Við höfum þegar framkvæmt það sem aðrir lofa að gera Ó. Ingi Tómasson skrifar 15. mars 2022 08:30 Málefnafátækt Samfylkingarinnar í Hafnarfirði kemur ágætlega fram í innihaldslausum fullyrðingum um að ekkert sé að gerast í uppbyggingu í bænum. Talað er um lítið sé að frétta í skipulagi nýrra hverfa, engar lóðir hafi verið og séu til úthlutunar og það sem meira er að Samfylkingin lofar að fara í úthlutanir á lóðum m.a. á slippsvæðinu, Óseyrarhverfi og Hraunum Vestur. Uppbygging þróunarreita Á þessu kjörtímabili var m.a. samþykkt Rammaskipulag fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði, unnið er að deiliskipulagi fyrir Óseyrarsvæði þar sem gert er ráð fyrir um 700 íbúðum ásamt verslun og þjónustu. Á Flensborgarsvæðið kemur eitt stykki Tækniskóli, búið er að breyta aðalskipulagi svæðisins vegna skólans. Á Hraunum Vestur var einnig samþykkt rammaskipulag fyrir allt hverfið þar sem gert er ráð fyrir 2800 íbúðum og fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir um 490 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Fulltrúar Samfylkingunnar greiddu atkvæði gegn þessari uppbyggingu, sama og þeir gerðu við skipulag Hafró hússins við Fornubúðir. Það sem Fulltrúar Samfylkingarinnar lofa að gera er að úthluta lóðum á þessum svæðum, þ.e. Óseyrarsvæði, slippsvæði og Hraunum Vestur. Eins og allir vita er ýmis starfsemi á þessum svæðum, hús eru í notkun og í gildi lóðaleigusamningar. Samfylking virðist því ætla í eignarupptöku á þessum svæðum til að geta úthlutað lóðunum. Það sem Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gert er að vinna með lóðarhöfum um lausn mála sem uppbygging á þessum svæðum kallar á, afrakstur þeirrar vinnu er að stutt er í uppbyggingu á þessum svæðum og verður t.d. byrjað að byggja á svokölluðum Trefjareit á Hraunum Vestur í vor. Auk þessa er uppbygging hafin á nokkrum þróunarreitum í bænum. Önnur uppbygging Það sem hefur farið fram hjá fulltrúum Samfylkingarinnar er kröftug uppbygging í Skarðshlíð, úthlutun á síðasta ári í Hamranesi, þar voru úthlutaðar lóðir undir 1700 íbúðir í fjölbýli og uppbygging þar á fullum krafti, útboð á lóð á Ásvöllum undir 110 íbúðir, deiliskipulag samþykkt undir 200 íbúðir í Selhrauni Suður og samþykkt deiliskipulag fyrir Ásland 4 fyrir 550 íbúðir í sérbýli, þar mun úthlutun fara fram í vor. Samtals liggur fyrir skipulag fyrir 7000 íbúðir sem rúma 17000 íbúa. Um þessa uppbyggingu má lesa nánar á: https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/hafnarfjordur-staekkar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur þegar framkvæmt það sem Samfylkingin lofar að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður skipulags- og byggingarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Málefnafátækt Samfylkingarinnar í Hafnarfirði kemur ágætlega fram í innihaldslausum fullyrðingum um að ekkert sé að gerast í uppbyggingu í bænum. Talað er um lítið sé að frétta í skipulagi nýrra hverfa, engar lóðir hafi verið og séu til úthlutunar og það sem meira er að Samfylkingin lofar að fara í úthlutanir á lóðum m.a. á slippsvæðinu, Óseyrarhverfi og Hraunum Vestur. Uppbygging þróunarreita Á þessu kjörtímabili var m.a. samþykkt Rammaskipulag fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði, unnið er að deiliskipulagi fyrir Óseyrarsvæði þar sem gert er ráð fyrir um 700 íbúðum ásamt verslun og þjónustu. Á Flensborgarsvæðið kemur eitt stykki Tækniskóli, búið er að breyta aðalskipulagi svæðisins vegna skólans. Á Hraunum Vestur var einnig samþykkt rammaskipulag fyrir allt hverfið þar sem gert er ráð fyrir 2800 íbúðum og fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir um 490 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Fulltrúar Samfylkingunnar greiddu atkvæði gegn þessari uppbyggingu, sama og þeir gerðu við skipulag Hafró hússins við Fornubúðir. Það sem Fulltrúar Samfylkingarinnar lofa að gera er að úthluta lóðum á þessum svæðum, þ.e. Óseyrarsvæði, slippsvæði og Hraunum Vestur. Eins og allir vita er ýmis starfsemi á þessum svæðum, hús eru í notkun og í gildi lóðaleigusamningar. Samfylking virðist því ætla í eignarupptöku á þessum svæðum til að geta úthlutað lóðunum. Það sem Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gert er að vinna með lóðarhöfum um lausn mála sem uppbygging á þessum svæðum kallar á, afrakstur þeirrar vinnu er að stutt er í uppbyggingu á þessum svæðum og verður t.d. byrjað að byggja á svokölluðum Trefjareit á Hraunum Vestur í vor. Auk þessa er uppbygging hafin á nokkrum þróunarreitum í bænum. Önnur uppbygging Það sem hefur farið fram hjá fulltrúum Samfylkingarinnar er kröftug uppbygging í Skarðshlíð, úthlutun á síðasta ári í Hamranesi, þar voru úthlutaðar lóðir undir 1700 íbúðir í fjölbýli og uppbygging þar á fullum krafti, útboð á lóð á Ásvöllum undir 110 íbúðir, deiliskipulag samþykkt undir 200 íbúðir í Selhrauni Suður og samþykkt deiliskipulag fyrir Ásland 4 fyrir 550 íbúðir í sérbýli, þar mun úthlutun fara fram í vor. Samtals liggur fyrir skipulag fyrir 7000 íbúðir sem rúma 17000 íbúa. Um þessa uppbyggingu má lesa nánar á: https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/hafnarfjordur-staekkar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur þegar framkvæmt það sem Samfylkingin lofar að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður skipulags- og byggingarráðs.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar