Kósovó biðlar til Bandaríkjanna um inngöngu í NATO Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. mars 2022 12:56 Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur óskað eftir aðstoð Bandaríkjamanna með inngöngu ríkis hennar í NATO. Getty/Ali Balikci Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta um að beita sér fyrir því innan Atlantshafsbandalagsins að ríki hennar fái inngöngu í varnarbandalagið. Í bréfi sem hún sendi Biden 10. mars síðastliðinn, og Reuters hefur undir höndum, segir Osmani að það sé hennar helsta forgangsmál að tryggja þjóðaröryggi Kósovó með inngöngu í NATO. „Við trúum því og treystum að Bandaríkin muni nota leiðtogavald sitt til að styðja við bakið á Kósovó og hjálpa því við inngöngu í NATO,“ skrifar Osmani í bréfinu. Yfirvöld í Washington hafa verið þau sem mest hafa stutt við bakið á Kósovó, bæði pólitískt og efnahagslega, síðan ríkið lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Osmani skrifar í bréfinu að hún hræðist að Rússar muni reyna, í nafni þess hve nýtt ríki Kósovó sé, að innlima það og allan Vestur-Balkanskagann. Innganga í NATO ólíkleg vegna aðildarríkja sem viðurkenna ekki sjálfstæðið Serbar hafa í gegn um tíðina verið mikil vinþjóð Rússa og stutt við þá í flestum alþjóðlegum deilumálum. Hvorki Serbía né Rússland viðurkenna sjálfstæði eða fullveldi Kósovó og yfirvöld í Moskvu komu í veg fyrir það á sínum tíma að Kósovó fengi inngengt í Sameinuðu þjóðirnar. Stjórnvöld í Serbíu líta á Kósovó sem hluta síns yfirráðasvæðis þó svo að engar opinberar stofnanir á vegum Serbíu séu starfandi í Kósovó. Um fimmtíu þúsund Serbar sem búa í norðurhluta Kósovó, við landamærin að Serbíu, vilja vera hluti af Serbíu og að landamæri ríkjanna liggi þar sem þjóðirnar skiptist upp. Hersveitir NATO hafa haft stöðuga viðveru í Kósovó síðan árið 1999, þegar NATO greip til aðgerða gegn Serbum vegna drápa þeirra á Albönum í borgarastyrjöldinni 1998-99. Tilraunir Kósovó til að ganga til liðs við NATO gætu þá reynst nokkuð flóknar þar sem fjögur bandalagsríki NATO, Rúmenía, Grikkland, Spánn og Slóvakía,viðurkenna ekki sjálfstæði landsis. Kósovó Bandaríkin NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Sjá meira
Í bréfi sem hún sendi Biden 10. mars síðastliðinn, og Reuters hefur undir höndum, segir Osmani að það sé hennar helsta forgangsmál að tryggja þjóðaröryggi Kósovó með inngöngu í NATO. „Við trúum því og treystum að Bandaríkin muni nota leiðtogavald sitt til að styðja við bakið á Kósovó og hjálpa því við inngöngu í NATO,“ skrifar Osmani í bréfinu. Yfirvöld í Washington hafa verið þau sem mest hafa stutt við bakið á Kósovó, bæði pólitískt og efnahagslega, síðan ríkið lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Osmani skrifar í bréfinu að hún hræðist að Rússar muni reyna, í nafni þess hve nýtt ríki Kósovó sé, að innlima það og allan Vestur-Balkanskagann. Innganga í NATO ólíkleg vegna aðildarríkja sem viðurkenna ekki sjálfstæðið Serbar hafa í gegn um tíðina verið mikil vinþjóð Rússa og stutt við þá í flestum alþjóðlegum deilumálum. Hvorki Serbía né Rússland viðurkenna sjálfstæði eða fullveldi Kósovó og yfirvöld í Moskvu komu í veg fyrir það á sínum tíma að Kósovó fengi inngengt í Sameinuðu þjóðirnar. Stjórnvöld í Serbíu líta á Kósovó sem hluta síns yfirráðasvæðis þó svo að engar opinberar stofnanir á vegum Serbíu séu starfandi í Kósovó. Um fimmtíu þúsund Serbar sem búa í norðurhluta Kósovó, við landamærin að Serbíu, vilja vera hluti af Serbíu og að landamæri ríkjanna liggi þar sem þjóðirnar skiptist upp. Hersveitir NATO hafa haft stöðuga viðveru í Kósovó síðan árið 1999, þegar NATO greip til aðgerða gegn Serbum vegna drápa þeirra á Albönum í borgarastyrjöldinni 1998-99. Tilraunir Kósovó til að ganga til liðs við NATO gætu þá reynst nokkuð flóknar þar sem fjögur bandalagsríki NATO, Rúmenía, Grikkland, Spánn og Slóvakía,viðurkenna ekki sjálfstæði landsis.
Kósovó Bandaríkin NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Sjá meira