Sameining háskólasamfélagsins Auður Eir Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2022 14:00 Þann 22. desember síðastliðinn undirrituðu ríkið og Félagsstofnun stúdenta samning um kaup á Bændahöllinni sem héðan í frá verður nýtt fyrir starfsemi Háskóla Íslands og stúdentaíbúðir. Um er að ræða mikið fagnaðarefni enda hafa fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði beitt sér fyrir því að þessi kaup verði að veruleika. Í raun er verið að slá tvær flugur í einu höggi með því að tryggja húsnæði á háskólasvæðinu þannig að á tiltölulega stuttum tíma verði bæði hægt að fjölga stúdentaíbúðum og flytja starfsemi Menntavísindasviðs úr Stakkahlíð og yfir á háskólasvæðið. Kennaraháskóli Íslands sameinaðist Háskóla Íslands árið 2008 og varð að Menntavísindasviði HÍ, starfsemi sviðsins hefur þó síðan þá verið í húsnæði gamla Kennaraháskólans í Stakkahlíð og hafa nemendur sviðsins því ekki alltaf upplifað sig sem hluta af sömu heild og nemendur annarra sviða. Þessi staðsetning hefur einnig gert það að verkum að hópur nemenda þarf að sækja kennslustundir annars vegar í Stakkahlíð og hinsvegar í Vatnsmýrinni með allt niður í tíu mínútna millibili sem gerir það nánast ómögulegt að sinna náminu án þess að vera á bíl. Slíkt samræmist engan veginn 21. aldar hugmyndum um umhverfisvænar samgöngur og skipulag háskóla. Á Menntavísindasviði fer jafnframt fram kennsla og rannsóknir þvert á fræðigreinar og með flutningi sviðsins opnast nýir möguleikar fyrir samstarf þvert á svið. Þá mun Röskva einnig beita sér fyrir bættu aðgengi í nýju húsnæði menntavísindasviðs þar sem slíkt var ábótavant í húsnæði gamla Kennaraháskólans. Einnig má nefna að bygging Menntavísindasviðs í Stakkahlíð er orðin lúin og hafa nemendur hafa kvartað undan myglu og lélegs skipulags húsnæðisins. Núverandi staðsetning húsnæðis menntavísindasviðs er ekki ákjósanleg og eiga nemendur á sviðinu þess síður kost á að taka þátt í fjölbreyttu félagslífi háskólans. Það er þeim sem dæmi ekki eins auðvelt að kíkja á kjallarann í kaffi eða bjór eftir langan skóladag. Sama gildir um ýmsa viðburði sem Háskólinn tekur að sér, eins og tónleika eða aðra menningarlega viðburði. Nemendur hafa ekki eins greiðan aðgang að háskólaræktinni, kórnum eða helstu þjónustu sem þau þurfa á að halda sem stúdentar þar sem slíkt er staðsett í Vatsmýrinni. Þetta er þó ekki aðeins missir fyrir nemendur á Menntavísindasviði heldur í raun missir fyrir alla nemendur þar sem þetta minnkar líkur á að kynnast þeim fjölbreyttu hópum sem koma af öllum sviðum. Því er það ekki aðeins stór sigur fyrir Menntavísindasvið að færa sig nær Háskólatorgi heldur stór sigur fyrir Háskóla Íslands sem heild. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á menntavísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Þann 22. desember síðastliðinn undirrituðu ríkið og Félagsstofnun stúdenta samning um kaup á Bændahöllinni sem héðan í frá verður nýtt fyrir starfsemi Háskóla Íslands og stúdentaíbúðir. Um er að ræða mikið fagnaðarefni enda hafa fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði beitt sér fyrir því að þessi kaup verði að veruleika. Í raun er verið að slá tvær flugur í einu höggi með því að tryggja húsnæði á háskólasvæðinu þannig að á tiltölulega stuttum tíma verði bæði hægt að fjölga stúdentaíbúðum og flytja starfsemi Menntavísindasviðs úr Stakkahlíð og yfir á háskólasvæðið. Kennaraháskóli Íslands sameinaðist Háskóla Íslands árið 2008 og varð að Menntavísindasviði HÍ, starfsemi sviðsins hefur þó síðan þá verið í húsnæði gamla Kennaraháskólans í Stakkahlíð og hafa nemendur sviðsins því ekki alltaf upplifað sig sem hluta af sömu heild og nemendur annarra sviða. Þessi staðsetning hefur einnig gert það að verkum að hópur nemenda þarf að sækja kennslustundir annars vegar í Stakkahlíð og hinsvegar í Vatnsmýrinni með allt niður í tíu mínútna millibili sem gerir það nánast ómögulegt að sinna náminu án þess að vera á bíl. Slíkt samræmist engan veginn 21. aldar hugmyndum um umhverfisvænar samgöngur og skipulag háskóla. Á Menntavísindasviði fer jafnframt fram kennsla og rannsóknir þvert á fræðigreinar og með flutningi sviðsins opnast nýir möguleikar fyrir samstarf þvert á svið. Þá mun Röskva einnig beita sér fyrir bættu aðgengi í nýju húsnæði menntavísindasviðs þar sem slíkt var ábótavant í húsnæði gamla Kennaraháskólans. Einnig má nefna að bygging Menntavísindasviðs í Stakkahlíð er orðin lúin og hafa nemendur hafa kvartað undan myglu og lélegs skipulags húsnæðisins. Núverandi staðsetning húsnæðis menntavísindasviðs er ekki ákjósanleg og eiga nemendur á sviðinu þess síður kost á að taka þátt í fjölbreyttu félagslífi háskólans. Það er þeim sem dæmi ekki eins auðvelt að kíkja á kjallarann í kaffi eða bjór eftir langan skóladag. Sama gildir um ýmsa viðburði sem Háskólinn tekur að sér, eins og tónleika eða aðra menningarlega viðburði. Nemendur hafa ekki eins greiðan aðgang að háskólaræktinni, kórnum eða helstu þjónustu sem þau þurfa á að halda sem stúdentar þar sem slíkt er staðsett í Vatsmýrinni. Þetta er þó ekki aðeins missir fyrir nemendur á Menntavísindasviði heldur í raun missir fyrir alla nemendur þar sem þetta minnkar líkur á að kynnast þeim fjölbreyttu hópum sem koma af öllum sviðum. Því er það ekki aðeins stór sigur fyrir Menntavísindasvið að færa sig nær Háskólatorgi heldur stór sigur fyrir Háskóla Íslands sem heild. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á menntavísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun