Er Degi alveg sama? Jón Arnór Stefánsson skrifar 1. mars 2022 13:01 Síðastliðið haust hlustaði ég á viðtal við Dag B. Eggertsson þar sem hann sagði frá því þegar hann sem unglingur þrýsti á Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóra Reykjavíkur, að byggja íþróttahús í Árbænum. Krakkarnir í Árbænum upplifðu hverfið sem mjög vanrækt úthverfi og tóku til sinna ráða. Þessa tilfinningu þekkja þeir sem búa í Laugardalnum. Þar er ekkert fjölnota íþróttahús til staðar fyrir þá sem stunda íþróttir með hverfisfélögunum Ármanni og Þrótti. Staðreyndin er sú að Laugardalurinn, sem er samkvæmt borginni stærsta uppbyggingarsvæðið í dag, er eina borgarhverfið þar sem íþróttahús vantar fyrir íþróttafélögin sem þar halda úti starfsemi. Þeir sem þekkja til starfs íþróttafélaga vita hversu mikilvægu hlutverki félögin og íþróttaaðstaðan gegna í félags- og forvarnarstarfi. Það gera þau með því að búa til umgjörð fyrir hreyfingu og samveru. Hápunktur dagsins hjá mörgum krökkum er að fara í íþróttahúsið í hverfinu sínu að æfa og hitta vinina. Íþróttaviðburðirnir sem þar fara fram skapa líka stemmningu og sameina fjölskyldur og vini sem mæta til að horfa á viðburðina, en ekki síður til að hitta aðra úr hverfinu. Þetta ætti Dagur að geta vitnað um, t.d. eftir að hafa mætt á úrslitakeppnina í körfuboltanum í íþróttahúsi KR. Iðkendur í Laugardalnum þekkja þetta hins vegar ekki úr sínu hverfi. Þar er þetta ekki í boði. Degi hefur verið boðið að koma í heimsókn til að sjá með eigin augum þá bágbornu aðstöðu sem krakkar sem æfa körfubolta hjá Ármanni búa við. Körfuknattleiksdeild félagsin er ein sú fjölmennasta í Reykjavík með rúmlega 300 iðkendur, en krakkarnir þurfa að gera sér að góðu að æfa í agnarsmáum íþróttasölum Laugarnes- og Langholtsskóla, rýmum sem eru á stærð við áhaldageymslur íþróttahúsa annarra liða. Dagur hefur ekki enn séð sér fært að mæta. Steinar Kaldal, þjálfari hjá körfuknattleiksdeild, spurði í nýlegri blaðagrein hvort rétt væri að þær 100 milljónir sem kynntar voru í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 sem fjármagn til íþróttahúss við gervigrasvöllinn í Laugardal væru ekki örugglega fyrsta skrefið í byggingu íþróttahúss fyrir Ármann og Þrótt. Borgarfulltrúar meirihlutans hafa kosið að svara engu. Enn á ný virðist strategían vera sú að þvæla umræðu um þjóðarhöll inn í málið og forðast þannig að gefa skýr svör. Mig langar því að spyrja aftur. Stendur til að byggja fjölnota íþróttahús fyrir íþróttafélögin í hverfinu, eða er Degi og félögum alveg sama um íþróttaiðkendur hverfisfélaga Laugardalsins? Höfundur er íbúi í Laugardal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Íþróttir barna Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Síðastliðið haust hlustaði ég á viðtal við Dag B. Eggertsson þar sem hann sagði frá því þegar hann sem unglingur þrýsti á Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóra Reykjavíkur, að byggja íþróttahús í Árbænum. Krakkarnir í Árbænum upplifðu hverfið sem mjög vanrækt úthverfi og tóku til sinna ráða. Þessa tilfinningu þekkja þeir sem búa í Laugardalnum. Þar er ekkert fjölnota íþróttahús til staðar fyrir þá sem stunda íþróttir með hverfisfélögunum Ármanni og Þrótti. Staðreyndin er sú að Laugardalurinn, sem er samkvæmt borginni stærsta uppbyggingarsvæðið í dag, er eina borgarhverfið þar sem íþróttahús vantar fyrir íþróttafélögin sem þar halda úti starfsemi. Þeir sem þekkja til starfs íþróttafélaga vita hversu mikilvægu hlutverki félögin og íþróttaaðstaðan gegna í félags- og forvarnarstarfi. Það gera þau með því að búa til umgjörð fyrir hreyfingu og samveru. Hápunktur dagsins hjá mörgum krökkum er að fara í íþróttahúsið í hverfinu sínu að æfa og hitta vinina. Íþróttaviðburðirnir sem þar fara fram skapa líka stemmningu og sameina fjölskyldur og vini sem mæta til að horfa á viðburðina, en ekki síður til að hitta aðra úr hverfinu. Þetta ætti Dagur að geta vitnað um, t.d. eftir að hafa mætt á úrslitakeppnina í körfuboltanum í íþróttahúsi KR. Iðkendur í Laugardalnum þekkja þetta hins vegar ekki úr sínu hverfi. Þar er þetta ekki í boði. Degi hefur verið boðið að koma í heimsókn til að sjá með eigin augum þá bágbornu aðstöðu sem krakkar sem æfa körfubolta hjá Ármanni búa við. Körfuknattleiksdeild félagsin er ein sú fjölmennasta í Reykjavík með rúmlega 300 iðkendur, en krakkarnir þurfa að gera sér að góðu að æfa í agnarsmáum íþróttasölum Laugarnes- og Langholtsskóla, rýmum sem eru á stærð við áhaldageymslur íþróttahúsa annarra liða. Dagur hefur ekki enn séð sér fært að mæta. Steinar Kaldal, þjálfari hjá körfuknattleiksdeild, spurði í nýlegri blaðagrein hvort rétt væri að þær 100 milljónir sem kynntar voru í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 sem fjármagn til íþróttahúss við gervigrasvöllinn í Laugardal væru ekki örugglega fyrsta skrefið í byggingu íþróttahúss fyrir Ármann og Þrótt. Borgarfulltrúar meirihlutans hafa kosið að svara engu. Enn á ný virðist strategían vera sú að þvæla umræðu um þjóðarhöll inn í málið og forðast þannig að gefa skýr svör. Mig langar því að spyrja aftur. Stendur til að byggja fjölnota íþróttahús fyrir íþróttafélögin í hverfinu, eða er Degi og félögum alveg sama um íþróttaiðkendur hverfisfélaga Laugardalsins? Höfundur er íbúi í Laugardal.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun