Vill húsnæðissáttmála á höfuðborgarsvæðinu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. apríl 2022 19:06 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði eftir kynningarfund í morgun að hann myndi beita sér fyrir því að koma á húsnæðissáttmála á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill/Atli Borgarstjóri kallar eftir því að ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geri með sér sérstakan húsnæðissáttmála til að leysa stöðuna á húsnæðismarkaði. Borgin ætlar að tvöfalda árlegt lóðaframboð sitt næstu fimm árin. Þær íbúðir sem fara af stað í byggingu í Reykjavík í ár eru rétt tæplega þrjú þúsund talsins. Borgin ætlar nú að gera enn betur og kynnti í dag áform sín um að tvöfalda lóðaframboð sitt í ár og halda því þannig út næstu fimm árin. Þannig verður ríflega tvö þúsund lóðum úthlutað í ár en ekki þúsund eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Úr offramboði í skort á tveimur árum „Við erum að senda skýr skilaboð inn á markaðinn að við séum klár. En það þarf samhent átak; önnur sveitarfélög, fjármálastofnanir og byggingariðnaður þarf auðvitað að koma inn í þetta af krafti,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Brot af þeim íbúðum sem byrjað verður að byggja í ár.vísir Og Dagur hefur ákveðnar hugmyndir um hvað það sé sem þurfi að gera til að laga húsnæðismarkaðinn. Það þurfi að taka á húsnæðismálunum eins og tekið var á samgöngumálunum. „Ég hins vegar kallaði eftir því hér í dag að það komi meiri langtímahugsun inn í þetta. Og við fáum eins og er í samgöngumálunum; samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið. Í raun vantar húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið,“ segir Dagur. Hér þurfi að setjast niður og festa plan til lengri tíma. Skapa ákveðinn stöðugleika. „Þannig að það liggi fyrir hvar eigi að byggja, hvaða tegundir íbúða, hvaða fjölbreytni og í hvaða takti. Þannig að þetta sé ekki svona sveiflukennt og markaðurinn þróist bara úr offramboði í skort á bara tveimur árum. Heldur þurfum við að hafa húsnæðismarkað eins og hjá siðuðum þjóðum með húsnæðissáttmála til lengri tíma,“ segir Dagur. Hann sér þó ekki fram á neina töfralausn á stöðunni á húsnæðismarkaði. Húsnæðissáttmáli er þó langtímalausn að hans mati sem hann kveðst ætla að beita sér fyrir að verði gerður strax í ár. Húsnæðismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggingariðnaður Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Sjá meira
Þær íbúðir sem fara af stað í byggingu í Reykjavík í ár eru rétt tæplega þrjú þúsund talsins. Borgin ætlar nú að gera enn betur og kynnti í dag áform sín um að tvöfalda lóðaframboð sitt í ár og halda því þannig út næstu fimm árin. Þannig verður ríflega tvö þúsund lóðum úthlutað í ár en ekki þúsund eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Úr offramboði í skort á tveimur árum „Við erum að senda skýr skilaboð inn á markaðinn að við séum klár. En það þarf samhent átak; önnur sveitarfélög, fjármálastofnanir og byggingariðnaður þarf auðvitað að koma inn í þetta af krafti,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Brot af þeim íbúðum sem byrjað verður að byggja í ár.vísir Og Dagur hefur ákveðnar hugmyndir um hvað það sé sem þurfi að gera til að laga húsnæðismarkaðinn. Það þurfi að taka á húsnæðismálunum eins og tekið var á samgöngumálunum. „Ég hins vegar kallaði eftir því hér í dag að það komi meiri langtímahugsun inn í þetta. Og við fáum eins og er í samgöngumálunum; samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið. Í raun vantar húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið,“ segir Dagur. Hér þurfi að setjast niður og festa plan til lengri tíma. Skapa ákveðinn stöðugleika. „Þannig að það liggi fyrir hvar eigi að byggja, hvaða tegundir íbúða, hvaða fjölbreytni og í hvaða takti. Þannig að þetta sé ekki svona sveiflukennt og markaðurinn þróist bara úr offramboði í skort á bara tveimur árum. Heldur þurfum við að hafa húsnæðismarkað eins og hjá siðuðum þjóðum með húsnæðissáttmála til lengri tíma,“ segir Dagur. Hann sér þó ekki fram á neina töfralausn á stöðunni á húsnæðismarkaði. Húsnæðissáttmáli er þó langtímalausn að hans mati sem hann kveðst ætla að beita sér fyrir að verði gerður strax í ár.
Húsnæðismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggingariðnaður Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Sjá meira