Kjósum oftar í Kópavogi Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 19. apríl 2022 08:30 Frá því vinstri græn buðu fyrst fram í Kópavogi hefur alltaf verið lögð áhersla á íbúalýðræði, sem nú er ýmist kallað þátttökulýðræði eða íbúasamráð. VG fékk samþykkta fyrstu tillögu um þetta efni í Kópavogi í nóvember 2012. Um svipað leyti var farið af stað með verkefni á Akureyri og í Reykjavík þ.s. íbúum gafst kostur á að velja um hvaða verkefni til bætingar umhverfisins ættu að njóta forgangs. Öll þessi verkefni byggja á hugmyndafræðinni um þátttökufjárlagagerð sem hefur verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Kjósum um skipulagsbreytingar Næstu skref í þessa átt ættu að vera aukin aðkoma íbúa þegar kemur að skipulagsbreytingum í grónum hverfum. Það væri hægt að gera með því að bjóða íbúum, ýmist í hverfinu sem í hlut á, eða öllum bænum, að velja milli nokkurra valkosta um breytt skipulag. Þannig væru auknar líkur á að samstaða næðist og að sátt yrði um lokaniðurstöðuna. Markmiðið væri þá ekki að hámarka arðsemi þeirra sem ættu byggingarrétt, heldur að sátt náist í samfélaginu. Nýlegt dæmi um þetta í Kópavogi eru Traðar- og Fannborgarreitirnir. Skipulag og uppbygging reitanna hefur mætt andstöðu meðal íbúa, að stærstum hluta til vegna mikils byggingarmagns, en einnig vegna skuggavarps, umferðaraukningar, aðgengis, áhrifa á veður og vinda og fleiri þátta. Það er alltaf þannig þegar byggt er í grónum hverfum að sjónarmið eru mismunandi og íbúarnir sem fyrir eru vilja hafa eitthvað um málið að segja. Hagsmunir íbúanna eru nefnilega ekkert ómerkilegri en hagsmunir verktakanna. En þá þarf sveitarfélagið, í samvinnu við íbúana, að finna lausnir. Rafrænar íbúakosningar Íbúakosningar geta nú orðið verið rafrænar og auðvelt að leita sjónarmiða íbúa með þeim hætti. Það er ekki nóg að geta gert athugasemdir við skipulag sem í raun er þegar ákveðið, oft vegna hagsmuna verktaka. Slíkum athugasemdum er oftast ýtt út af borðinu og fólk fær á tilfinninguna að það hafi engin raunveruleg áhrif. Þessu er auðvelt að breyta, en til þess þarf vilja. Þann vilja hafa vinstri græn. Göngum lengra með VG. Höfundur er læknir og oddviti VG í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Vinstri græn Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því vinstri græn buðu fyrst fram í Kópavogi hefur alltaf verið lögð áhersla á íbúalýðræði, sem nú er ýmist kallað þátttökulýðræði eða íbúasamráð. VG fékk samþykkta fyrstu tillögu um þetta efni í Kópavogi í nóvember 2012. Um svipað leyti var farið af stað með verkefni á Akureyri og í Reykjavík þ.s. íbúum gafst kostur á að velja um hvaða verkefni til bætingar umhverfisins ættu að njóta forgangs. Öll þessi verkefni byggja á hugmyndafræðinni um þátttökufjárlagagerð sem hefur verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Kjósum um skipulagsbreytingar Næstu skref í þessa átt ættu að vera aukin aðkoma íbúa þegar kemur að skipulagsbreytingum í grónum hverfum. Það væri hægt að gera með því að bjóða íbúum, ýmist í hverfinu sem í hlut á, eða öllum bænum, að velja milli nokkurra valkosta um breytt skipulag. Þannig væru auknar líkur á að samstaða næðist og að sátt yrði um lokaniðurstöðuna. Markmiðið væri þá ekki að hámarka arðsemi þeirra sem ættu byggingarrétt, heldur að sátt náist í samfélaginu. Nýlegt dæmi um þetta í Kópavogi eru Traðar- og Fannborgarreitirnir. Skipulag og uppbygging reitanna hefur mætt andstöðu meðal íbúa, að stærstum hluta til vegna mikils byggingarmagns, en einnig vegna skuggavarps, umferðaraukningar, aðgengis, áhrifa á veður og vinda og fleiri þátta. Það er alltaf þannig þegar byggt er í grónum hverfum að sjónarmið eru mismunandi og íbúarnir sem fyrir eru vilja hafa eitthvað um málið að segja. Hagsmunir íbúanna eru nefnilega ekkert ómerkilegri en hagsmunir verktakanna. En þá þarf sveitarfélagið, í samvinnu við íbúana, að finna lausnir. Rafrænar íbúakosningar Íbúakosningar geta nú orðið verið rafrænar og auðvelt að leita sjónarmiða íbúa með þeim hætti. Það er ekki nóg að geta gert athugasemdir við skipulag sem í raun er þegar ákveðið, oft vegna hagsmuna verktaka. Slíkum athugasemdum er oftast ýtt út af borðinu og fólk fær á tilfinninguna að það hafi engin raunveruleg áhrif. Þessu er auðvelt að breyta, en til þess þarf vilja. Þann vilja hafa vinstri græn. Göngum lengra með VG. Höfundur er læknir og oddviti VG í Kópavogi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun