Við erum fimmtíu biðlistaforeldrar sem styðjum Hildi! Hópur stuðningsfólks Hildar Björnsdóttur skrifar 17. mars 2022 14:01 Við, undirrituð, erum fimmtíu foreldrar leikskólabarna í Reykjavík sem styðjum Hildi Björnsdóttur til þess að taka á leikskólavandanum í borginni. Við trúum því að hún skilji veruleika okkar sem teljum að borgin forgangsraði ekki í þágu barna. Við trúum því að Hildur sé reiðubúin til að láta hendur standa fram úr ermum til þess að leysa bráðavandann. Biðlistavandi leikskólanna er flestum kunnur enda bíða mörg hundruð börn á biðlista eftir leikskólaplássi í borginni á hverjum tíma. Fögur fyrirheit og endurunnin loforð meirihlutans um bót og betrun, kjörtímabil eftir kjörtímabil, hafa engu skilað fyrir okkur - sem bíðum enn. Hildur er mörgum kostum gædd en hefur öðru fremur verið ötull talsmaður okkar barnafólks á kjörtímabilinu sem nú er að líða undir lok. Hún hefur lagt fram skynsamlegar lausnir um hvernig megi vinna á vandanum, laða fólk að störfum í leikskólum borgarinnar og einfalda líf okkar foreldra um alla borg. Nú stendur yfir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjör eru í grunninn persónukjör innan flokka þar sem fólk sem tekur þátt getur haft bein áhrif á það hverjir það eru sem veljast til áhrifa. Við ætlum öll að styðja Hildi í prófkjörinu og svo áfram til sigurs í borgarstjórnarkosningum í vor. Mjög einfalt er að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Annars vegar þarf að skrá sig í flokkinn (sem hægt er að gera hér) og hins vegar þarf sá sem mætir að kjósa að hafa náð 15 ára aldri. Þó við látum okkur nægja að nefna aðeins leikskólamálin í þessari grein er hægt að kynna sér frambjóðandann betur hér. Við viljum breytta forgangsröðun í Reykjavík. Við erum þreytt á biðinni. Elimar Hauksson Sigríður Ösp Sumarliðadóttir Kristþóra Gísladóttir Erna Niluka Njálsdóttir Edda Björk Ragnarsdóttir Áslaug Björnsdóttir Ellert Finnbogi Eiríksson Ragnar Björgvinsson Jóhanna María Friðriksdóttir Friðrik Thor Sigurbjörnsson Ragnheiður Björnsdóttir Sigurður Logi Snæland Magnús Júlíusson Guðrún Gígja Katrín Atladóttir Sveinn Eydal Jakob Helgi Bjarnason Heimir Hannesson Alma Sigurðardóttir Arna Stefanía Guðmundsdóttir Magnús Örn Þórsson Kristjana Kristjánsdóttir Matthías Leifsson Agnes Guðmundsdóttir Ragnheiður Guðmundsdóttir Andrea Vestmann Guðmundur Gunnar Kristín Ísabella Ingólfur Sigurðsson Arna Arnardóttir Gísli Konráð Björnsson Ögmundur Ísak Elfar Freyr Helgason Harpa Sif Gísladóttir Guðmundur Kristján Jónsson Heiða Kristín Helgadóttir Ragnheiður Guðmundsdóttir Nadine Yaghi Elsa Sól Gunnarsdóttir Gísli Örn Kjartansson Anna Katrín Sigfúsdóttir Friðrik Ársælsson Rakel Eva Sævarsdóttir Rúna Schopka Birgir Ottó Hillers Rebekka Guðmundsdóttir Páll Guðmundsson Svala Rakel Hjaltadóttir Jónína Rós Guðfinnsdóttir Þórkatla Hauksdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Við, undirrituð, erum fimmtíu foreldrar leikskólabarna í Reykjavík sem styðjum Hildi Björnsdóttur til þess að taka á leikskólavandanum í borginni. Við trúum því að hún skilji veruleika okkar sem teljum að borgin forgangsraði ekki í þágu barna. Við trúum því að Hildur sé reiðubúin til að láta hendur standa fram úr ermum til þess að leysa bráðavandann. Biðlistavandi leikskólanna er flestum kunnur enda bíða mörg hundruð börn á biðlista eftir leikskólaplássi í borginni á hverjum tíma. Fögur fyrirheit og endurunnin loforð meirihlutans um bót og betrun, kjörtímabil eftir kjörtímabil, hafa engu skilað fyrir okkur - sem bíðum enn. Hildur er mörgum kostum gædd en hefur öðru fremur verið ötull talsmaður okkar barnafólks á kjörtímabilinu sem nú er að líða undir lok. Hún hefur lagt fram skynsamlegar lausnir um hvernig megi vinna á vandanum, laða fólk að störfum í leikskólum borgarinnar og einfalda líf okkar foreldra um alla borg. Nú stendur yfir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjör eru í grunninn persónukjör innan flokka þar sem fólk sem tekur þátt getur haft bein áhrif á það hverjir það eru sem veljast til áhrifa. Við ætlum öll að styðja Hildi í prófkjörinu og svo áfram til sigurs í borgarstjórnarkosningum í vor. Mjög einfalt er að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Annars vegar þarf að skrá sig í flokkinn (sem hægt er að gera hér) og hins vegar þarf sá sem mætir að kjósa að hafa náð 15 ára aldri. Þó við látum okkur nægja að nefna aðeins leikskólamálin í þessari grein er hægt að kynna sér frambjóðandann betur hér. Við viljum breytta forgangsröðun í Reykjavík. Við erum þreytt á biðinni. Elimar Hauksson Sigríður Ösp Sumarliðadóttir Kristþóra Gísladóttir Erna Niluka Njálsdóttir Edda Björk Ragnarsdóttir Áslaug Björnsdóttir Ellert Finnbogi Eiríksson Ragnar Björgvinsson Jóhanna María Friðriksdóttir Friðrik Thor Sigurbjörnsson Ragnheiður Björnsdóttir Sigurður Logi Snæland Magnús Júlíusson Guðrún Gígja Katrín Atladóttir Sveinn Eydal Jakob Helgi Bjarnason Heimir Hannesson Alma Sigurðardóttir Arna Stefanía Guðmundsdóttir Magnús Örn Þórsson Kristjana Kristjánsdóttir Matthías Leifsson Agnes Guðmundsdóttir Ragnheiður Guðmundsdóttir Andrea Vestmann Guðmundur Gunnar Kristín Ísabella Ingólfur Sigurðsson Arna Arnardóttir Gísli Konráð Björnsson Ögmundur Ísak Elfar Freyr Helgason Harpa Sif Gísladóttir Guðmundur Kristján Jónsson Heiða Kristín Helgadóttir Ragnheiður Guðmundsdóttir Nadine Yaghi Elsa Sól Gunnarsdóttir Gísli Örn Kjartansson Anna Katrín Sigfúsdóttir Friðrik Ársælsson Rakel Eva Sævarsdóttir Rúna Schopka Birgir Ottó Hillers Rebekka Guðmundsdóttir Páll Guðmundsson Svala Rakel Hjaltadóttir Jónína Rós Guðfinnsdóttir Þórkatla Hauksdóttir
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun