Kópavogsbær á að veita ungu fólki húsnæðisstyrki Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 11. apríl 2022 10:30 Við þurfum öll þak yfir höfuðið, og hjá flestum kemur að því að við viljum stofna eigin heimili, flytja úr foreldrahúsum. Undanfarin misseri hefur húsnæðiskostnaður aukist, fasteignaverð hækkað og húsnæði á almennum leigumarkaði heldur áfram að vera mjög dýrt og stór hluti ráðstöfunartekna ungs fólks fer í að tryggja sér húsnæði. Ekki meira en þriðjungur ráðstöfunartekna í húsnæði VG í Kópavogi vilja að bærinn tryggi að aldrei fari meira en þriðjungur ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað. Þetta getur bærinn með ýmsu móti, og það er alls ekki óþekkt að bærinn (eða önnur sveitarfélög) greiði niður húsnæðiskostnað. Þar má nefna niðurfellingu og lækkun fasteignagjalda til eldra fólks, lágt leiguverð í félagslegu húsnæði og húsaleigubætur. Sérstakir húsnæðisstyrkir fyrir ungt fólk En við eigum að gera meira. Við viljum að bærinn taki upp sérstaka styrki eða ívilnanir til þeirra sem eru að stofna heimili í fyrsta sinn. Þetta gæti verið með ýmsu móti, t.d. að fella niður fasteignagjöld hjá fólki sem er að kaupa sér eign í fyrsta sinn, t.a.m. fyrstu eitt til tvö árin. Eða með niðurfellingu á lóðagjöldum til ungs fólks sem byggir eða kaupir nýtt húsnæði. Þá gæti bærinn verið með sérstaka styrki til þeirra sem fara út á leigumarkað í fyrsta sinn, stofna sitt fyrsta heimili. Með því að styðja sérstaklega við bakið á ungu fólki og gera því kleift að setjast að í Kópavogi búum við í haginn fyrir framtíðina. Við eigum að gera það sem við getum til að gera Kópavog að aðlaðandi kosti fyrir framtíðaríbúa bæjarins. Höfundur er oddviti VG í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Kópavogur Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Húsnæðismál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Við þurfum öll þak yfir höfuðið, og hjá flestum kemur að því að við viljum stofna eigin heimili, flytja úr foreldrahúsum. Undanfarin misseri hefur húsnæðiskostnaður aukist, fasteignaverð hækkað og húsnæði á almennum leigumarkaði heldur áfram að vera mjög dýrt og stór hluti ráðstöfunartekna ungs fólks fer í að tryggja sér húsnæði. Ekki meira en þriðjungur ráðstöfunartekna í húsnæði VG í Kópavogi vilja að bærinn tryggi að aldrei fari meira en þriðjungur ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað. Þetta getur bærinn með ýmsu móti, og það er alls ekki óþekkt að bærinn (eða önnur sveitarfélög) greiði niður húsnæðiskostnað. Þar má nefna niðurfellingu og lækkun fasteignagjalda til eldra fólks, lágt leiguverð í félagslegu húsnæði og húsaleigubætur. Sérstakir húsnæðisstyrkir fyrir ungt fólk En við eigum að gera meira. Við viljum að bærinn taki upp sérstaka styrki eða ívilnanir til þeirra sem eru að stofna heimili í fyrsta sinn. Þetta gæti verið með ýmsu móti, t.d. að fella niður fasteignagjöld hjá fólki sem er að kaupa sér eign í fyrsta sinn, t.a.m. fyrstu eitt til tvö árin. Eða með niðurfellingu á lóðagjöldum til ungs fólks sem byggir eða kaupir nýtt húsnæði. Þá gæti bærinn verið með sérstaka styrki til þeirra sem fara út á leigumarkað í fyrsta sinn, stofna sitt fyrsta heimili. Með því að styðja sérstaklega við bakið á ungu fólki og gera því kleift að setjast að í Kópavogi búum við í haginn fyrir framtíðina. Við eigum að gera það sem við getum til að gera Kópavog að aðlaðandi kosti fyrir framtíðaríbúa bæjarins. Höfundur er oddviti VG í Kópavogi.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar