Áfram veginn Vanda! Magnús Þór Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 23:00 Haustið 2021 var afdrifaríkur tími í sögu Knattspyrnusambands Íslands, fordæmalaus með öllu enda verið að eiga við verkefni sem áttu fátt skylt við íþróttina sjálfa. Verkefni sem urðu til þess að breytingar urðu á forystu þessarar stærstu fjöldahreyfingar íslensks samfélags. Í þessum ólgusjó öllum fór það svo, á aukaþingi sem sambandið boðaði til í októberbyrjun, að sá sögulegi atburður varð að kona var valin formaður, sú fyrsta til að gegna formannsstöðu knattspyrnusambands í heiminum. Það kallaði á mikið hugrekki að taka að sér verkefni formanns í þeim aðstæðum sem uppi voru á þessum tíma, en það var gæfa fyrir okkur sem unnum þessari íþrótt að Vanda Sigurgeirsdóttir hafði hugrekki til að bjóða fram krafta sína til að takast á við þau og á sama tíma vera með mikla reynslu á ólíkum sviðum knattspyrnunnar á Íslandi. Reynslu sem er byggð á áratuga farsæld á mismunandi stigum ferils hennar sem iðkandi, þjálfari og sjálfboðaliði í íþróttinni. Um komandi helgi er komið að reglulegu ársþingi og þar sem að mótframboð barst gegn sitjandi formanni, fá talsmenn knattspyrnufélaga í landinu að kjósa milli tveggja öflugra einstaklinga. Ég treysti því að þeir sem þingið sitja muni velja Vöndu til að halda áfram að leiða Knattspyrnusamband Íslands. Sá tími sem hún hefur leitt sambandið er vissulega bara 4 mánuðir en á þeim tíma hefur hún, ásamt öflugum hópi starfsmanna KSÍ, bæði leitt vinnu við þau mál sem skóku hreyfinguna til betri vegar auk þess að leiða endurskipulagningu þjálfarateymis karlalandsliðsins með breytingu á aðstoðarþjálfara og ráðningu tæknilegs ráðgjafa sem styðja mun við bak allra landsliða okkar. Nú á allra síðustu dögum hafa svo borist fréttir af árangursríku samstarfi KSÍ og ÍTF þegar kemur að sjónvarpsrétti fyrir knattspyrnuna, þar er stigið mikið framfaraskref. Vanda Sigurgeirsdóttir er leiðtogi. Það sýndi hún allan sinn knattspyrnuferil sem var einstaklega glæsilegur, allt frá því hún var á Sauðárkróki sem unglingur að keppa með strákunum, viðkomuna á Skipaskaga þar sem Íslandsmeistaratitlar byrjuðu að detta inn áður en hún fór í Kópavoginn og raðaði inn titlum sem leikmaður og þjálfari. Hún var í brautryðjendahópi íslenskra kvennalandsliða sem leikmaður á níunda áratugnum og leiddi síðar hópinn sem landsliðsþjálfari, er ótrúlegur liðsmaður með endalaust baráttuþrek. Utan vallar hefur hún náð miklum árangri á sviði erfiðra samskiptamála sem einn ötulasti baráttumaður gegn einelti á Íslandi. Þessa eiginleika höfum við greint frá fyrsta degi hennar sem formaður Knattspyrnusambandsins. Hún hefur þegar hafið samtöl við félögin í landinu um nánara samstarf þeirra og sambandsins. Hún hefur sýnt metnað sinn fyrir landsliðunum í verki og á síðustu dögum farið yfir þá sýn sem hún hefur á frekari vinnu, fái hún traust félaganna í landinu til að halda sínu starfi áfram. Vanda er harðduglegur leiðtogi, vinnusamur liðsmaður með skýra sýn og hugrekki til að taka við stýri í miklum mótvindi. Það er einmitt þannig einstaklingur sem íslensk knattspyrna þarf á að halda nú í dag og til framtíðar. Það er mikil gæfa að eiga kost á að merkja við nafn Vöndu Sigurgeirsdóttur á kosningaseðli ársþings KSÍ laugardaginn 26.febrúar, þakka henni hugrekkið og lýsa yfir stuðningi við áframhaldandi leiðtogastarf hennar fyrir íþróttina. Hún mun vísa veginn til nýrra afreka íþróttarinnar. Höfundur er formaður knattspyrnudeildar ÍR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Magnús Þór Jónsson Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Haustið 2021 var afdrifaríkur tími í sögu Knattspyrnusambands Íslands, fordæmalaus með öllu enda verið að eiga við verkefni sem áttu fátt skylt við íþróttina sjálfa. Verkefni sem urðu til þess að breytingar urðu á forystu þessarar stærstu fjöldahreyfingar íslensks samfélags. Í þessum ólgusjó öllum fór það svo, á aukaþingi sem sambandið boðaði til í októberbyrjun, að sá sögulegi atburður varð að kona var valin formaður, sú fyrsta til að gegna formannsstöðu knattspyrnusambands í heiminum. Það kallaði á mikið hugrekki að taka að sér verkefni formanns í þeim aðstæðum sem uppi voru á þessum tíma, en það var gæfa fyrir okkur sem unnum þessari íþrótt að Vanda Sigurgeirsdóttir hafði hugrekki til að bjóða fram krafta sína til að takast á við þau og á sama tíma vera með mikla reynslu á ólíkum sviðum knattspyrnunnar á Íslandi. Reynslu sem er byggð á áratuga farsæld á mismunandi stigum ferils hennar sem iðkandi, þjálfari og sjálfboðaliði í íþróttinni. Um komandi helgi er komið að reglulegu ársþingi og þar sem að mótframboð barst gegn sitjandi formanni, fá talsmenn knattspyrnufélaga í landinu að kjósa milli tveggja öflugra einstaklinga. Ég treysti því að þeir sem þingið sitja muni velja Vöndu til að halda áfram að leiða Knattspyrnusamband Íslands. Sá tími sem hún hefur leitt sambandið er vissulega bara 4 mánuðir en á þeim tíma hefur hún, ásamt öflugum hópi starfsmanna KSÍ, bæði leitt vinnu við þau mál sem skóku hreyfinguna til betri vegar auk þess að leiða endurskipulagningu þjálfarateymis karlalandsliðsins með breytingu á aðstoðarþjálfara og ráðningu tæknilegs ráðgjafa sem styðja mun við bak allra landsliða okkar. Nú á allra síðustu dögum hafa svo borist fréttir af árangursríku samstarfi KSÍ og ÍTF þegar kemur að sjónvarpsrétti fyrir knattspyrnuna, þar er stigið mikið framfaraskref. Vanda Sigurgeirsdóttir er leiðtogi. Það sýndi hún allan sinn knattspyrnuferil sem var einstaklega glæsilegur, allt frá því hún var á Sauðárkróki sem unglingur að keppa með strákunum, viðkomuna á Skipaskaga þar sem Íslandsmeistaratitlar byrjuðu að detta inn áður en hún fór í Kópavoginn og raðaði inn titlum sem leikmaður og þjálfari. Hún var í brautryðjendahópi íslenskra kvennalandsliða sem leikmaður á níunda áratugnum og leiddi síðar hópinn sem landsliðsþjálfari, er ótrúlegur liðsmaður með endalaust baráttuþrek. Utan vallar hefur hún náð miklum árangri á sviði erfiðra samskiptamála sem einn ötulasti baráttumaður gegn einelti á Íslandi. Þessa eiginleika höfum við greint frá fyrsta degi hennar sem formaður Knattspyrnusambandsins. Hún hefur þegar hafið samtöl við félögin í landinu um nánara samstarf þeirra og sambandsins. Hún hefur sýnt metnað sinn fyrir landsliðunum í verki og á síðustu dögum farið yfir þá sýn sem hún hefur á frekari vinnu, fái hún traust félaganna í landinu til að halda sínu starfi áfram. Vanda er harðduglegur leiðtogi, vinnusamur liðsmaður með skýra sýn og hugrekki til að taka við stýri í miklum mótvindi. Það er einmitt þannig einstaklingur sem íslensk knattspyrna þarf á að halda nú í dag og til framtíðar. Það er mikil gæfa að eiga kost á að merkja við nafn Vöndu Sigurgeirsdóttur á kosningaseðli ársþings KSÍ laugardaginn 26.febrúar, þakka henni hugrekkið og lýsa yfir stuðningi við áframhaldandi leiðtogastarf hennar fyrir íþróttina. Hún mun vísa veginn til nýrra afreka íþróttarinnar. Höfundur er formaður knattspyrnudeildar ÍR.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar