Tíu atriði sem við getum gert svo miklu betur í borginni Þorkell Sigurlaugsson skrifar 17. mars 2022 20:01 Nú er komið að lokum spennandi kosningabaráttu Sjálfstæðisfólks fyrir prófkjörið sem haldið verður í Reykjavík föstudag og laugardag. Ég býð mig fram í 2. sæti. Ég kem með nýja reynslu inn í borgarstjórn eftir áratuga störf við stjórnun stærri og smærri fyrirtækja, sprotafyrirtækja og uppbyggingu Háskólans í Reykjavík. Ég hef mikinn áhuga á flokksstarfinu og er formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Áherslur mínar byggja m.a. á eftirfarandi stefnumiðum Breyta verður áherslum í skipulagsmálum og stjórnun borgarinnar. Draga verður úr forræðishyggju og taka aukið tillit til sjónarmiða þeirra sem búa og starfa í borginni. Stöðva verður flótta fyrirtækja og fólks frá borginni. Setja þarf nýtt byggingarland strax í uppbyggingu samhliða hófstilltri þéttingu byggðar.Mikilvæg fyrirtæki og íbúar hafa verið að flýja borgina undanfarin ár vegna skorts á hagkvæmum og ódýrum íbúðum og byggingarlandi. Bæta verður aðstöðu og þjónustu við fyrirtæki í öllum greinum atvinnurekstrar. Öflug fyrirtæki eru undirstaða atvinnulífs, tekjuöflunar og velferðar hjá borgarbúum. Slakar almenningssamgöngur, ónóg bílastæði og þröng aðkoma hafa reynst mörgum fyrirtækjum kostnaðarsamar. Sýnu verri eru þó afleiðingar sífellt meiri umferðartafa. Skóla- og íþróttamál verði í hávegum höfð. Skólar verða að þjóna einstaka hverfum og börnum, án myglu, og án þess að löng bið verði eftir íþróttaaðstöðu eða leikskólaplássi. Bæta verður þjónustu við eldri borgara. Sinna verður málefnum eldri borgara af meiri framsýni en hingað til, samhliða fjölgun eldra fólks. Byggja þarf upp betri aðstöðu til forvarna og endurhæfingar sem hentar þessum aldurshópum. Sérstaklega þarf að horfa til húsnæðismála. Þá er stórt réttlætismál að dregið verði úr álögum á lífeyrisþega. Burt með biðraðir í velferðarmálum. Velferðarmál skipta höfuðborgarbúa miklu máli og á því sviði þarf að hafa samstarf við stjórnvöld. Verðum að losna við biðraðirnar sem einkenna þessa þjónustu á fjölmörgum sviðum. Lækka verður álögur á þá sem búa við kröppust kjör. Þá verður að endurskoða velferðarkerfið heildstætt og losa um fátæktargildrur innan þess t.d. varðandi fasteignagjöld o.fl. Það á ekki hvað síst við um þann vaxandi fjölda eldri borgara sem býr við fátækt m.a. vegna slakra lífeyrisréttinda, engra launatekna eða fjármagnstekna. Snúa verður vörn í sókn í húsnæðismálum. Uppbygging húsnæðis hefur verið vanrækt og sérstaklega ódýrt húsnæði fyrir yngra fólk og tekjulága. Úr því verður bætt á kjörtímabilinu. Leigumarkaður þarf einnig að vera virkur og öruggari fyrir leigutaka. Endurskoða verður samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins milli ríkis og sveitarfélaga. Endurskoðun er nauðsynleg á nokkrum mikilvægum þáttum og einnig tryggja að framkvæmdir, tíma-, og fjárhagsáætlanir samnings ríkis og sveitarfélaga standist. Flýta verður framkvæmdum fyrir greiðari bifreiðasamgöngur, hjól og gangandi og ekki er hægt að bíða í 15-20 ár eftir fullkláraðri svokallaðri „Borgarlínu“. Allir samgöngumátar eru nauðsynlegir. Þeir eru í óviðunandi ástandi og verða eftir nokkur ár í enn alvarlegra ástandi, nema til komi einfaldari, ódýrari og fljótlegri lausn á góðum samgöngum fyrir alla. Taka verður fjármál borgarinnar föstum tökum. Síðast en ekki síst þarf að bæta fjármálarekstur borgarinnar og snúa við þeirri skuldasöfnun sem hefur viðgengist allt of lengi í boði vinstri meirihluta borgarstjórnar Skortur á allri byggðaþróun og framtíðarsýn fyrir Reykjavík Verulega hefur skort á langtímasýn á þróun borgarinnar til næstu áratuga langt fram eftir þessari öld. Sem dæmi má nefna að Reykjavík hefur dregist aftur úr hvað varðar þróun byggðar, ekki hvað síst vegna seinkunar Sundabrautar yfir í Geldinganes, Álfsnes og Kjalarnes þar sem í heildina litið má byggja tugþúsundir íbúða. Einnig eru möguleikar til frekari byggðar í þéttbýli á landi Keldna, Keldnaholti og í Úlfarsársdal. Frestun Sundabrautar er eitt stærsta hneykslið og þar gerði borgin ekkert til að ýta á eftir verkefninu og þvældist frekar fyrir. Breyttir og betri tímar bíða Reykvíkinga eftir næstu kosningar. Það er kominn tími á nýtt verklag og framtíðarsýn fyrir höfuðborgina á sem flestum sviðum; við viljum koma Reykjavík aftur í fremstu röð. Ég býð mig fram í 2. sætið til að taka þátt í þeirri baráttu. Við getum gert svo miklu betur í borginni! Höfundur er í framboði í 2. sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 18-19. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Sjá meira
Nú er komið að lokum spennandi kosningabaráttu Sjálfstæðisfólks fyrir prófkjörið sem haldið verður í Reykjavík föstudag og laugardag. Ég býð mig fram í 2. sæti. Ég kem með nýja reynslu inn í borgarstjórn eftir áratuga störf við stjórnun stærri og smærri fyrirtækja, sprotafyrirtækja og uppbyggingu Háskólans í Reykjavík. Ég hef mikinn áhuga á flokksstarfinu og er formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Áherslur mínar byggja m.a. á eftirfarandi stefnumiðum Breyta verður áherslum í skipulagsmálum og stjórnun borgarinnar. Draga verður úr forræðishyggju og taka aukið tillit til sjónarmiða þeirra sem búa og starfa í borginni. Stöðva verður flótta fyrirtækja og fólks frá borginni. Setja þarf nýtt byggingarland strax í uppbyggingu samhliða hófstilltri þéttingu byggðar.Mikilvæg fyrirtæki og íbúar hafa verið að flýja borgina undanfarin ár vegna skorts á hagkvæmum og ódýrum íbúðum og byggingarlandi. Bæta verður aðstöðu og þjónustu við fyrirtæki í öllum greinum atvinnurekstrar. Öflug fyrirtæki eru undirstaða atvinnulífs, tekjuöflunar og velferðar hjá borgarbúum. Slakar almenningssamgöngur, ónóg bílastæði og þröng aðkoma hafa reynst mörgum fyrirtækjum kostnaðarsamar. Sýnu verri eru þó afleiðingar sífellt meiri umferðartafa. Skóla- og íþróttamál verði í hávegum höfð. Skólar verða að þjóna einstaka hverfum og börnum, án myglu, og án þess að löng bið verði eftir íþróttaaðstöðu eða leikskólaplássi. Bæta verður þjónustu við eldri borgara. Sinna verður málefnum eldri borgara af meiri framsýni en hingað til, samhliða fjölgun eldra fólks. Byggja þarf upp betri aðstöðu til forvarna og endurhæfingar sem hentar þessum aldurshópum. Sérstaklega þarf að horfa til húsnæðismála. Þá er stórt réttlætismál að dregið verði úr álögum á lífeyrisþega. Burt með biðraðir í velferðarmálum. Velferðarmál skipta höfuðborgarbúa miklu máli og á því sviði þarf að hafa samstarf við stjórnvöld. Verðum að losna við biðraðirnar sem einkenna þessa þjónustu á fjölmörgum sviðum. Lækka verður álögur á þá sem búa við kröppust kjör. Þá verður að endurskoða velferðarkerfið heildstætt og losa um fátæktargildrur innan þess t.d. varðandi fasteignagjöld o.fl. Það á ekki hvað síst við um þann vaxandi fjölda eldri borgara sem býr við fátækt m.a. vegna slakra lífeyrisréttinda, engra launatekna eða fjármagnstekna. Snúa verður vörn í sókn í húsnæðismálum. Uppbygging húsnæðis hefur verið vanrækt og sérstaklega ódýrt húsnæði fyrir yngra fólk og tekjulága. Úr því verður bætt á kjörtímabilinu. Leigumarkaður þarf einnig að vera virkur og öruggari fyrir leigutaka. Endurskoða verður samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins milli ríkis og sveitarfélaga. Endurskoðun er nauðsynleg á nokkrum mikilvægum þáttum og einnig tryggja að framkvæmdir, tíma-, og fjárhagsáætlanir samnings ríkis og sveitarfélaga standist. Flýta verður framkvæmdum fyrir greiðari bifreiðasamgöngur, hjól og gangandi og ekki er hægt að bíða í 15-20 ár eftir fullkláraðri svokallaðri „Borgarlínu“. Allir samgöngumátar eru nauðsynlegir. Þeir eru í óviðunandi ástandi og verða eftir nokkur ár í enn alvarlegra ástandi, nema til komi einfaldari, ódýrari og fljótlegri lausn á góðum samgöngum fyrir alla. Taka verður fjármál borgarinnar föstum tökum. Síðast en ekki síst þarf að bæta fjármálarekstur borgarinnar og snúa við þeirri skuldasöfnun sem hefur viðgengist allt of lengi í boði vinstri meirihluta borgarstjórnar Skortur á allri byggðaþróun og framtíðarsýn fyrir Reykjavík Verulega hefur skort á langtímasýn á þróun borgarinnar til næstu áratuga langt fram eftir þessari öld. Sem dæmi má nefna að Reykjavík hefur dregist aftur úr hvað varðar þróun byggðar, ekki hvað síst vegna seinkunar Sundabrautar yfir í Geldinganes, Álfsnes og Kjalarnes þar sem í heildina litið má byggja tugþúsundir íbúða. Einnig eru möguleikar til frekari byggðar í þéttbýli á landi Keldna, Keldnaholti og í Úlfarsársdal. Frestun Sundabrautar er eitt stærsta hneykslið og þar gerði borgin ekkert til að ýta á eftir verkefninu og þvældist frekar fyrir. Breyttir og betri tímar bíða Reykvíkinga eftir næstu kosningar. Það er kominn tími á nýtt verklag og framtíðarsýn fyrir höfuðborgina á sem flestum sviðum; við viljum koma Reykjavík aftur í fremstu röð. Ég býð mig fram í 2. sætið til að taka þátt í þeirri baráttu. Við getum gert svo miklu betur í borginni! Höfundur er í framboði í 2. sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 18-19. mars.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar