Aðlaðandi bær fyrir unga sem aldna Bjarni Geir Lúðvíksson skrifar 1. mars 2022 21:30 Ég tel að bæjarstjórnin hafi staðið sig vel í bæjarmálum í Hafnarfirði á líðandi kjörtímabili, og má segja að mikill meðbyr sé með Sjálfstæðisflokknum. Nýlega var gerð árleg þjónustukönnun á vegum Gallup og samkvæmt niðurstöðum hennar eru um það bil 90% Hafnfirðinga ánægðir í sínum bæ. Maður heyrir það líka vel þegar maður spjallar við bæjarbúa að þeir séu ánægðir. Það eru þó nokkur atriði sem ég tel að bæjarstjórn þurfi að skoða, því það má alltaf gera betur. Hafnarfjörður á að vera aðlaðandi bær sem lokkar til sín ungar fjölskyldur meðal annars með framúrskarandi skólakerfi fyrir börn á öllum aldri. Staðreyndin er því miður sú að ekki er pláss fyrir öll tólf mánaða gömul börn á leikskólum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður líkt og önnur sveitarfélög ber skylda til að sinna grunnþjónustu við íbúa. Við verðum að tryggja að öll börn komist að inn á leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Vinna þarf markvisst að því að tryggja gott skólaumhverfi fyrir bæði nemendur og kennara. Það þarf að hafa góða yfirsýn og við verðum að framkvæma þær aðgerðir sem til þarf til að tryggja að allar fjölskyldur í Hafnarfirði hafi trausta og áreiðanlega grunnþjónustu. Það er einnig mikilvægt að við fáum fleira fagmenntað fólk til starfa á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum bæjarins. Hafnarfjörður hefur tækifæri til að vera bær unga fólksins og vil ég að við skoðum úrræði sem geta hjálpað unga fólkinu með sín fyrstu íbúðarkaup. Því miður er staðan þannig að það er erfitt að vera ungur og kaupa fyrstu fasteign, með hækkandi verðbólgu og fáranlegri hækkun fasteignaverðs getur þetta reynst oft mjög erfitt. Það getur jafnvel verið ómögulegt fyrir suma að flytja úr foreldrahúsum, og þess vegna er mikilvægt fyrir sveitarfélögin að skoða alla möguleika til að auðvelda ferlið. Ánægja bæjarbúa á öllum aldri í Hafnarfirði skiptir máli. Það er að mínu mati einnig mikilvægt að við sköpum öflugt mannlíf og stemningu fyrir bæjarbúa á öllum aldri. Efla þarf til dæmis félagsstarf fyrir eldri borgara í bænum og vil ég að þjónustu við eldri íbúa sé einföld, aðgengileg og skilvirk. Við viljum öll að ástvinir okkar og fjölskylda sé í öruggum höndum og líði vel. Ég sé mikil tækifæri fyrir Hafnarfjörð á næstu árum til að verða leiðandi í fjölskyldu- og skólamálum og einnig lýðheilsumálum. Við eigum að nýta allar þær stoðir og styrkleika sem við höfum og byggja upp þannig samfélag að allir séu ánægðir. Nú er einmitt mikilvægt að halda vel utan um fólkið okkar, því eftir faraldur eins og Covid hafa margir einangrast. Það getur tekið fólk smá tíma að aðlagast aftur að eðlilegu samfélagi. Ég vill komast í bæjarstjórn í Hafnarfirði því ég tel það ekki bara mikilvægt heldur nauðsynlegt að við yngri kynslóðir tökum þátt í stjórnmálum. Það er aðdáandavert að fylgjast með yngri ráðherrum og þingmönnum, en drifkraftur og metnaður er áberandi hjá þeim. Ég vil taka þátt og þess vegna óska ég eftir stuðningi ykkar í 3-4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins dagana 3-5. mars. Höfundur er frambjóðandi í 3-4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég tel að bæjarstjórnin hafi staðið sig vel í bæjarmálum í Hafnarfirði á líðandi kjörtímabili, og má segja að mikill meðbyr sé með Sjálfstæðisflokknum. Nýlega var gerð árleg þjónustukönnun á vegum Gallup og samkvæmt niðurstöðum hennar eru um það bil 90% Hafnfirðinga ánægðir í sínum bæ. Maður heyrir það líka vel þegar maður spjallar við bæjarbúa að þeir séu ánægðir. Það eru þó nokkur atriði sem ég tel að bæjarstjórn þurfi að skoða, því það má alltaf gera betur. Hafnarfjörður á að vera aðlaðandi bær sem lokkar til sín ungar fjölskyldur meðal annars með framúrskarandi skólakerfi fyrir börn á öllum aldri. Staðreyndin er því miður sú að ekki er pláss fyrir öll tólf mánaða gömul börn á leikskólum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður líkt og önnur sveitarfélög ber skylda til að sinna grunnþjónustu við íbúa. Við verðum að tryggja að öll börn komist að inn á leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Vinna þarf markvisst að því að tryggja gott skólaumhverfi fyrir bæði nemendur og kennara. Það þarf að hafa góða yfirsýn og við verðum að framkvæma þær aðgerðir sem til þarf til að tryggja að allar fjölskyldur í Hafnarfirði hafi trausta og áreiðanlega grunnþjónustu. Það er einnig mikilvægt að við fáum fleira fagmenntað fólk til starfa á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum bæjarins. Hafnarfjörður hefur tækifæri til að vera bær unga fólksins og vil ég að við skoðum úrræði sem geta hjálpað unga fólkinu með sín fyrstu íbúðarkaup. Því miður er staðan þannig að það er erfitt að vera ungur og kaupa fyrstu fasteign, með hækkandi verðbólgu og fáranlegri hækkun fasteignaverðs getur þetta reynst oft mjög erfitt. Það getur jafnvel verið ómögulegt fyrir suma að flytja úr foreldrahúsum, og þess vegna er mikilvægt fyrir sveitarfélögin að skoða alla möguleika til að auðvelda ferlið. Ánægja bæjarbúa á öllum aldri í Hafnarfirði skiptir máli. Það er að mínu mati einnig mikilvægt að við sköpum öflugt mannlíf og stemningu fyrir bæjarbúa á öllum aldri. Efla þarf til dæmis félagsstarf fyrir eldri borgara í bænum og vil ég að þjónustu við eldri íbúa sé einföld, aðgengileg og skilvirk. Við viljum öll að ástvinir okkar og fjölskylda sé í öruggum höndum og líði vel. Ég sé mikil tækifæri fyrir Hafnarfjörð á næstu árum til að verða leiðandi í fjölskyldu- og skólamálum og einnig lýðheilsumálum. Við eigum að nýta allar þær stoðir og styrkleika sem við höfum og byggja upp þannig samfélag að allir séu ánægðir. Nú er einmitt mikilvægt að halda vel utan um fólkið okkar, því eftir faraldur eins og Covid hafa margir einangrast. Það getur tekið fólk smá tíma að aðlagast aftur að eðlilegu samfélagi. Ég vill komast í bæjarstjórn í Hafnarfirði því ég tel það ekki bara mikilvægt heldur nauðsynlegt að við yngri kynslóðir tökum þátt í stjórnmálum. Það er aðdáandavert að fylgjast með yngri ráðherrum og þingmönnum, en drifkraftur og metnaður er áberandi hjá þeim. Ég vil taka þátt og þess vegna óska ég eftir stuðningi ykkar í 3-4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins dagana 3-5. mars. Höfundur er frambjóðandi í 3-4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun