Vertu úti Hafnfirðingurinn þinn! Árni Þór Finnsson skrifar 20. apríl 2022 23:00 Bæjarlistinn vill styðja við náttúruvitund og fjölbreytta útivist íbúa Hafnarfjarðar. Koma þarf á öflugu samstarfi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar um uppbyggingu og rekstur þjónustu- og fræðslumiðstöðvar, viðhald og gerð stíga, bæta aðgengi hreyfihamlaðra við Hvaleyrarvatn og vinna í bættri aðstöðu fyrir fjölskyldur og vini til að koma saman og eiga góða stund. Hafnfirðingar búa í námunda við stórkostlegar náttúruperlur t.d. útivistarsvæðið við Hvaleyrarvatn, Stórhöfða, Seldal, Undirhlíðar, Valaból og Helgafell svo fátt eitt sé nefnt. Tryggja þarf fjármagn til stígagerðar og viðhalds á þeim, gerð og uppsetningu fræðsluskilta, vegvísa og yfirlitskorta á svæðinu. Gera þarf íbúum Hafnarfjarðar kleift að njóta þeirrar náttúru sem upplandið hefur upp á að bjóða með fullnægjandi og auðveldu aðgengi að viðunandi upplýsingum og merkingum. Huga þarf að því að koma á fót þjónustu- og fræðslumiðstöð með samningi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar. Slík miðstöð hefði m.a. það hlutverk að þjónusta leik- og grunnskóla með það að leiðarljósi að efla og auka náttúruvitund nemenda með útikennslu, leiðbeina um mikilvægi náttúrunnar, hvernig eigi að umgangast hana auk þess að fræða um flóru og fánu svæðisins. Þá væri slík miðstöð kjörin til að efla getu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar til að sinna fræðsluerindum fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem félagið hefur unnið ötullega að í gegnum tíðina. Svæðið er fyrir alla og útivist er fyrir alla sem hana vilja stunda. Gera þarf hreyfihömluðum og þeim sem styðja sig við hjálpartæki kleift að njóta þess sem svæðið í kringum Hvaleyrarvatn hefur upp á að bjóða. Það er hægt með skipulögðu átaki í að slétta stíginn og styrkja kanta á þeim tveimur kílómetrum sem göngustígurinn umhverfis Hvaleyrarvatn er. Koma þarf upp aðstöðu fyrir fjölskyldur og vini til að koma saman. Gera má leiksvæði úr efnivið sem fellur til við grisjun skógarins og byggingu grillhúss í námunda við vatnið. Það er engum vafa undirorpið að útivist eða útivera á fallegu, grónu svæði eykur á vellíðan flestra sem slíkt stunda. Það er hlutverk bæjarins að gera íbúum sveitarfélagsins kleift að njóta alls þess besta sem það hefur upp á að bjóða hverju sinni. Það er lýðheilsumál! Höfundur skipar 3. sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Bæjarlistinn vill styðja við náttúruvitund og fjölbreytta útivist íbúa Hafnarfjarðar. Koma þarf á öflugu samstarfi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar um uppbyggingu og rekstur þjónustu- og fræðslumiðstöðvar, viðhald og gerð stíga, bæta aðgengi hreyfihamlaðra við Hvaleyrarvatn og vinna í bættri aðstöðu fyrir fjölskyldur og vini til að koma saman og eiga góða stund. Hafnfirðingar búa í námunda við stórkostlegar náttúruperlur t.d. útivistarsvæðið við Hvaleyrarvatn, Stórhöfða, Seldal, Undirhlíðar, Valaból og Helgafell svo fátt eitt sé nefnt. Tryggja þarf fjármagn til stígagerðar og viðhalds á þeim, gerð og uppsetningu fræðsluskilta, vegvísa og yfirlitskorta á svæðinu. Gera þarf íbúum Hafnarfjarðar kleift að njóta þeirrar náttúru sem upplandið hefur upp á að bjóða með fullnægjandi og auðveldu aðgengi að viðunandi upplýsingum og merkingum. Huga þarf að því að koma á fót þjónustu- og fræðslumiðstöð með samningi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar. Slík miðstöð hefði m.a. það hlutverk að þjónusta leik- og grunnskóla með það að leiðarljósi að efla og auka náttúruvitund nemenda með útikennslu, leiðbeina um mikilvægi náttúrunnar, hvernig eigi að umgangast hana auk þess að fræða um flóru og fánu svæðisins. Þá væri slík miðstöð kjörin til að efla getu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar til að sinna fræðsluerindum fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem félagið hefur unnið ötullega að í gegnum tíðina. Svæðið er fyrir alla og útivist er fyrir alla sem hana vilja stunda. Gera þarf hreyfihömluðum og þeim sem styðja sig við hjálpartæki kleift að njóta þess sem svæðið í kringum Hvaleyrarvatn hefur upp á að bjóða. Það er hægt með skipulögðu átaki í að slétta stíginn og styrkja kanta á þeim tveimur kílómetrum sem göngustígurinn umhverfis Hvaleyrarvatn er. Koma þarf upp aðstöðu fyrir fjölskyldur og vini til að koma saman. Gera má leiksvæði úr efnivið sem fellur til við grisjun skógarins og byggingu grillhúss í námunda við vatnið. Það er engum vafa undirorpið að útivist eða útivera á fallegu, grónu svæði eykur á vellíðan flestra sem slíkt stunda. Það er hlutverk bæjarins að gera íbúum sveitarfélagsins kleift að njóta alls þess besta sem það hefur upp á að bjóða hverju sinni. Það er lýðheilsumál! Höfundur skipar 3. sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar