Matvælaverð í hæstu hæðum samkvæmt FAO Erna Bjarnadóttir skrifar 10. apríl 2022 08:00 Hinn 8. apríl, birti Matvæla- og landbúnaðarstofun Sameinuðu þjóðanna (FAO), vísitölu matvælaverðs í mars sl. Vísitalan hækkaði um 12,6% frá fyrra mánuði (um 17,9 stig). Þetta er geigvænleg hækkun og hefur vísitalan aldrei staðið hærra frá því hún var tekin upp árið 1990. Þessi hækkunin endurspeglar nýjar sögulegar hæðir fyrir undirvísitölur verðs á jurtaolíum, kornvörum og kjöti, en undirvísitölur fyrir sykur og mjólkurvörur hækkuðu einnig umtalsvert. Vísitala kornverðs hækkaði um 17,1% frá febrúar mánuði. Hækkunin er að mestu knúin áfram af röskun á útflutningi frá Úkraínu vegna innrásarinnar þar og þó að minna leyti tengt Rússlandi. Þessi samdráttur bætist við að þegar var farið að gæta minna framboðs á hveiti á heimsmarkaði og áhyggjur að uppskeruhorfum í Bandaríkjunum. Þá blasir við að hækkanir eiga einnig orsakir í hærri orku- og aðfangakostnaði. Matarolíur (vegetable oils) hækkuðu um 23,2% frá febrúar mánuði. Mikil hækkun vísitölunnar var knúin áfram af hærra verði á sólblómaolíu, pálma, soja og repjuolíu. Úkraína er stærsti framleiðandi sólblómaolíu í heiminum og útflutningur þaðan hefur að miklu leyti stöðvast vegna stríðins þar í landi. Samhliða hefur síðan verð á pálma-, soja- og repjuolíu hækkað umtalsvert og er drifið áfram af brestum í framboði á sólblómaolíu. Athyglisvert er einnig að óstöðugt og hærra verð á hráolíu hefur einnig stuðlað að hækkandi verði á jurtaolíu á heimsmarkaði. Mjólkurvörur hækkuðu um 2,6% í mars og kjöt um 4,8%, samkvæmt matvælaverðs vísitölu FAO. Fleiri þættir eins og samdráttur í mjólkurframleiðslu í Vestur-Evrópu, útbreiðsla fuglaflensu og minna framboð nautakjöts í lykilframleiðslulöndum eru þar m.a. nefnd sem áhrifaþættir. Í þessu sambandi má minna á að innlendar mjólkurvörur hafa aðeins hækkað um 4.47% frá 1. desember á síðasta ári, samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar meðan hækkun mjólkurafurða samkvæmt FAO nemur 9,4% frá desember 2021 – mars 2022. Þá hækkaði sykur um 6,7% í mars sem er að mestu rakið til hækkana á hráolíuverði. Góðar uppskeruhorfur á Indlandi héldu hins vegar þar á móti verðhækkunum. Augljóst er að þessar hækkanir munu segja til sín hér á landi sem annarsstaðar í heiminum. Það verða þó fátækustu íbúar jarðarinnar sem verða harðast úti í þessum sviptingum. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Verðlag Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Hinn 8. apríl, birti Matvæla- og landbúnaðarstofun Sameinuðu þjóðanna (FAO), vísitölu matvælaverðs í mars sl. Vísitalan hækkaði um 12,6% frá fyrra mánuði (um 17,9 stig). Þetta er geigvænleg hækkun og hefur vísitalan aldrei staðið hærra frá því hún var tekin upp árið 1990. Þessi hækkunin endurspeglar nýjar sögulegar hæðir fyrir undirvísitölur verðs á jurtaolíum, kornvörum og kjöti, en undirvísitölur fyrir sykur og mjólkurvörur hækkuðu einnig umtalsvert. Vísitala kornverðs hækkaði um 17,1% frá febrúar mánuði. Hækkunin er að mestu knúin áfram af röskun á útflutningi frá Úkraínu vegna innrásarinnar þar og þó að minna leyti tengt Rússlandi. Þessi samdráttur bætist við að þegar var farið að gæta minna framboðs á hveiti á heimsmarkaði og áhyggjur að uppskeruhorfum í Bandaríkjunum. Þá blasir við að hækkanir eiga einnig orsakir í hærri orku- og aðfangakostnaði. Matarolíur (vegetable oils) hækkuðu um 23,2% frá febrúar mánuði. Mikil hækkun vísitölunnar var knúin áfram af hærra verði á sólblómaolíu, pálma, soja og repjuolíu. Úkraína er stærsti framleiðandi sólblómaolíu í heiminum og útflutningur þaðan hefur að miklu leyti stöðvast vegna stríðins þar í landi. Samhliða hefur síðan verð á pálma-, soja- og repjuolíu hækkað umtalsvert og er drifið áfram af brestum í framboði á sólblómaolíu. Athyglisvert er einnig að óstöðugt og hærra verð á hráolíu hefur einnig stuðlað að hækkandi verði á jurtaolíu á heimsmarkaði. Mjólkurvörur hækkuðu um 2,6% í mars og kjöt um 4,8%, samkvæmt matvælaverðs vísitölu FAO. Fleiri þættir eins og samdráttur í mjólkurframleiðslu í Vestur-Evrópu, útbreiðsla fuglaflensu og minna framboð nautakjöts í lykilframleiðslulöndum eru þar m.a. nefnd sem áhrifaþættir. Í þessu sambandi má minna á að innlendar mjólkurvörur hafa aðeins hækkað um 4.47% frá 1. desember á síðasta ári, samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar meðan hækkun mjólkurafurða samkvæmt FAO nemur 9,4% frá desember 2021 – mars 2022. Þá hækkaði sykur um 6,7% í mars sem er að mestu rakið til hækkana á hráolíuverði. Góðar uppskeruhorfur á Indlandi héldu hins vegar þar á móti verðhækkunum. Augljóst er að þessar hækkanir munu segja til sín hér á landi sem annarsstaðar í heiminum. Það verða þó fátækustu íbúar jarðarinnar sem verða harðast úti í þessum sviptingum. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun