Samkeppni um góðar hugmyndir Þórdís Sigurðardóttir skrifar 4. mars 2022 09:30 Krafa um átakaleysi er krafa um stöðnun. Ég trúi því að hafi fólk á annað borð áhuga á lífinu, fólkinu í kringum sig og því að láta gott af sér leiða, hafi það áhuga á pólitík. Mér finnst mikið heilbrigðismerki að merkja almennan og vaxandi áhuga á stjórnmálum. Það er merki um að almenningur telji sig geta haft áhrif á samfélag sitt og látið í sér heyra. Það er hollt að heyra ólíkar raddir og fá ólíkt fólk til áhrifa. Það að við skiptumst á skoðunum og gagrýnum í stjórnmálum eru nauðsynleg forsenda þess að við skerpum á hugmyndum okkar og leiðum til að gera betur í þágu flokks okkar og samfélags. Prófkjör í flokkum hafa oft verið gagnrýnd fyrir að skapa samkeppni á milli fólks innan flokka og þar með ýta undir átök en tilgangur þeirra er að draga úr samloðun innan stjórnmálaflokka og færa vald til útnefningar á frambjóðendum frá flokksstofnunum til almennra kjósenda. Lýðræði okkar byggir á samskiptum ólíks fólks og valddreifingu, slíkt verður ekki til í gamansömum hópi stórskemmtilegra vina heldur með rökræðum og hugmyndafræðilegum átökum. Góðar ákvarðanir í þágu frelsis einstaklinga, svo sem í þágu kvenna, samkynhneigðra og einkaframtaks hafa ekki verið teknar í þögn heldur kostuðu þær átök og aðkomu almennings sem svo leiddu til góðra lausna fyrir samfélagið allt. Þegar doðinn færist yfir stjórnmálin og áhugaleysi almennings á þeim dofnar er hætta á ferðum, því það er vísbending um að fólk hafi ekki trú á að það geti haft áhrif á ákvarðanir þeirra sem sitja við völd. Vinnum að festu að framgangi stefnu Viðreisnar Nú vil ég líka útskýra að þegar ég tala um átök er ég ekki að tala um rifrildi, særindi og óheilindi heldur kröftug heilbrigð skoðanaskipti og samkeppni um hugmyndir sem ég tel nauðsynleg til umbóta. Breytingar eru krefjandi, jafnvel þær breytingar sem færa okkur aukin þægindi og hamingju. Breytingar eru hins vegar hollar, þær knýja okkur til að horfa reglulega á tilgang og markmið þess sem við tökum okkur fyrir hendur og forða okkur þannig frá því að festast í viðjum vanans og hugsunarleysis, og hreinlega leti. Ég er þakklát fyrir að finna fyrir vaxandi áhuga í samfélaginu á stjórnmálum og ég er ekki síst þakklát fyrir stjórnmálaafl eins og Viðreisn. Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Stefna Viðreisnar á ekki að vera falleg orð á blaði heldur þarf að vinna að henni af festu og með skoðanaskiptum. Ég treysti því góða fólki sem ég hef kynnst í flokknum til að vera vakandi fyrir því. Ég vil fá að þakka þær góðu móttökur sem ég fundið frá flokksfólki Viðreisnar. Í Viðreisn er stórkostleg orka, áhugavert og skemmtileg fólk og það sem meira er – ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Hér inni ríkir virðing og umburðarlyndi og þannig flokki vil ég tilheyra. Ég vil starfa með víðsýnu fólki með skýra pólitíska sýn fyrir fólkið í borginni. Ég vil tala fyrir ábyrgri stefnu sem mætir áskorunum samtímans af hugrekki, hlustar á vanda fólks af áhuga og hlýju og leitar eftir hugmyndum að lausnum hjá þeim sem best þekkja verkefnin. Ég vil vinna að því að einfalda flókin kerfi og gera þau gagnsærri og mannlegri því þannig þjóna þau best þörfum fólks eins og þeim er ætlað. Ég tel mig hafa alla burði til þess að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin en treysti flokksfélögum til að velja á milli góðra frambjóðanda. Höfundur býður sig fram í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Þórdís Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Krafa um átakaleysi er krafa um stöðnun. Ég trúi því að hafi fólk á annað borð áhuga á lífinu, fólkinu í kringum sig og því að láta gott af sér leiða, hafi það áhuga á pólitík. Mér finnst mikið heilbrigðismerki að merkja almennan og vaxandi áhuga á stjórnmálum. Það er merki um að almenningur telji sig geta haft áhrif á samfélag sitt og látið í sér heyra. Það er hollt að heyra ólíkar raddir og fá ólíkt fólk til áhrifa. Það að við skiptumst á skoðunum og gagrýnum í stjórnmálum eru nauðsynleg forsenda þess að við skerpum á hugmyndum okkar og leiðum til að gera betur í þágu flokks okkar og samfélags. Prófkjör í flokkum hafa oft verið gagnrýnd fyrir að skapa samkeppni á milli fólks innan flokka og þar með ýta undir átök en tilgangur þeirra er að draga úr samloðun innan stjórnmálaflokka og færa vald til útnefningar á frambjóðendum frá flokksstofnunum til almennra kjósenda. Lýðræði okkar byggir á samskiptum ólíks fólks og valddreifingu, slíkt verður ekki til í gamansömum hópi stórskemmtilegra vina heldur með rökræðum og hugmyndafræðilegum átökum. Góðar ákvarðanir í þágu frelsis einstaklinga, svo sem í þágu kvenna, samkynhneigðra og einkaframtaks hafa ekki verið teknar í þögn heldur kostuðu þær átök og aðkomu almennings sem svo leiddu til góðra lausna fyrir samfélagið allt. Þegar doðinn færist yfir stjórnmálin og áhugaleysi almennings á þeim dofnar er hætta á ferðum, því það er vísbending um að fólk hafi ekki trú á að það geti haft áhrif á ákvarðanir þeirra sem sitja við völd. Vinnum að festu að framgangi stefnu Viðreisnar Nú vil ég líka útskýra að þegar ég tala um átök er ég ekki að tala um rifrildi, særindi og óheilindi heldur kröftug heilbrigð skoðanaskipti og samkeppni um hugmyndir sem ég tel nauðsynleg til umbóta. Breytingar eru krefjandi, jafnvel þær breytingar sem færa okkur aukin þægindi og hamingju. Breytingar eru hins vegar hollar, þær knýja okkur til að horfa reglulega á tilgang og markmið þess sem við tökum okkur fyrir hendur og forða okkur þannig frá því að festast í viðjum vanans og hugsunarleysis, og hreinlega leti. Ég er þakklát fyrir að finna fyrir vaxandi áhuga í samfélaginu á stjórnmálum og ég er ekki síst þakklát fyrir stjórnmálaafl eins og Viðreisn. Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Stefna Viðreisnar á ekki að vera falleg orð á blaði heldur þarf að vinna að henni af festu og með skoðanaskiptum. Ég treysti því góða fólki sem ég hef kynnst í flokknum til að vera vakandi fyrir því. Ég vil fá að þakka þær góðu móttökur sem ég fundið frá flokksfólki Viðreisnar. Í Viðreisn er stórkostleg orka, áhugavert og skemmtileg fólk og það sem meira er – ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Hér inni ríkir virðing og umburðarlyndi og þannig flokki vil ég tilheyra. Ég vil starfa með víðsýnu fólki með skýra pólitíska sýn fyrir fólkið í borginni. Ég vil tala fyrir ábyrgri stefnu sem mætir áskorunum samtímans af hugrekki, hlustar á vanda fólks af áhuga og hlýju og leitar eftir hugmyndum að lausnum hjá þeim sem best þekkja verkefnin. Ég vil vinna að því að einfalda flókin kerfi og gera þau gagnsærri og mannlegri því þannig þjóna þau best þörfum fólks eins og þeim er ætlað. Ég tel mig hafa alla burði til þess að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin en treysti flokksfélögum til að velja á milli góðra frambjóðanda. Höfundur býður sig fram í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun