Fá milljónir frá ríkinu vegna ofrukkunar á eftirlitsgjaldi á raftæki Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2022 10:34 Verslun ELKO í Lindum í Kópavogi. Myndin er úr safni. Vísir/Egill Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að endurgreiða ELKO tæpar nítján milljónir króna, auk vaxta og dráttarvaxta, vegna of hárrar skattainnheimtu vegna sérstaks eftirlitsgjalds á raftæki þar sem ekki hafði verið sýnt fram á eftirlitsvinna hafi verið í samræmi við gjöld. Dómurinn féll í síðasta mánuði, en það snýr að sérstökum skatti sem ríkið leggur á innflutning á raftækjum sem nemur 0,15 prósent af tollverði. ELKO fór í bréfi til tollstjóra í lok árs 2019 fram á endurgreiðslu umræddra gjalda með vísan til þess að um ólögmæta álagningu gjalda væri að ræða sem skorti viðhlítandi stoð í lögum og bryti sömuleiðis í bága við skattaákvæði stjórnarskrárinnar. Erindinu var hafnað í bréfi frá tollstjóra tveimur vikum síðar. Umrætt gjald, eða skattur, er ætlaður til reksturs rafmagnsöryggismála sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eru falin samkvæmt lögum og vildi ELKO meina að skattgreiðslan hafi verið umfram það til að standa undir eftirlitsvinnu hins opinbera á þessu sviði. Ólögmæt skattheimta ELKO leitaði þá til dómstóla og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur félaginu í vil í nóvember 2020. Taldi dómurinn að svigrúm sem ráðherra var fengið til að ákveða hlutfall skattsins samrýmdist ekki þeim kröfum um skýra og ótvíræða afstöðu löggjafans til álagningar skatta sem leiða af 40. og 77. grein stjórnarskrárinnar. „Hefur löggjafinn þannig gengið lengra við framsal á valdi til að ákveða skatt en heimilt er samkvæmt þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar, sbr. einkum 1. mgr. 77. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þessu studdist sú skattheimta sem um ræðir ekki við gilda lagaheimild og var hún því ólögmæt,“ segir í dómnum en málinu var svo áfrýjað til Landsréttar. Fer í styrktarsjóð ELKO Í tilkynningu frá ELKO um málið segir að gjöldin hafi verið lögð á við innflutning og vegi ekki þungt í söluverði hverrar vöru. „Til dæmis nemur gjaldið 15 krónum í verði vöru sem kostar 10 þúsund krónur og 150 krónum í verði vöru upp á 100 þúsund krónur. Með málshöfðuninni vildi ELKO stuðla að sanngirni og lægra vöruverði og forða því að viðskiptavinir greiddu ólögleg gjöld. Málið vannst í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. nóvember 2020 og nú í Landsrétti 25. mars síðastliðinn. Ríkið hefur fjögurra vikna frest til áfrýjunar til Hæstaréttar. ELKO hefur afráðið að láta endurgreiðslu gjaldsins frá ríkinu renna í styrktarsjóð fyrirtækisins, svo hún geti þannig runnið til góðra verka í samfélaginu. ELKO mun tilkynna nánari útfærslu styrkja eftir að áfrýjunarfrestur er liðinn,“ segir í tilkynningunni. Skattar og tollar Verslun Dómsmál Neytendur Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Dómurinn féll í síðasta mánuði, en það snýr að sérstökum skatti sem ríkið leggur á innflutning á raftækjum sem nemur 0,15 prósent af tollverði. ELKO fór í bréfi til tollstjóra í lok árs 2019 fram á endurgreiðslu umræddra gjalda með vísan til þess að um ólögmæta álagningu gjalda væri að ræða sem skorti viðhlítandi stoð í lögum og bryti sömuleiðis í bága við skattaákvæði stjórnarskrárinnar. Erindinu var hafnað í bréfi frá tollstjóra tveimur vikum síðar. Umrætt gjald, eða skattur, er ætlaður til reksturs rafmagnsöryggismála sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eru falin samkvæmt lögum og vildi ELKO meina að skattgreiðslan hafi verið umfram það til að standa undir eftirlitsvinnu hins opinbera á þessu sviði. Ólögmæt skattheimta ELKO leitaði þá til dómstóla og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur félaginu í vil í nóvember 2020. Taldi dómurinn að svigrúm sem ráðherra var fengið til að ákveða hlutfall skattsins samrýmdist ekki þeim kröfum um skýra og ótvíræða afstöðu löggjafans til álagningar skatta sem leiða af 40. og 77. grein stjórnarskrárinnar. „Hefur löggjafinn þannig gengið lengra við framsal á valdi til að ákveða skatt en heimilt er samkvæmt þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar, sbr. einkum 1. mgr. 77. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þessu studdist sú skattheimta sem um ræðir ekki við gilda lagaheimild og var hún því ólögmæt,“ segir í dómnum en málinu var svo áfrýjað til Landsréttar. Fer í styrktarsjóð ELKO Í tilkynningu frá ELKO um málið segir að gjöldin hafi verið lögð á við innflutning og vegi ekki þungt í söluverði hverrar vöru. „Til dæmis nemur gjaldið 15 krónum í verði vöru sem kostar 10 þúsund krónur og 150 krónum í verði vöru upp á 100 þúsund krónur. Með málshöfðuninni vildi ELKO stuðla að sanngirni og lægra vöruverði og forða því að viðskiptavinir greiddu ólögleg gjöld. Málið vannst í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. nóvember 2020 og nú í Landsrétti 25. mars síðastliðinn. Ríkið hefur fjögurra vikna frest til áfrýjunar til Hæstaréttar. ELKO hefur afráðið að láta endurgreiðslu gjaldsins frá ríkinu renna í styrktarsjóð fyrirtækisins, svo hún geti þannig runnið til góðra verka í samfélaginu. ELKO mun tilkynna nánari útfærslu styrkja eftir að áfrýjunarfrestur er liðinn,“ segir í tilkynningunni.
Skattar og tollar Verslun Dómsmál Neytendur Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira