Færri stefnur og fleiri aðgerðir í Reykjavík Þórdís Sigurðardóttir skrifar 23. febrúar 2022 08:00 Byrjum á titli þessarar greinar, stefnur er góðar, þetta ætti ég að vita eftir að hafa starfað um árabil við stjórnun og stefnumótun hjá fjölda fyrirtækja og stofnana. Stefnur draga fram sýn stjórnenda og hagsmunaaðila og geta þannig verið fyrsta skref í átt að nýjum markmiðum. En ef stefnum fylgir ekki tímarammi, forgangsröðun, aðgerðarlisti og skilgreind ábyrgð gera þær ekki gagn. Ég vil færri stefnur og vandaðri forgangsröðun og aðgerðir fyrir Reykjavíkurborg í þágu borgarbúa og atvinnulífs. Sköpum traust milli borgar og atvinnulífs Ég á samleið með stefnu og sterkum gildum Viðreisnar auk þess sem mér finnst markmið flokksins um jafnrétti, réttlátara samfélag, kröftugt efnahagslíf og ábyrga fjármálastjórnun í takt við það sem ég hef talað fyrir. Stefna Viðreisnar á brýnt erindi við borgina og ég tel mig réttu manneskjuna til að leiða þá stefnu og koma til framkvæmda. Það er til dæmis brýnt að efla traust á milli atvinnulífs og borgar og að bregðast við ákalli atvinnulífsins um skilvirkari þjónustu. Mikilvægi þessa kemur glögglega fram í drögum að Atvinnu- og nýsköpunarstefnu borgarinnar 2022-2030. Þar segir meðal annars að ein helsta áskorunin sé tortryggni og vantraust atvinnulífsins gagnvart borginni auk þess sem kvartað er undan flókinni og ógagnsærri þjónustu borgarinnar við atvinnulífið. Velferð og atvinnulífi í þágu borgarinnar Velferð og atvinnulíf borgarinnar eru ekki andstæðir pólar heldur mikilvægir þættir góðs og heilbrigðs samfélags. Við þurfum nýja nálgun og umgjörð þannig að þessir þættir styðji hvor við annan. Ég hef reynslu af þannig verkefnum. Traust og gott atvinnulíf skapar verðmæti og einfaldar lífið. Öflugt atvinnulíf og velferð tengjast órjúfanlegum böndum. Borgin á að einbeita sér með markvissari og gegnsærri hætti að velferðarmálum. Ég vil fleiri aðgerðir borgarinnar í þágu velferðar og atvinnulífs. Heilbrigða umgjörð um fyrirtæki Við þurfum að skapa heilbrigða og umgjörð um starfsemi fyrirtækja í borginni og einfalda ferli leyfa og umsókna. Viðreisn hefur óskað eftir því á Alþingi með þingsályktunartillögu um að farið verði í mat á því hvaða atvinnurekstur opinberra stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins sem telst vera í samkeppni við einkaaðila sé nauðsynlegur til að þjóna sérstökum hagsmunum samfélagsins. Tillagan gerir auk þess ráð fyrir því að ráðherra verði falið að leggja fram tímasetta aðgerðaáætlun um hvernig skuli dregið úr þeim samkeppnisrekstri ríkisins sem ekki telst nauðsynlegur með tilliti til almannahagsmuna. Þetta þurfa sveitarfélög líka að gera. Góð atvinnustefna sveitarfélaga miðar að því að örva og efla sjálfstæð fyrirtæki, að verk séu unnin á gegnsæjan og hagkvæman hátt fyrir hið opinbera í gegnum vel skilgreind útboð. Ekki með því að stjórnsýslan þenjist út og dragi þar með þrótt út atvinnulífinu með því að sækja þaðan hæft starfsfólk. Góð atvinnustefna stuðlar þannig að hagkvæmni og skilvirkni fyrir hið opinbera og fyrir einkaaðila. Það þarf nýja nálgun í að leiða og stjórna borginni. Ég vil bretta upp ermar og vinna að því að koma hlutum í verk fyrir heimili og fyrirtæki í borginni. Ég óska eftir stuðningi þínum í fyrsta sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4.-5. mars. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Þórdís Sigurðardóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Byrjum á titli þessarar greinar, stefnur er góðar, þetta ætti ég að vita eftir að hafa starfað um árabil við stjórnun og stefnumótun hjá fjölda fyrirtækja og stofnana. Stefnur draga fram sýn stjórnenda og hagsmunaaðila og geta þannig verið fyrsta skref í átt að nýjum markmiðum. En ef stefnum fylgir ekki tímarammi, forgangsröðun, aðgerðarlisti og skilgreind ábyrgð gera þær ekki gagn. Ég vil færri stefnur og vandaðri forgangsröðun og aðgerðir fyrir Reykjavíkurborg í þágu borgarbúa og atvinnulífs. Sköpum traust milli borgar og atvinnulífs Ég á samleið með stefnu og sterkum gildum Viðreisnar auk þess sem mér finnst markmið flokksins um jafnrétti, réttlátara samfélag, kröftugt efnahagslíf og ábyrga fjármálastjórnun í takt við það sem ég hef talað fyrir. Stefna Viðreisnar á brýnt erindi við borgina og ég tel mig réttu manneskjuna til að leiða þá stefnu og koma til framkvæmda. Það er til dæmis brýnt að efla traust á milli atvinnulífs og borgar og að bregðast við ákalli atvinnulífsins um skilvirkari þjónustu. Mikilvægi þessa kemur glögglega fram í drögum að Atvinnu- og nýsköpunarstefnu borgarinnar 2022-2030. Þar segir meðal annars að ein helsta áskorunin sé tortryggni og vantraust atvinnulífsins gagnvart borginni auk þess sem kvartað er undan flókinni og ógagnsærri þjónustu borgarinnar við atvinnulífið. Velferð og atvinnulífi í þágu borgarinnar Velferð og atvinnulíf borgarinnar eru ekki andstæðir pólar heldur mikilvægir þættir góðs og heilbrigðs samfélags. Við þurfum nýja nálgun og umgjörð þannig að þessir þættir styðji hvor við annan. Ég hef reynslu af þannig verkefnum. Traust og gott atvinnulíf skapar verðmæti og einfaldar lífið. Öflugt atvinnulíf og velferð tengjast órjúfanlegum böndum. Borgin á að einbeita sér með markvissari og gegnsærri hætti að velferðarmálum. Ég vil fleiri aðgerðir borgarinnar í þágu velferðar og atvinnulífs. Heilbrigða umgjörð um fyrirtæki Við þurfum að skapa heilbrigða og umgjörð um starfsemi fyrirtækja í borginni og einfalda ferli leyfa og umsókna. Viðreisn hefur óskað eftir því á Alþingi með þingsályktunartillögu um að farið verði í mat á því hvaða atvinnurekstur opinberra stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins sem telst vera í samkeppni við einkaaðila sé nauðsynlegur til að þjóna sérstökum hagsmunum samfélagsins. Tillagan gerir auk þess ráð fyrir því að ráðherra verði falið að leggja fram tímasetta aðgerðaáætlun um hvernig skuli dregið úr þeim samkeppnisrekstri ríkisins sem ekki telst nauðsynlegur með tilliti til almannahagsmuna. Þetta þurfa sveitarfélög líka að gera. Góð atvinnustefna sveitarfélaga miðar að því að örva og efla sjálfstæð fyrirtæki, að verk séu unnin á gegnsæjan og hagkvæman hátt fyrir hið opinbera í gegnum vel skilgreind útboð. Ekki með því að stjórnsýslan þenjist út og dragi þar með þrótt út atvinnulífinu með því að sækja þaðan hæft starfsfólk. Góð atvinnustefna stuðlar þannig að hagkvæmni og skilvirkni fyrir hið opinbera og fyrir einkaaðila. Það þarf nýja nálgun í að leiða og stjórna borginni. Ég vil bretta upp ermar og vinna að því að koma hlutum í verk fyrir heimili og fyrirtæki í borginni. Ég óska eftir stuðningi þínum í fyrsta sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4.-5. mars. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun