Tökum til borginni Sandra Hlíf Ocares skrifar 11. mars 2022 11:00 Breyttir tímar eru framundan og skýrt ákall er um raunverulegar aðgerðir eftir kyrrstöðu undanfarinna ára. Það tímabil hefur sýnt okkur hvaða verkefni borgaryfirvalda skipta mestu máli – grunnþjónusta við borgarbúa. Grunnþjónustan hefur setið á hakanum eins og borgarbúar hafa ítrekað orðið varir við. Það þarf að taka til í borginni. Jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Ég vil sjá til þess borgin setji meiri fjármuni í barnaverndarkerfið svo hægt sé að mæta þeim börnum sem á þurfa að halda af þeirri alúð og hlýju sem þau eiga skilið. Það er mikilvæg forsenda jafnra tækifæra. Gott velferðarkerfi er grundvöllur þess að samfélagið okkar veiti öllum börnum og öllu fólki jöfn tækifæri til að rækta hæfileika sína. Það er ekki aðeins sjálfsagt sanngirnismál heldur mikilvægt efnahagsmál. Þegar við sköpum börnum jöfn tækifæri vinnum við best að velferð samfélagsins okkar og tryggjum því sem best verðmæti í framtíðinni. Vorið er tími breytinga í borginni Borgin líður nú fyrir of mikla yfirbyggingu og kerfishugsun með tilheyrandi peningaaustri í verkefni sem skipta borgarbúa í raun engu. Það styttir ekki boðleiðir og bætir ekki þjónustu við borgarbúa að þenja sífellt út yfirbyggingu borgarkerfisins, ráða skrifstofustjóra yfir skrifstofustjóra og upplýsingafulltrúa yfir upplýsingafulltrúa. Þjónusta við fólkið í borginni hefur mætt afgangi og þarfir þess hafa ekki verið i forgangi. Þessu vil ég breyta. Ég trúi því að með nýrri og lausnamiðaðri hugsun megi leysa vanda fjölskyldufólks, bæði húsnæðisvandann og seinagang í borgarkerfinu og eyða ákvarðanafælni. Ég vona innilega að vorið færi okkur breytingar í borginni. Undanfarin tvö ár hafa minnt okkur á það hvað borgir eiga að leggja áherslu á en það er þjónusta við fólk. Ég vil bretta upp ermar og leggja mitt að mörkum til að taka til í borginni og bæta um leið þjónustu við fólkið í borginni. Ég býð fram krafta mína og reynslu í það verkefni. Til þess þarf ég þinn stuðning í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu 18. og 19. mars. Höfundur býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sandra Hlíf Ocares Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Breyttir tímar eru framundan og skýrt ákall er um raunverulegar aðgerðir eftir kyrrstöðu undanfarinna ára. Það tímabil hefur sýnt okkur hvaða verkefni borgaryfirvalda skipta mestu máli – grunnþjónusta við borgarbúa. Grunnþjónustan hefur setið á hakanum eins og borgarbúar hafa ítrekað orðið varir við. Það þarf að taka til í borginni. Jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Ég vil sjá til þess borgin setji meiri fjármuni í barnaverndarkerfið svo hægt sé að mæta þeim börnum sem á þurfa að halda af þeirri alúð og hlýju sem þau eiga skilið. Það er mikilvæg forsenda jafnra tækifæra. Gott velferðarkerfi er grundvöllur þess að samfélagið okkar veiti öllum börnum og öllu fólki jöfn tækifæri til að rækta hæfileika sína. Það er ekki aðeins sjálfsagt sanngirnismál heldur mikilvægt efnahagsmál. Þegar við sköpum börnum jöfn tækifæri vinnum við best að velferð samfélagsins okkar og tryggjum því sem best verðmæti í framtíðinni. Vorið er tími breytinga í borginni Borgin líður nú fyrir of mikla yfirbyggingu og kerfishugsun með tilheyrandi peningaaustri í verkefni sem skipta borgarbúa í raun engu. Það styttir ekki boðleiðir og bætir ekki þjónustu við borgarbúa að þenja sífellt út yfirbyggingu borgarkerfisins, ráða skrifstofustjóra yfir skrifstofustjóra og upplýsingafulltrúa yfir upplýsingafulltrúa. Þjónusta við fólkið í borginni hefur mætt afgangi og þarfir þess hafa ekki verið i forgangi. Þessu vil ég breyta. Ég trúi því að með nýrri og lausnamiðaðri hugsun megi leysa vanda fjölskyldufólks, bæði húsnæðisvandann og seinagang í borgarkerfinu og eyða ákvarðanafælni. Ég vona innilega að vorið færi okkur breytingar í borginni. Undanfarin tvö ár hafa minnt okkur á það hvað borgir eiga að leggja áherslu á en það er þjónusta við fólk. Ég vil bretta upp ermar og leggja mitt að mörkum til að taka til í borginni og bæta um leið þjónustu við fólkið í borginni. Ég býð fram krafta mína og reynslu í það verkefni. Til þess þarf ég þinn stuðning í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu 18. og 19. mars. Höfundur býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar