Ísraelar segja viðræður um vopnahlé þokast í rétta átt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2022 13:30 Átökin hafa nú þegar kostað þúsundir manns lífið. epa/Vasyl Zhlobsky Axios hefur eftir háttsettum ísraelskum embættismönnum að viðræður milli Rússa og Úkraínumanna um vopnahlé þokist í rétta átt. Báðir eru sagðir hafa slakað á í afstöðu sinni en utanríkisráðherrar ríkjanna funda í Tyrkalandi á morgun. Heimildarmennirnir, sem Axios segir þekkja vel til viðræðanna, segja breytingu hafa átt sér stað á síðustu 24 klukkustundum; Rússar hafi sagst aðeins vilja afvopna Donbas-héruðin og að Úkraínumenn séu ef til vill reiðubúnir til að hverfa frá möguleikanum á inngöngu í Nató. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafði áður gert það að kröfu að Úkraína afvopnaðist algjörlega og ýjaði að því að koma þyrfti á nýrri stjórn í landinu. Talsmaður stjórnvalda í Moskvu sagði hins vegar í morgun að Rússar gerðu ekki kröfu um að Úkraínustjórn færi frá. Ísraelarnir segja að það verði erfitt fyrir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, að sætta sig við úrslitakosti Pútín en á hinn bóginn feli þeir ekki lengur í sér stjórnarskipti né neitt sem ógnar fullveldi landsins. Selenskí eigi tvo kosti í stöðunni; að kyngja ósigri varðandi Donbas-héruðin en binda enda á stríðsátökin eða hafna tilboði Rússa og taka áhættuna á þeim hörmulegu afleiðingum sem stríðið gæti haft í för með sér fyrir Úkraínumenn. Axios hefur eftir heimildarmönnum sínum að vesturveldin hyggist ekki þrýsta á Selenskí að velja annan kostinn fram yfir hinn en vara við því að ef sátt næst ekki nú, muni átökin taka nýja og grimmilegri stefnu. Ef marka má fregnir frá Úkraínu liggur nokkuð á að aðilar nái saman en rafmagn er farið af Tjernobyl-kjarnorkuverinu og hætta á mengun ef viðgerð fer ekki fram innan 48 klukkustunda. Umfjöllun Axios. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Ísrael Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Heimildarmennirnir, sem Axios segir þekkja vel til viðræðanna, segja breytingu hafa átt sér stað á síðustu 24 klukkustundum; Rússar hafi sagst aðeins vilja afvopna Donbas-héruðin og að Úkraínumenn séu ef til vill reiðubúnir til að hverfa frá möguleikanum á inngöngu í Nató. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafði áður gert það að kröfu að Úkraína afvopnaðist algjörlega og ýjaði að því að koma þyrfti á nýrri stjórn í landinu. Talsmaður stjórnvalda í Moskvu sagði hins vegar í morgun að Rússar gerðu ekki kröfu um að Úkraínustjórn færi frá. Ísraelarnir segja að það verði erfitt fyrir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, að sætta sig við úrslitakosti Pútín en á hinn bóginn feli þeir ekki lengur í sér stjórnarskipti né neitt sem ógnar fullveldi landsins. Selenskí eigi tvo kosti í stöðunni; að kyngja ósigri varðandi Donbas-héruðin en binda enda á stríðsátökin eða hafna tilboði Rússa og taka áhættuna á þeim hörmulegu afleiðingum sem stríðið gæti haft í för með sér fyrir Úkraínumenn. Axios hefur eftir heimildarmönnum sínum að vesturveldin hyggist ekki þrýsta á Selenskí að velja annan kostinn fram yfir hinn en vara við því að ef sátt næst ekki nú, muni átökin taka nýja og grimmilegri stefnu. Ef marka má fregnir frá Úkraínu liggur nokkuð á að aðilar nái saman en rafmagn er farið af Tjernobyl-kjarnorkuverinu og hætta á mengun ef viðgerð fer ekki fram innan 48 klukkustunda. Umfjöllun Axios.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Ísrael Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira