Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir skrifar 12. apríl 2022 16:30 Í viðtali að morgni Íslandsbankaútboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Nú hafa birst gögn sem benda til þess að af þeim rúmlega 200 fjárfestum sem keyptu í útboðinu hafi um 130 aðilar einmitt komið inn aðeins fyrir skjótfenginn gróða. Þessir 130 aðilar fengu úthlutað 35% af hlutunum sem til sölu voru á afslætti. Biðu í örfáa sólarhringa og seldu sig svo út úr bankanum. Hagnaður þessara fjárfesta var líklega um 1,5 milljarður króna miðað við verð bréfanna frá útboðinu. Líkur eru á því að flestir þeirra hafi ekki þurft að leggja fram sjálfir nema brot upphæðarinnar sem tryggingu og ávöxtun þeirra því ævintýraleg. Grunur vaknaði að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera þegar upplýsingar um viðskipti innherja bárust stuttu eftir útboðið. Þar voru einstaklingar að kaupa fyrir lágar upphæðir, þrátt fyrir að rökin fyrir slíkum afslætti væru að laða að aðila sem tækju á sig markaðsáhættu með því að kaupa stóran hlut í bankanum. Spurningar voru spurðar um hversu margir slíkir aðilar hefðu fengið að fljóta með í útboðinu. Listinn var loks birtur í síðustu viku. Nú hefur birst uppfærður listi þar sem fram kemur að yfirgnæfandi hluti þeirra fjárfesta sem keyptu fyrir lágar upphæðir hafa selt. Sömu sögu er að segja af erlendum sjóðum sem tóku jafnframt snúning á ríkiseigninni í fyrsta útboðinu – og var boðin þátttaka á ný. Allt kvittað upp á af Bankasýslunni og fjármálaráðherra sem samþykkir söluna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur varið fjármálaráðherra frá fyrsta degi þrátt fyrir að ýmsir misbrestir hafi nú þegar verið staðfestir. Spákaupmenn selja lífeyrissjóðunum (íslenskum almenningi) bréfin til baka á hærra verði Það sem vekur athygli er hverjir hafa keypt þessi bréf sem seld voru á dögunum eftir útboðið með skjótfengnum gróða. Það eru stofnanafjárfestarnir sem stór hluti þjóðarinnar taldi að ættu að vera aðalfjárfestarnir í þessu útboði. Lífeyrissjóðir, tryggingafélög og verðbréfasjóðir sem fjárfesta til langs tíma. Þessir fjárfestar virðast hafa keypt ígildi 45% af þeim hlutum sem skammtíma fjárfestarnir seldu. Samkvæmt þessum gögnum virðist atburðarásin eftirfarandi: Fjármálaráðherra og Bankasýslan gefa nokkrum fjármálafyrirtækjum frítt spil til að bjóða viðskiptavinum á sínum hringilista tækifæri til að taka snúning á eign almennings með skjótfengnum gróða. Fjármálafyrirtækin fá greitt fyrir þann snúning með almannafé. Háar þóknanir úr samræmi við það sem gengur og gerist á íslenskum fjármálamarkaði. Til að gera þessum fjárfestum kleift að taka snúning voru langtímafjárfestar skornir niður í útboðinu, fengu ekki það magn af hlutum sem þeir sóttust eftir. Fjármálafyrirtækin selja svo lífeyrisjóðunum, í eigu almennings, hlutina eftir útboðið á enn hærra verði. Og þiggja aftur fyrir það þóknanir. Ekkert sem fjármálaráðherra eða Bankasýslan hafa sagt á undanförnum dögum stenst nú. Þessi gögn staðfesta að lífeyrissjóðir og aðrir langtímastofnanafjárfestar voru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir hlutina í Íslandsbanka en meðalverðið var í útboðinu. Enda keyptu þessir aðilar umrædda hluti síðar meir á enn hærra gengi af spákaupmönnum. Rök um dreift eignarhald sem réttlættu að skera niður tilboð lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta halda heldur ekki vatni. Enda entist dreifða eignarhaldið í örfáa daga. Virðingarleysið við íslenskan almenning er fullkomið í þessu ferli. Fjármálaráðherra stendur ekki vörð um almannahagsmuni og hefur kvittað upp á gjafagjörning til fjármálafyrirtækja og auðugra einstaklinga með aðgang að rétta miðlaranum. Bankasýslan hefur sýnt fram á gagnsleysi sitt í ferli sem átti að vera gagnsætt og traust. Fjármálaeftirlitið þarf að rannsaka fjárfestingar starfsmanna og eigenda fjármálafyrirtækja í þessu útboði á eign almennings. Rannsóknarnefnd þarf að skipa strax til að skoða söluna. Fyrri hluti sölunnar á Íslandsbanka skoðast nú líka í öðru ljósi fyrst svona fór í þetta skiptið – hvað hefur verið í gangi? Þetta söluferli er áfall fyrir íslenskan fjármálamarkað, íslenskt samfélag og risastór áfellisdómur yfir fjármálaráðherra – sem forsætisráðherra hefur stutt við bakið á í öllu þessu ferli þrátt fyrir augljósa misbresti. Það stendur nú á ríkisstjórninni að skýra málið. Ef það sem gögnin gefa til kynna er staðfest er ljóst að fjármálaráðherrann verður að víkja. Hér var enginn að huga að hagsmunum almennings. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali að morgni Íslandsbankaútboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Nú hafa birst gögn sem benda til þess að af þeim rúmlega 200 fjárfestum sem keyptu í útboðinu hafi um 130 aðilar einmitt komið inn aðeins fyrir skjótfenginn gróða. Þessir 130 aðilar fengu úthlutað 35% af hlutunum sem til sölu voru á afslætti. Biðu í örfáa sólarhringa og seldu sig svo út úr bankanum. Hagnaður þessara fjárfesta var líklega um 1,5 milljarður króna miðað við verð bréfanna frá útboðinu. Líkur eru á því að flestir þeirra hafi ekki þurft að leggja fram sjálfir nema brot upphæðarinnar sem tryggingu og ávöxtun þeirra því ævintýraleg. Grunur vaknaði að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera þegar upplýsingar um viðskipti innherja bárust stuttu eftir útboðið. Þar voru einstaklingar að kaupa fyrir lágar upphæðir, þrátt fyrir að rökin fyrir slíkum afslætti væru að laða að aðila sem tækju á sig markaðsáhættu með því að kaupa stóran hlut í bankanum. Spurningar voru spurðar um hversu margir slíkir aðilar hefðu fengið að fljóta með í útboðinu. Listinn var loks birtur í síðustu viku. Nú hefur birst uppfærður listi þar sem fram kemur að yfirgnæfandi hluti þeirra fjárfesta sem keyptu fyrir lágar upphæðir hafa selt. Sömu sögu er að segja af erlendum sjóðum sem tóku jafnframt snúning á ríkiseigninni í fyrsta útboðinu – og var boðin þátttaka á ný. Allt kvittað upp á af Bankasýslunni og fjármálaráðherra sem samþykkir söluna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur varið fjármálaráðherra frá fyrsta degi þrátt fyrir að ýmsir misbrestir hafi nú þegar verið staðfestir. Spákaupmenn selja lífeyrissjóðunum (íslenskum almenningi) bréfin til baka á hærra verði Það sem vekur athygli er hverjir hafa keypt þessi bréf sem seld voru á dögunum eftir útboðið með skjótfengnum gróða. Það eru stofnanafjárfestarnir sem stór hluti þjóðarinnar taldi að ættu að vera aðalfjárfestarnir í þessu útboði. Lífeyrissjóðir, tryggingafélög og verðbréfasjóðir sem fjárfesta til langs tíma. Þessir fjárfestar virðast hafa keypt ígildi 45% af þeim hlutum sem skammtíma fjárfestarnir seldu. Samkvæmt þessum gögnum virðist atburðarásin eftirfarandi: Fjármálaráðherra og Bankasýslan gefa nokkrum fjármálafyrirtækjum frítt spil til að bjóða viðskiptavinum á sínum hringilista tækifæri til að taka snúning á eign almennings með skjótfengnum gróða. Fjármálafyrirtækin fá greitt fyrir þann snúning með almannafé. Háar þóknanir úr samræmi við það sem gengur og gerist á íslenskum fjármálamarkaði. Til að gera þessum fjárfestum kleift að taka snúning voru langtímafjárfestar skornir niður í útboðinu, fengu ekki það magn af hlutum sem þeir sóttust eftir. Fjármálafyrirtækin selja svo lífeyrisjóðunum, í eigu almennings, hlutina eftir útboðið á enn hærra verði. Og þiggja aftur fyrir það þóknanir. Ekkert sem fjármálaráðherra eða Bankasýslan hafa sagt á undanförnum dögum stenst nú. Þessi gögn staðfesta að lífeyrissjóðir og aðrir langtímastofnanafjárfestar voru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir hlutina í Íslandsbanka en meðalverðið var í útboðinu. Enda keyptu þessir aðilar umrædda hluti síðar meir á enn hærra gengi af spákaupmönnum. Rök um dreift eignarhald sem réttlættu að skera niður tilboð lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta halda heldur ekki vatni. Enda entist dreifða eignarhaldið í örfáa daga. Virðingarleysið við íslenskan almenning er fullkomið í þessu ferli. Fjármálaráðherra stendur ekki vörð um almannahagsmuni og hefur kvittað upp á gjafagjörning til fjármálafyrirtækja og auðugra einstaklinga með aðgang að rétta miðlaranum. Bankasýslan hefur sýnt fram á gagnsleysi sitt í ferli sem átti að vera gagnsætt og traust. Fjármálaeftirlitið þarf að rannsaka fjárfestingar starfsmanna og eigenda fjármálafyrirtækja í þessu útboði á eign almennings. Rannsóknarnefnd þarf að skipa strax til að skoða söluna. Fyrri hluti sölunnar á Íslandsbanka skoðast nú líka í öðru ljósi fyrst svona fór í þetta skiptið – hvað hefur verið í gangi? Þetta söluferli er áfall fyrir íslenskan fjármálamarkað, íslenskt samfélag og risastór áfellisdómur yfir fjármálaráðherra – sem forsætisráðherra hefur stutt við bakið á í öllu þessu ferli þrátt fyrir augljósa misbresti. Það stendur nú á ríkisstjórninni að skýra málið. Ef það sem gögnin gefa til kynna er staðfest er ljóst að fjármálaráðherrann verður að víkja. Hér var enginn að huga að hagsmunum almennings. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun