að virka. Kerfið á að grípa einstaklingana og foreldrana. Einstaklingarnir eiga ekki að grípa kerfið. Fögnum fjölbreytileikanum – Gerum betur Við erum ekki öll eins. Við þurfum ekki öll að vera eins og við eigum ekki öll að vera eins. Enda hvað er eins? Fjölbreytileikinn er það sem gerir samfélögin betri og við ættum að fagna honum í stað þess að reyna að steypa alla í sama mótið. Við eigum að styðja við einstaklinga í mótun eins og hentar þeim hvað best. Sagan sýnir einnig að það eru jú þeir einstaklingar sem passa ekki inn í fyrrgreindan kassa, sem oft á tíðum skara fram úr í sköpun og frjórri hugsun. Það einmitt það sem samfélag okkar allra nærist á. Við í Viðreisn viljum gera betur. Við viljum styðja við skólana okkar og mannauð þess. Við viljum byggja upp það umhverfi sem mætir þörfum allra barna okkar og byggir upp það kerfi sem við foreldrar getum unnið með í þeirra þágu og þeirra framtíð. Punktur! Höfundur er frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Börn og uppeldi Rakel Steinberg Sölvadóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta hlutverkið sem við tökum að okkur í lífinu er að vera foreldri. Okkur foreldrum ber að annast barn okkar, sýna því umhyggju og virðingu og gegna uppeldisskyldum svo best henti hag þess og þörfum. Það er eitt að bera ábyrgð sem foreldri en þegar kemur að skólagöngu barnanna okkar þá leggjum við fullt traust á samstarf við skólakerfið. Við treystum því að börnin okkar fái þá umhyggju, stuðning og menntun sem þau hafa þörf fyrir og eiga rétt á. Á sama tíma og gerum við þær væntingar að fjölskyldu okkar sé mætt af skilningi. Ábyrgð sveitarfélaga Í flestum tilvikum er traust okkar byggt á stöðugum grunni. Því miður er það þó ekki alltaf svo. Það er þó ekki við kennara að sakast því ég gef mér það að enginn kennari fari inn í daginn í þeim tilgangi að mismuna eða mæta ekki þörfum allra barnanna sem eru í þeirra umsjá og á þeirra ábyrgð. Ábyrgðin er sveitarfélaganna. Sveitarfélögin bera ábyrgð á að sjá til þess að starfsumhverfið sé í stakk búið að mæta þörfum allra barna. Eins sorglegt og það er þá virðist oftast halla á þau börn sem passa ekki inn í hinn hefðbundna menntakassa - börn sem glíma við fötlun, námsörðugleika og/eða eru með greiningar líkt og lesblindu, ADHD, einhverfu, asperger eða aðrar greiningar. Börn og unglingar, sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika og/eða fötlunar, eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi, samkvæmt grunnskólalögum. En hver fylgir því eftir að þessum lögum sé framfylgt? Hver leggur mat á hvað telst viðunandi stuðningur? Hver styður við þá foreldra sem þurfa að berjast við kerfið til að berjast fyrir tilverurétti barnanna sinna? Hver grípur þau börn sem fá ekki þann stuðning sem þau þurfa sannarlega á að halda? Hver grípur þau börn sem upplifa sig jafnvel ekki þess verðug? Nær öll börn er ekki nóg Í Lýðheilsu- og forvarnarstefna Garðabæjar 2021 kemur fram túlkun á könnunum á högum og líðan barna og ungmenna í Garðabæ. Þar segir að kannanir sýni að börnum og ungmennum líði „almennt vel“ og að „nær öll“ börn og ungmenni séu jákvæð í námi og leik. En hvað þýðir það að börnum líði „almennt vel“ og að „nær öll börn“ taki þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi? Eru það 99% allra barna í Garðabæ eða jafnvel minna? Það er af fenginn reynslu sem ég brenn fyrir velferð barna og að stutt sé við þau börn sem passa ekki inn í það norm sem menntakerfið hefur sniðið þeim. Sjálf er ég týpískur ADHD einstaklingur sem lenti á flestum þeim veggjum sem hægt er að lenda á í gegnum skólagönguna mína. Það var því þyngra en tárum taki að upplifa börnin mín lenda á sömu veggjum í gegnum sína skólagöngu hér í Garðabænum okkar. Því miður hafa margir foreldrar svipaðar sögur að segja þrátt fyrir að hér séu öflugir skólar með metnaðarfullum kennurum. Foreldrum sem hafa þurft að berjast við kerfið gagnast ekkert að lesa um að „nær öll börn“ eða að börnum líði „almennt vel“ í Garðabæ. Ef kerfið bregst þá ætti það ekki að krefjast baráttu af hálfu foreldra. Foreldrarnir eru sjálfir að miklum líkindum komnir út í horn og andlega bugaðir við að reyna að hjálpa barninu sínu. Kerfið á að virka. Kerfið á að grípa einstaklingana og foreldrana. Einstaklingarnir eiga ekki að grípa kerfið. Fögnum fjölbreytileikanum – Gerum betur Við erum ekki öll eins. Við þurfum ekki öll að vera eins og við eigum ekki öll að vera eins. Enda hvað er eins? Fjölbreytileikinn er það sem gerir samfélögin betri og við ættum að fagna honum í stað þess að reyna að steypa alla í sama mótið. Við eigum að styðja við einstaklinga í mótun eins og hentar þeim hvað best. Sagan sýnir einnig að það eru jú þeir einstaklingar sem passa ekki inn í fyrrgreindan kassa, sem oft á tíðum skara fram úr í sköpun og frjórri hugsun. Það einmitt það sem samfélag okkar allra nærist á. Við í Viðreisn viljum gera betur. Við viljum styðja við skólana okkar og mannauð þess. Við viljum byggja upp það umhverfi sem mætir þörfum allra barna okkar og byggir upp það kerfi sem við foreldrar getum unnið með í þeirra þágu og þeirra framtíð. Punktur! Höfundur er frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun