Það er alltaf hægt að gera (eitthvað) betur Steinunn Dögg Steinsen skrifar 4. apríl 2022 08:30 Við hjá Norðuráli vinnum við að framleiða ál, en við gerum það ekki hvernig sem er. Við teljum okkar hlutverk vera að skapa verðmæti á samkeppnishæfan hátt, framleiða ál sem mætir þörfum viðskiptavina og að vera ábyrgur samfélagsþegn. Það að vera ábyrgur þegn í samfélaginu hefur víðfeðma merkingu fyrir okkur. Hluti af því er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að verða kolefnishlutlaus (álframleiðandi). Þegar það er gert er mikilvægt að skoða alla framleiðsluferla fyrirtækis, sem og birgða- og aðfangakeðjur, og leita allra leiða til að minnka losun. Norðurál framleiðir ál með einu lægsta kolefnisspori í heimi. Þegar litið er á ferlið allt, frá vinnslu hráefna til afhendingar fullunninnar vöru, nemur kolefnisspor áls frá Norðuráli minna en fjórðungi af heimsmeðaltalinu. Raforkan sem við notum er endurnýjanleg og sjálfbær, en ástæðan er líka sú að við höfum rýnt alla birgðakeðju okkarn með það að markmiði að lágmarka kolefnisspor framleiðslunnar og höfum fengið árangur okkar skráðan og vottaðan. Það gerirokkur kleyft að markaðssetja vottað grænt ál og vorum við fyrst í heiminum til að gera langtímasamninga um sölu á slíku áli. Binding eða nýting Með þeirri tækni sem völ er á í dag er ekki hægt að framleiða ál án þess að koldíoxíð losni. Norðurál stefnir því á að verða í hópi fyrstu álvera í heimi sem framleiðir kolefnishlutlaust ál ef ekki það fyrsta. Stærsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda frá álverum er CO2 vegna bruna á kolefnisskautum í rafgreiningu á áli. Í dag er ekki til önnur framleiðsluleið til rafgreina ál á iðnaðarskala nema með bruna á kolefnisskautum. Þess vegna er horft til tveggja leiða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá álverum. Að finna aðra tegund skauta þar sem kolefni binst ekki súrefni. Stærsta áskorun varðandi þessa leið er að útskipti á skautum er stór breyting á framleiðsluferlinu og því margir áhrifaþættir hafa þarf í huga. Að fanga CO2 úr útblástri kerskála og háfa. Stærsta áskorunin er sú að styrkur CO2 í útblástrinu er lágur eða álíka mikill og í andrúmsloftinu. Við sitjum ekki og bíðum eftir því að úr rætist og lausnir berist að utan og eins viljum við ekki láta nægja sem framtíðarlausn að kaupa losunarheimildir á markaði. Því leitum við leiða til að fanga og binda eða nýta þann koltvísýring sem verður til við okkar framleiðslu. Til að unnt sé að nýta Carbfix tæknina erum við í samstarfi við Háskólann í Reykjavík um að leita leiða til að auka styrk CO2 í útblástri. Við stefnum á þróun lausna í samstarfi við Qair Group sem miða að því að nota CO2 frá okkur til framleiðslu á rafeldsneyti. Norðurál er einnig í mjög spennandi samstarfi með norska fyrirtækinu Ocean Geoloop. Það fyrirtæki er að þróa tækni sem framleiðir rafmagn með því að nýta CO2 frá álverinu og vonir standa til að ekki þurfi að hækka styrk þess í útblæstri til að það verði að veruleika. Þetta eru allt spennandi verkefni og undirstrika mikilvægi þess að fræðafólk og hugmyndasmiðir háskólasamféalgsins hafi greiðan aðgang að sérfræðingum, gögnum og aðstöðu fyrirtækjanna. Þannig getum við best komið þróunarverkefnum af rannsóknarstofunni og út á framleiðslusvæðið. Allt skiptir þetta máli Hjá Norðuráli höfum við ekki einungis horft á losun vegna álframleiðslu, heldur höfum við sett okkur markmið um að losun Norðuráls þar fyrir utan minnki um 40% fyrir árið 2030. Á milli áranna 2015-2020 dróst þessi losun saman um 29%. Sá árangur er afrakstur margra ákvarðana og aðgerða þvert á fyrirtækið. Til dæmis hefur tækjum og tólum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verið skipt út fyrir rafknúin Tilgangurinn með þessum skrifum er ekki að hrósa okkur sérstaklega, heldur vona ég að þetta sýni að fyrirtæki geta gert ótrúlega mikið til að minnka kolefnisspor sitt og draga úr umhverfisáhrifum , ef starfsfólk og stjórnendur eru tilbúin að leggja sig fram um að ná markmiðunum. Eins skiptir máli að fyrirtæki finni fyrir stuðningi frá hinu opinbera og að rekstrarumhverfið stuðli að því að fyrirtæki geti tekið réttar ákvarðanir í umhverfismálum. Grænvangur er samstarfsverkefni stjórnsýslunnar og atvinnulífsins og á ársfundi hans 5. apríl næstkomandi verður m.a. fjallað um það hvernig Ísland getur náð markmiði sínu um kolefnishlutleysi árið 2040. Ég er sannfærð um að ef öll starfsemi og aðfangakeðja fyrirtækja er vandlega skoðuð er alltaf hægt að finna leiðir til að gera betur – það er alltaf hægt að gera eitthvað. Höfundur er yfir umhverfis- og öryggsmálum allra álvera Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áliðnaður Stóriðja Umhverfismál Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við hjá Norðuráli vinnum við að framleiða ál, en við gerum það ekki hvernig sem er. Við teljum okkar hlutverk vera að skapa verðmæti á samkeppnishæfan hátt, framleiða ál sem mætir þörfum viðskiptavina og að vera ábyrgur samfélagsþegn. Það að vera ábyrgur þegn í samfélaginu hefur víðfeðma merkingu fyrir okkur. Hluti af því er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að verða kolefnishlutlaus (álframleiðandi). Þegar það er gert er mikilvægt að skoða alla framleiðsluferla fyrirtækis, sem og birgða- og aðfangakeðjur, og leita allra leiða til að minnka losun. Norðurál framleiðir ál með einu lægsta kolefnisspori í heimi. Þegar litið er á ferlið allt, frá vinnslu hráefna til afhendingar fullunninnar vöru, nemur kolefnisspor áls frá Norðuráli minna en fjórðungi af heimsmeðaltalinu. Raforkan sem við notum er endurnýjanleg og sjálfbær, en ástæðan er líka sú að við höfum rýnt alla birgðakeðju okkarn með það að markmiði að lágmarka kolefnisspor framleiðslunnar og höfum fengið árangur okkar skráðan og vottaðan. Það gerirokkur kleyft að markaðssetja vottað grænt ál og vorum við fyrst í heiminum til að gera langtímasamninga um sölu á slíku áli. Binding eða nýting Með þeirri tækni sem völ er á í dag er ekki hægt að framleiða ál án þess að koldíoxíð losni. Norðurál stefnir því á að verða í hópi fyrstu álvera í heimi sem framleiðir kolefnishlutlaust ál ef ekki það fyrsta. Stærsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda frá álverum er CO2 vegna bruna á kolefnisskautum í rafgreiningu á áli. Í dag er ekki til önnur framleiðsluleið til rafgreina ál á iðnaðarskala nema með bruna á kolefnisskautum. Þess vegna er horft til tveggja leiða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá álverum. Að finna aðra tegund skauta þar sem kolefni binst ekki súrefni. Stærsta áskorun varðandi þessa leið er að útskipti á skautum er stór breyting á framleiðsluferlinu og því margir áhrifaþættir hafa þarf í huga. Að fanga CO2 úr útblástri kerskála og háfa. Stærsta áskorunin er sú að styrkur CO2 í útblástrinu er lágur eða álíka mikill og í andrúmsloftinu. Við sitjum ekki og bíðum eftir því að úr rætist og lausnir berist að utan og eins viljum við ekki láta nægja sem framtíðarlausn að kaupa losunarheimildir á markaði. Því leitum við leiða til að fanga og binda eða nýta þann koltvísýring sem verður til við okkar framleiðslu. Til að unnt sé að nýta Carbfix tæknina erum við í samstarfi við Háskólann í Reykjavík um að leita leiða til að auka styrk CO2 í útblástri. Við stefnum á þróun lausna í samstarfi við Qair Group sem miða að því að nota CO2 frá okkur til framleiðslu á rafeldsneyti. Norðurál er einnig í mjög spennandi samstarfi með norska fyrirtækinu Ocean Geoloop. Það fyrirtæki er að þróa tækni sem framleiðir rafmagn með því að nýta CO2 frá álverinu og vonir standa til að ekki þurfi að hækka styrk þess í útblæstri til að það verði að veruleika. Þetta eru allt spennandi verkefni og undirstrika mikilvægi þess að fræðafólk og hugmyndasmiðir háskólasamféalgsins hafi greiðan aðgang að sérfræðingum, gögnum og aðstöðu fyrirtækjanna. Þannig getum við best komið þróunarverkefnum af rannsóknarstofunni og út á framleiðslusvæðið. Allt skiptir þetta máli Hjá Norðuráli höfum við ekki einungis horft á losun vegna álframleiðslu, heldur höfum við sett okkur markmið um að losun Norðuráls þar fyrir utan minnki um 40% fyrir árið 2030. Á milli áranna 2015-2020 dróst þessi losun saman um 29%. Sá árangur er afrakstur margra ákvarðana og aðgerða þvert á fyrirtækið. Til dæmis hefur tækjum og tólum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verið skipt út fyrir rafknúin Tilgangurinn með þessum skrifum er ekki að hrósa okkur sérstaklega, heldur vona ég að þetta sýni að fyrirtæki geta gert ótrúlega mikið til að minnka kolefnisspor sitt og draga úr umhverfisáhrifum , ef starfsfólk og stjórnendur eru tilbúin að leggja sig fram um að ná markmiðunum. Eins skiptir máli að fyrirtæki finni fyrir stuðningi frá hinu opinbera og að rekstrarumhverfið stuðli að því að fyrirtæki geti tekið réttar ákvarðanir í umhverfismálum. Grænvangur er samstarfsverkefni stjórnsýslunnar og atvinnulífsins og á ársfundi hans 5. apríl næstkomandi verður m.a. fjallað um það hvernig Ísland getur náð markmiði sínu um kolefnishlutleysi árið 2040. Ég er sannfærð um að ef öll starfsemi og aðfangakeðja fyrirtækja er vandlega skoðuð er alltaf hægt að finna leiðir til að gera betur – það er alltaf hægt að gera eitthvað. Höfundur er yfir umhverfis- og öryggsmálum allra álvera Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar