Áfram veginn Vanda! Magnús Þór Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 23:00 Haustið 2021 var afdrifaríkur tími í sögu Knattspyrnusambands Íslands, fordæmalaus með öllu enda verið að eiga við verkefni sem áttu fátt skylt við íþróttina sjálfa. Verkefni sem urðu til þess að breytingar urðu á forystu þessarar stærstu fjöldahreyfingar íslensks samfélags. Í þessum ólgusjó öllum fór það svo, á aukaþingi sem sambandið boðaði til í októberbyrjun, að sá sögulegi atburður varð að kona var valin formaður, sú fyrsta til að gegna formannsstöðu knattspyrnusambands í heiminum. Það kallaði á mikið hugrekki að taka að sér verkefni formanns í þeim aðstæðum sem uppi voru á þessum tíma, en það var gæfa fyrir okkur sem unnum þessari íþrótt að Vanda Sigurgeirsdóttir hafði hugrekki til að bjóða fram krafta sína til að takast á við þau og á sama tíma vera með mikla reynslu á ólíkum sviðum knattspyrnunnar á Íslandi. Reynslu sem er byggð á áratuga farsæld á mismunandi stigum ferils hennar sem iðkandi, þjálfari og sjálfboðaliði í íþróttinni. Um komandi helgi er komið að reglulegu ársþingi og þar sem að mótframboð barst gegn sitjandi formanni, fá talsmenn knattspyrnufélaga í landinu að kjósa milli tveggja öflugra einstaklinga. Ég treysti því að þeir sem þingið sitja muni velja Vöndu til að halda áfram að leiða Knattspyrnusamband Íslands. Sá tími sem hún hefur leitt sambandið er vissulega bara 4 mánuðir en á þeim tíma hefur hún, ásamt öflugum hópi starfsmanna KSÍ, bæði leitt vinnu við þau mál sem skóku hreyfinguna til betri vegar auk þess að leiða endurskipulagningu þjálfarateymis karlalandsliðsins með breytingu á aðstoðarþjálfara og ráðningu tæknilegs ráðgjafa sem styðja mun við bak allra landsliða okkar. Nú á allra síðustu dögum hafa svo borist fréttir af árangursríku samstarfi KSÍ og ÍTF þegar kemur að sjónvarpsrétti fyrir knattspyrnuna, þar er stigið mikið framfaraskref. Vanda Sigurgeirsdóttir er leiðtogi. Það sýndi hún allan sinn knattspyrnuferil sem var einstaklega glæsilegur, allt frá því hún var á Sauðárkróki sem unglingur að keppa með strákunum, viðkomuna á Skipaskaga þar sem Íslandsmeistaratitlar byrjuðu að detta inn áður en hún fór í Kópavoginn og raðaði inn titlum sem leikmaður og þjálfari. Hún var í brautryðjendahópi íslenskra kvennalandsliða sem leikmaður á níunda áratugnum og leiddi síðar hópinn sem landsliðsþjálfari, er ótrúlegur liðsmaður með endalaust baráttuþrek. Utan vallar hefur hún náð miklum árangri á sviði erfiðra samskiptamála sem einn ötulasti baráttumaður gegn einelti á Íslandi. Þessa eiginleika höfum við greint frá fyrsta degi hennar sem formaður Knattspyrnusambandsins. Hún hefur þegar hafið samtöl við félögin í landinu um nánara samstarf þeirra og sambandsins. Hún hefur sýnt metnað sinn fyrir landsliðunum í verki og á síðustu dögum farið yfir þá sýn sem hún hefur á frekari vinnu, fái hún traust félaganna í landinu til að halda sínu starfi áfram. Vanda er harðduglegur leiðtogi, vinnusamur liðsmaður með skýra sýn og hugrekki til að taka við stýri í miklum mótvindi. Það er einmitt þannig einstaklingur sem íslensk knattspyrna þarf á að halda nú í dag og til framtíðar. Það er mikil gæfa að eiga kost á að merkja við nafn Vöndu Sigurgeirsdóttur á kosningaseðli ársþings KSÍ laugardaginn 26.febrúar, þakka henni hugrekkið og lýsa yfir stuðningi við áframhaldandi leiðtogastarf hennar fyrir íþróttina. Hún mun vísa veginn til nýrra afreka íþróttarinnar. Höfundur er formaður knattspyrnudeildar ÍR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Magnús Þór Jónsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Haustið 2021 var afdrifaríkur tími í sögu Knattspyrnusambands Íslands, fordæmalaus með öllu enda verið að eiga við verkefni sem áttu fátt skylt við íþróttina sjálfa. Verkefni sem urðu til þess að breytingar urðu á forystu þessarar stærstu fjöldahreyfingar íslensks samfélags. Í þessum ólgusjó öllum fór það svo, á aukaþingi sem sambandið boðaði til í októberbyrjun, að sá sögulegi atburður varð að kona var valin formaður, sú fyrsta til að gegna formannsstöðu knattspyrnusambands í heiminum. Það kallaði á mikið hugrekki að taka að sér verkefni formanns í þeim aðstæðum sem uppi voru á þessum tíma, en það var gæfa fyrir okkur sem unnum þessari íþrótt að Vanda Sigurgeirsdóttir hafði hugrekki til að bjóða fram krafta sína til að takast á við þau og á sama tíma vera með mikla reynslu á ólíkum sviðum knattspyrnunnar á Íslandi. Reynslu sem er byggð á áratuga farsæld á mismunandi stigum ferils hennar sem iðkandi, þjálfari og sjálfboðaliði í íþróttinni. Um komandi helgi er komið að reglulegu ársþingi og þar sem að mótframboð barst gegn sitjandi formanni, fá talsmenn knattspyrnufélaga í landinu að kjósa milli tveggja öflugra einstaklinga. Ég treysti því að þeir sem þingið sitja muni velja Vöndu til að halda áfram að leiða Knattspyrnusamband Íslands. Sá tími sem hún hefur leitt sambandið er vissulega bara 4 mánuðir en á þeim tíma hefur hún, ásamt öflugum hópi starfsmanna KSÍ, bæði leitt vinnu við þau mál sem skóku hreyfinguna til betri vegar auk þess að leiða endurskipulagningu þjálfarateymis karlalandsliðsins með breytingu á aðstoðarþjálfara og ráðningu tæknilegs ráðgjafa sem styðja mun við bak allra landsliða okkar. Nú á allra síðustu dögum hafa svo borist fréttir af árangursríku samstarfi KSÍ og ÍTF þegar kemur að sjónvarpsrétti fyrir knattspyrnuna, þar er stigið mikið framfaraskref. Vanda Sigurgeirsdóttir er leiðtogi. Það sýndi hún allan sinn knattspyrnuferil sem var einstaklega glæsilegur, allt frá því hún var á Sauðárkróki sem unglingur að keppa með strákunum, viðkomuna á Skipaskaga þar sem Íslandsmeistaratitlar byrjuðu að detta inn áður en hún fór í Kópavoginn og raðaði inn titlum sem leikmaður og þjálfari. Hún var í brautryðjendahópi íslenskra kvennalandsliða sem leikmaður á níunda áratugnum og leiddi síðar hópinn sem landsliðsþjálfari, er ótrúlegur liðsmaður með endalaust baráttuþrek. Utan vallar hefur hún náð miklum árangri á sviði erfiðra samskiptamála sem einn ötulasti baráttumaður gegn einelti á Íslandi. Þessa eiginleika höfum við greint frá fyrsta degi hennar sem formaður Knattspyrnusambandsins. Hún hefur þegar hafið samtöl við félögin í landinu um nánara samstarf þeirra og sambandsins. Hún hefur sýnt metnað sinn fyrir landsliðunum í verki og á síðustu dögum farið yfir þá sýn sem hún hefur á frekari vinnu, fái hún traust félaganna í landinu til að halda sínu starfi áfram. Vanda er harðduglegur leiðtogi, vinnusamur liðsmaður með skýra sýn og hugrekki til að taka við stýri í miklum mótvindi. Það er einmitt þannig einstaklingur sem íslensk knattspyrna þarf á að halda nú í dag og til framtíðar. Það er mikil gæfa að eiga kost á að merkja við nafn Vöndu Sigurgeirsdóttur á kosningaseðli ársþings KSÍ laugardaginn 26.febrúar, þakka henni hugrekkið og lýsa yfir stuðningi við áframhaldandi leiðtogastarf hennar fyrir íþróttina. Hún mun vísa veginn til nýrra afreka íþróttarinnar. Höfundur er formaður knattspyrnudeildar ÍR.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun