Er Hafnarfjörður að breytast úr fallegu sjávarþorpi í úthverfi Reykjavíkur? Jón Ingi Hákonarson skrifar 11. apríl 2022 08:31 Er hagkvæmt að þenja út byggðina? Stutta svarið er nei. Langa svarið er að það er hagkvæmt fyrir verktakana en fyrir sveitarfélagið Hafnarfjörð og íbúa þess er það mjög dýrt. Það er rándýrt að vera með lengra gatnakerfi sem þarf að moka og halda við. Það er dýrt að leggja og reka lengri veitulagnir, það er kostnaðarsamt að byggja fleiri skóla og reka þá í stað þess að nýta betur vannýtta skóla og það er dýrt að láta strætó aka fleiri kílómetra. Rekstrarkostnaður útþenslustefnunnar er mikill. Það er kannski auðveldara til skamms tíma að byggja bara ný úthverfi í upplandi Hafnarfjarðar þar sem rekstrarkostnaðurinn bítur ekki fyrr en seinna. Sá höfuðverkur verður annarra að eiga við en núverandi valdhafa. Þessi værukærð, metnaðarleysi og skortur á framtíðarsýn leiðir til þess óhjákvæmilega að Hafnarfjörður er smám saman að verða úthverfi á höfuðborgarsvæðinu. Það er erfitt og flókið að byggja upp góðan og áhugaverðan bæ, en auðvelt að byggja úthverfi og svefnbæi. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í Hafnarfirði hafa sýnt á spilin á þessu kjörtímabili. Þegar á reynir velja þeir auðveldu leiðina, hafna metnaðarfullum þéttingarhugmyndum en velja þess í stað úthverfaleiðina. Komnar voru fram hugmyndir 2018 um áhugavert og lifandi hverfi Hraun Vestur en meirihlutanum hefur tekist að breyta þeim hugmyndum í enn eitt úthverfið. Það eru einnig komnar fram áhugaverðar hugmyndir um uppbyggingu Flensborgarhafnar en ég óttast það að núverandi meirihluti muni einnig breyta því í einsleitt úthverfi. Nýjasta útspil meirihlutans er svo að brjóta sig út úr svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til að byggja í upplandinu úthverfi fljótt og örugglega með öllum þeim mikla tilkostnaði sem íbúar Hafnarfjarðar þurfa að greiða til allrar framtíðar. Það skiptir máli að kynna sér raunverulegar ákvarðanir flokka þegar þeir hafa ákvarðanavaldið. Hljóð og mynd fara svo sannarlega ekki saman. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru á góðri leið með að breyta Hafnarfirði í úthverfi. Það má ekki gerast. Kæri kjósandi, þann 14. maí er valið og valdið þitt. Meiri fagmennsku, meiri metnað, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Hafnarfjörður Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Er hagkvæmt að þenja út byggðina? Stutta svarið er nei. Langa svarið er að það er hagkvæmt fyrir verktakana en fyrir sveitarfélagið Hafnarfjörð og íbúa þess er það mjög dýrt. Það er rándýrt að vera með lengra gatnakerfi sem þarf að moka og halda við. Það er dýrt að leggja og reka lengri veitulagnir, það er kostnaðarsamt að byggja fleiri skóla og reka þá í stað þess að nýta betur vannýtta skóla og það er dýrt að láta strætó aka fleiri kílómetra. Rekstrarkostnaður útþenslustefnunnar er mikill. Það er kannski auðveldara til skamms tíma að byggja bara ný úthverfi í upplandi Hafnarfjarðar þar sem rekstrarkostnaðurinn bítur ekki fyrr en seinna. Sá höfuðverkur verður annarra að eiga við en núverandi valdhafa. Þessi værukærð, metnaðarleysi og skortur á framtíðarsýn leiðir til þess óhjákvæmilega að Hafnarfjörður er smám saman að verða úthverfi á höfuðborgarsvæðinu. Það er erfitt og flókið að byggja upp góðan og áhugaverðan bæ, en auðvelt að byggja úthverfi og svefnbæi. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í Hafnarfirði hafa sýnt á spilin á þessu kjörtímabili. Þegar á reynir velja þeir auðveldu leiðina, hafna metnaðarfullum þéttingarhugmyndum en velja þess í stað úthverfaleiðina. Komnar voru fram hugmyndir 2018 um áhugavert og lifandi hverfi Hraun Vestur en meirihlutanum hefur tekist að breyta þeim hugmyndum í enn eitt úthverfið. Það eru einnig komnar fram áhugaverðar hugmyndir um uppbyggingu Flensborgarhafnar en ég óttast það að núverandi meirihluti muni einnig breyta því í einsleitt úthverfi. Nýjasta útspil meirihlutans er svo að brjóta sig út úr svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til að byggja í upplandinu úthverfi fljótt og örugglega með öllum þeim mikla tilkostnaði sem íbúar Hafnarfjarðar þurfa að greiða til allrar framtíðar. Það skiptir máli að kynna sér raunverulegar ákvarðanir flokka þegar þeir hafa ákvarðanavaldið. Hljóð og mynd fara svo sannarlega ekki saman. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru á góðri leið með að breyta Hafnarfirði í úthverfi. Það má ekki gerast. Kæri kjósandi, þann 14. maí er valið og valdið þitt. Meiri fagmennsku, meiri metnað, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun